Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 61

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 61
 VIÐTAL skinni”, „Ég á nógan pening til að geta greitt reikningana mína”, „Ég er í góðu sambandi við aðra”, „Ég get séð um mig sjálfa(n)”. Með því að tengja svör úr spurningalistanum við heilsuhjólið er hægt að fá góða innsýn í stöðu mála varðandi heilbrigði eins og það er skilgreint samkvæmt jákvæðri heilsu. Í framhaldi er hægt að skoða hvernig hægt er að bæta heilbrigði á ýmsum víddum. Hægt er að velja hvaða vídd maður vill vinna með en ef unnið er með eina vídd eru líkur á að staða mála í öðrum víddum batni samhliða þar sem víddirnar sex hanga saman. Þá er hægt að svara spurningalistanum seinna til að skoða hvernig manni miðar. Heilsuhjólið gerir þér kleift að vinna með mismunandi þætti hjá sjálfum/sjálfri þér. Heilbrigðisstarfsmenn, vinir eða fjölskyldu- meðlimir geta einnig aðstoðað þig við að finna út hvers þú þarfnast til að bæta líðan þína. Þannig öðlast þú meiri þrautseigju og lærir hvernig þú getir bætt líðan þína jafnvel þó að þú sért veik(ur).“ Gagnast öllum Hverjum er heilsuhjólið ætlað? „Það getur gagnast öllum að fylla út heilsu- hjólið, jafnvel þó að við séum heilbrigð og hraust. Við erum ekki vön að gefa sjálfum okkur gaum. Spurningalistinn gefur okkur tækifæri til að staldra við og skoða ýmsa þætti hjá okkur sjálfum. Jafnvel þó að þér líði vel, getur þú sett þér lítil markmið. Ég læt heilbrigðisstarfsmenn eða stefnumótandi aðila einnig fylla út heilsuhjólið. Ég heyri oft: „Mér gengur bara ágætlega, sko.” Þangað til þeir átta sig á því að þeir gefa nánum tengsl- um við vini og fjölskyldu ekki mikinn gaum á meðan þeir myndu í raun vilja hlúa að þeim.“ Að vinna með sína eigin heilsu, hvernig gerir maður það? „Ekki mikla þetta fyrir þér. Ef þú vilt hitta vini þína oftar, reyndu þá að skipuleggja hitting með góðum vini í hverri viku. Viltu stunda meiri hreyfingu? Taktu þá frá tíma í hverri viku til að hreyfa þig. Ef þú stendur við þessi litlu áform og framkvæmir þau í nokkrar vikur muntu taka eftir því að þú ert smám saman að þróa með þér nýjar venjur. Lítil skref geta stundum skipt sköpum. Ef þú tekur þessi skref þegar þú ert sjálf(ur) tilbúin(n) verður þú heilbrigðari, glaðari og með meiri þrautseigju. En, þetta er auðvitað val.” „Hvað skiptir þig allra mestu máli í lífinu?“ Það er örugglega ekki alltaf einfalt að vinna með sína eigin heilsu? „Það er ekki öllum augljóst að taka skrefið og horfa í spegilinn. Heilbrigðisstarfsmenn geta verið vakandi og reynt að taka eftir merkjum. Eru það raunverulega verkirnir sem valda vanlíðan? Eða geta aukin félagsleg samskipti bætt stöðu einstaklingsins? Við þurfum líka sjálf að vera vakandi. Fylltu út heilsuhjólið með eldri borgara sem er mögulega einmana. Það getur verið kveikjan að samtali um ákveðnar óskir „Ég myndi svo gjarnan vilja sjá sveitina mína einu sinni enn.“ Þegar þú þekkir þessar óskir getur þú aðstoðað við að láta þær rætast. Ekki þröngva neinu upp á fólk. Það að fylla út heilsuhjólið getur verið konfronterandi. Þú getur þó lagt það til, það getur verið byrjun.” Hvaða vídd gefum við of lítinn gaum? „Spurningin „Hvað skiptir þig allra mestu máli í lífinu?“ – víddin sem varðar tilgang þinn, skiptir raunar höfuðmáli. Hún varðar hvaða augum þú lítur framtíðina og hvað gerir líf þitt þess virði að lifa því. Spurðu þig þessarar spurningar reglulega, burtséð frá heilsuhjólinu, og veltu fyrir þér hvað þú gætir gert við svarinu. Það mun gera þig hamingjusamari og heilbrigðari!”, segir Machteld að lokum. Texti: Anneleen Vermeire LÍKAMLEG VIRKNI LÍFSGÆÐI ANDLEG VELLÍÐAN TILGANGUR DAGLEG VIRKNI ÞÁTTTAKA 0 2 4 6 8 10 HEILSUHJÓL • Social and communicative skills • Social contacts • Meaningful relationships • Experiencing to be accepted • Community involvement • Meaningful work/occupation • Basis ADL (Activities of Daily Living) • Instrumental ADL • Ability to work • Health literacy • Quality of life/well-being • Experiencing happiness • Enjoyment • Perceived health • Flourishing • Zest for life • Balance QUALITY OF LIFE DAILY FUNCTIONING SOCIAL - SOCIETAL PARTICIPATION PILLARS FOR POSITIVE HEALTH • Cognitive functioning • Emotional state • Esteem/self-respect • Experiencing to be in charge/ manageability • Self-management • Understanding one’s situation/ comprehensibility • Resilience • Purpose/meaningfulness • Striving for aims/ideals • Future prospects • Acceptance • Medical facts • Medical observations • Physical functioning • Complaints and pain • Energy MEANINGFULNESS MENTAL WELL-BEING BODILY FUNCTIONS © Institute for Positive Health NL 61virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.