Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 68

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 68
ÞJÓNUSTUAÐILAR Yfirsýn þjónustu og þjónustuframboðs VIRK STEIG STÓR SKREF INN Í FRAM- TÍÐINA Í MAÍ 2018 ÞEGAR TEKIÐ VAR Í NOTKUN NÝTT UPPLÝSINGAKERFI SEM ÆTLAÐ ER AÐ AUKA GÆÐI OG SKILVIRNI ÞJÓN- USTU Í STARFS- ENDURHÆFINGU. ÁSTA SÖLVADÓTTIR verkefnastjóri hjá VIRK M ikill ávinningur felst í innleið- ingu upplýsingakerfisins fyrir þjónustuaðila VIRK. Fyrst ber að nefna öruggari samskipti milli þjónustuaðila, einstaklinga í þjónustu, ráð- gjafa og sérfræðinga VIRK. Einnig verða þjónustuaðilar hluti af teymi einstaklings og fá betri yfirsýn yfir eigið þjónustuframboð og pantanir í vinnslu. Hver þjónustuaðili hefur sitt svæði eða „Mínar síður“ í upplýsingakerfinu og sendir inn þjónustuumsóknir með rafrænum hætti til VIRK. Með markvissari innkaupum á þjónustu og faglegri endurgjöf þjónustuaðila til ráðgjafa og sérfræðinga VIRK standa vonir til þess að auka gæði og skilvirkni í starfs- endurhæfingu á vegum VIRK. Innleiðing þrepaskiptingar á þjónustu hefur dregist en stefnt er að því að hún byrji af fullum krafti haustið 2019. Með henni er ætlunin að koma enn betur til móts við þarfir einstaklinga í þjónustu VIRK. Þjónustuaðilar eru ábyrgðaraðilar fyrir vinnslu persónuupplýsinga í skilningi nýrra laga, nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem tóku gildi á síðasta ári. Markmið laganna er að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. Í upplýsingakerfinu er gerð krafa um rafræn skilríki hjá öllum notendum. Með því móti er tryggt að aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa að hafa aðgang að upplýsingum um einstaklinga í þjónustu VIRK hafi slíkan aðgang. Örugg samskipti innan kerfisins auðvelda þjónustuaðilum, ráðgjöfum og sérfræðingum VIRK samvinnu sín á milli. Betri yfirsýn næst yfir mætingar, framgang og endurgjöf í hverri þjónustupöntun fyrir sig og koma samskipti innan kerfis alfarið í stað tölvupóstsamskipta. Loks ber að nefna að öll möt sérfræðinga og greinargerðir fagaðila eru unnar með rafrænum hætti í upplýsingakerfinu. Fjölbreytt flóra fagaðila meðal þjónustuaðila VIRK átti sem fyrr í góðu samstarfi við fjölda þjónustuaðila um land allt á árinu 2018. Kaup á þjónustu fagaðila jókst lítillega á árinu og námu þau rúmlega 1.304 milljónum króna eins og sjá má á mynd 1. Lítil hækkun milli ára tengist að stærstum hluta innleiðingu á nýju upplýsingakerfi 68 virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.