Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 57

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 57
AÐSEND GREIN næg tækifæri til að sýna hvað í okkur býr er mikilvægt að hafa í huga að við erum ekki viljalaust verkfæri eða leiksoppur örlaganna. Við berum sjálf ábyrgð á lífi okkar, hugsunum, líðan og gjörðum. Og við höfum alltaf val. Við getum t.d. rætt líðan okkar við yfirmann og beðið um tilfærslu eða önnur verkefni. Við getum reynt að breyta viðhorfi okkar til vinnunnar. Eða við getum tekið ákvörðun um að yfirgefa vinnustaðinn. Í öllu falli er mikilvægt að bíða ekki og vona að eitthvað gerist heldur taka stjórnina. Því að það er eins og sagt er að hver er sinnar gæfu smiður. Ábyrgð starfsmanna Þó að stjórnendur spili vissulega stórt hlutverk í að skapa umhverfi sem eftirsóknarvert er að starfa í má ekki gera lítið úr ábyrgð starfsmanna þegar kemur að vellíðan. Það er t.d. á ábyrgð starfsmanna að hlúa vel að sjálfum sér með því að hreyfa sig, næra sig á hollum og góðum mat og tryggja góðan nætursvefn en sýnt hefur verið fram á að allir þessir þættir eru heilsueflandi. Að stunda núvitund hefur líka reynst einföld en öflug leið til að draga úr streitu og bæta almenna vellíðan9. Mikilvægt er að starfsmenn gefi sér tíma til að rækta sambandið við fjölskyldu og vini og sinna hugðarefnum. Einnig að þeir setji sér mörk, t.d. hvað varðar svörun vinnutengdra tölvupósta utan hefðbundins vinnutíma. Á vinnustað er það á ábyrgð starfsmanna að mæta með bestu útgáfuna af sjálfum sér, vinna starf sitt af eldmóð og leggja sig fram um að skila vel unnu verki á hverjum degi. Þá er mikilvægt að þeir leggi sig fram um að læra nýja hluti og tileinka sér nýja þekkingu til að vera í stakk búnir til að takast á við síbreytilegar kröfur atvinnulífsins og samfélagsins. Aukin þekking eykur möguleika á fjölbreyttara starfi, meira krefjandi verkefnum og aukinni starfsánægju. Mikilvægt er einnig að starfsmenn velji sér jákvætt viðhorf til vinnunnar, samstarfs- manna og vinnustaðarins og skapi jákvæða orku í kringum sig. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt að hægt er að auka vellíðan meðvitað með svokölluðum jákvæðum æfingum eða inngripum en þau hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðum tilfinningum, jákvæðri hegðun og jákvæðum hugsunum10. Dæmi um jákvætt inngrip sem eykur vellíðan er „Þrír góðir hlutir“ en þá skrifar einstaklingur niður þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir daginn og hver var hlutdeild hans í þeim. Ástæðan fyrir því að mikilvægt er að skrifa niður þátt manns í því sem gekk vel er að þetta beinir athyglinni að því hvernig við getum haft áhrif á daglegar jákvæðar upplifanir11. Reglulegar og meðvitaðar þakklætishugsanir geta einnig aukið vellíðan. Þakklæti stuðlar að því að við dveljum við og njótum jákvæðra upplifana og aðstæðna12. Eitt af því sem fræðimenn hafa beint sjón- um sínum að síðustu ár eru styrkleikar fólks13. Hvernig við getum komið auga á þá, skerpt sýn okkar á þá og nýtt þá til að blómstra og auka vellíðan í starfi. Þegar við hlúum að styrkleikunum fyllumst við orku og hámörkum frammistöðuna auk þess sem virknin og flæðið eykst. Að þekkja og nýta styrkleikana getur aukið innsæi, gert okkur kleift að taka betri ákvarðanir og tryggt að við séum á réttri hillu í lífinu. Vísindalegar rannsóknir hafa staðfest að það að nýta styrkleika sína á nýjan hátt eykur vellíðan. Til eru ýmsar leiðir til að greina styrkleikana, m.a. að taka styrkleikapróf eða fara í styrkleikasamtal hjá markþjálfa. Ef okkur finnst við hins vegar ekki vera á réttri hillu eða teljum að við fáum ekki Fimm leiðir að vellíðan MYNDUM TENGSL TÖKUM EFTIR GEFUM AF OKKUR HREYFUM OKKUR HÖLDUM ÁFRAM AÐ LÆRA Myndum tengsl við fjölskyldu, vini, samstarfsfólk og nágranna og gefum okkur tíma til að hlúa að þeim. Jákvæð sambönd við aðra eru einn mikilvægasti þáttur hamingju og vellíðanar. Höldum í forvitnina og tökum eftir hinu óvenjulega. Verum í núinu. Tökum eftir veröldinni í kringum okkur og hvernig okkur líður. Að veita því sem við upplifum athygli hjálpar okkur að meta það sem skiptir okkur máli. Gerum eitthvað fallegt fyrir vin eða ókunnuga manneskju. Sýnum þakklæti. Brosum. Gefum öðrum af tíma okkar. Að sjá okkur sem hluta af stærra samhengi veitir lífsfyllingu og eflir tengsl við aðra. Dönsum, göngum eða förum í sund. Njótum þess að vera úti. Hreyfing veitir vellíðan. Mikilvægt er að finna hreyfingu sem við höfum gaman af og hentar ástandi okkar og getu. Prófum eitthvað nýtt. Rifjum upp gamalt áhugamál. Setjum upp áskorun sem við gætum haft gaman af að takast á við. Það er skemmtilegt að læra nýja hluti og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmyndina. 57virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.