Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 64
hvetja þeirra vinnustað til að ráða fólk með skerta starfsgetu til vinnu. Mynd 3 hér til hliðar sýnir mikilvægiseinkunn fyrir þau atriði sem þátttakendur töldu hvetjandi fyrir þeirra vinnustað fyrir ráðningu fólks með skerta starfsgetu til vinnu. Rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem hafa reynslu af því að vera með einstaklinga með skerta starfsgetu í vinnu eru líklegri til að vilja ráða slíka starfsmenn til sín aftur í samanburði við fyrirtæki sem ekki hafa reynslu af því6. Þetta var einnig niðurstaðan í þessari spurningakönnun, en þau fyrirt- æki sem höfðu reynslu af því að ráða einstaklinga með skerta starfsgetu til sín í vinnu voru marktækt líklegri til að svara að þau mundu ráða slíka starfsmenn í vinnu á næstu 24 mánuðum. Sömu fyrirtæki voru líka marktækt líklegri til að svara játandi spurningunni um hvort það væri mögulegt að fjölga hlutastörfum hjá þeim. Rannsóknir hafa einnig sýnt að stærri fyrirtæki eru líklegri til að vilja ráða ein- staklinga með skerta starfsgetu til starfa heldur en þau sem minni eru7. Þetta kom einnig fram í þessari spurningakönnun en þar voru stærri fyrirtæki (+71 starfsmaður) marktækt líklegri en fyrirtæki með færri starfsmenn að vilja ráða slíka starfsmenn til sín á næstu 24 mánuðum. Þegar skoðuð eru viðhorf fyrirtækja til ákveðinna staðhæfinga þá kemur í ljós að fyrirtækin úr upplýsingagrunni VIRK, í samanburði við fyrirtæki í fyrirtækjahópi Gallup, voru marktækt meira sammála þeirri staðhæfingu að það skipti máli að hafa starfsfólk með ólíkan bakgrunn á vinnustaðnum. Rannsóknir hafa bent á að það að ráða einstaklinga með skerta starfsgetu eykur fjölbreytileikann á vinnustaðnum sem leiðir almennt til jákvæðara vinnuumhverfis8. Fyrirtækin úr upplýsingagrunni VIRK voru einnig mark- tækt ekki sammála því, í samanburði við fyrirtækjahóp Gallup, að starfsfólk með skerta starfsgetu væri meira frá vinnu vegna veikinda en annað starfsfólk, né að það væru líklegri til að lenda frekar í vinnuslysum. Rannsóknir hafa sýnt að þar sem starfa einstaklingar með skerta starfsgetu, getur dregið úr fjarvistardögum alls starfsfólksins9. Hinsvegar töldu margir þátttakenda í spurningakönnuninni að einstaklingar með skerta starfsgetu þyrftu meiri hjálp við vinnu sína og einnig að þau væru ekki jafn afkastamikil og starfsfólk með fulla starfsgetu. Hvetjandi atriði fyrir ráðningu fólks með skerta starfsgetu 23,6 36,0 21,1 14,9 14,6 14.0 13,5 8,3 6,9 Niðurgreiðsla launa Niðurfelling á opinberum /launatengdum gjöldum og/eða skattaívilnanir Aukið aðgengi að upplýsingum um þá möguleika sem standa vinnustöðum til boða Meiri eftirfylgni og stuðningur frá aðilum sem sinna starfsendurhæfingu Fræðsla á skertri starfsgetu til yfirmanna og starfsfólks Að séð yrði til þess að afleysingafók fáist ef langvarandi eða tíð veikindi koma upp Að vinnustöðum sé kleift að auka sveigjanleika vegna veikinda starfsfólks Verkstjórn inni á vinnustað yrði greidd af stuðningskerfinu Meiri stuðningur frá hinu opinbera inn á vinnustaði í formi hjálpartækja, breytinga á vinnuaðstöðu eða aðstoðarfóks (NPA) Helstu hindranir á fjölgun hlutastarfa Kostir við að ráða fólk með skerta starfsgetu 22% 18% 11% 10% 10% 9% 7% 17% Ekki þörf á starfsfólki Fjárhagslegar hindranir Hentar ekki Eðli starfsemi fyrirtækisins leyfir það ekki Þrengsli / Lítill vinnustaður Eðli verkefna fyrirtækisins leyfir það ekki Kröfur vinnutíma Annað 78% 59% 31% 17% 11% 4% Fyrirtækið sýnir með því samfélagslega ábyrgð í verki Aukin fjölbreytni á vinnustaðnum Ný og mikilvæg þekking kemur með nýju starfsfólki Fjárhagslega hagkvæmt þegar tekið er tillit til vinnuframlags starfsfólks og vinnusamninga öryrkja Annað Engir kostir Mynd 3 Mynd 4 Mynd 5 64 virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.