Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 68

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 68
ÞJÓNUSTUAÐILAR Yfirsýn þjónustu og þjónustuframboðs VIRK STEIG STÓR SKREF INN Í FRAM- TÍÐINA Í MAÍ 2018 ÞEGAR TEKIÐ VAR Í NOTKUN NÝTT UPPLÝSINGAKERFI SEM ÆTLAÐ ER AÐ AUKA GÆÐI OG SKILVIRNI ÞJÓN- USTU Í STARFS- ENDURHÆFINGU. ÁSTA SÖLVADÓTTIR verkefnastjóri hjá VIRK M ikill ávinningur felst í innleið- ingu upplýsingakerfisins fyrir þjónustuaðila VIRK. Fyrst ber að nefna öruggari samskipti milli þjónustuaðila, einstaklinga í þjónustu, ráð- gjafa og sérfræðinga VIRK. Einnig verða þjónustuaðilar hluti af teymi einstaklings og fá betri yfirsýn yfir eigið þjónustuframboð og pantanir í vinnslu. Hver þjónustuaðili hefur sitt svæði eða „Mínar síður“ í upplýsingakerfinu og sendir inn þjónustuumsóknir með rafrænum hætti til VIRK. Með markvissari innkaupum á þjónustu og faglegri endurgjöf þjónustuaðila til ráðgjafa og sérfræðinga VIRK standa vonir til þess að auka gæði og skilvirkni í starfs- endurhæfingu á vegum VIRK. Innleiðing þrepaskiptingar á þjónustu hefur dregist en stefnt er að því að hún byrji af fullum krafti haustið 2019. Með henni er ætlunin að koma enn betur til móts við þarfir einstaklinga í þjónustu VIRK. Þjónustuaðilar eru ábyrgðaraðilar fyrir vinnslu persónuupplýsinga í skilningi nýrra laga, nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem tóku gildi á síðasta ári. Markmið laganna er að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. Í upplýsingakerfinu er gerð krafa um rafræn skilríki hjá öllum notendum. Með því móti er tryggt að aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa að hafa aðgang að upplýsingum um einstaklinga í þjónustu VIRK hafi slíkan aðgang. Örugg samskipti innan kerfisins auðvelda þjónustuaðilum, ráðgjöfum og sérfræðingum VIRK samvinnu sín á milli. Betri yfirsýn næst yfir mætingar, framgang og endurgjöf í hverri þjónustupöntun fyrir sig og koma samskipti innan kerfis alfarið í stað tölvupóstsamskipta. Loks ber að nefna að öll möt sérfræðinga og greinargerðir fagaðila eru unnar með rafrænum hætti í upplýsingakerfinu. Fjölbreytt flóra fagaðila meðal þjónustuaðila VIRK átti sem fyrr í góðu samstarfi við fjölda þjónustuaðila um land allt á árinu 2018. Kaup á þjónustu fagaðila jókst lítillega á árinu og námu þau rúmlega 1.304 milljónum króna eins og sjá má á mynd 1. Lítil hækkun milli ára tengist að stærstum hluta innleiðingu á nýju upplýsingakerfi 68 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.