Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 75

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 75
 VIRK GUÐRÚN RAKEL EIRÍKSDÓTTIR sálfræðingur og sérfræðingur hjá VIRK hugrænna (cognitive), líkamlegra og geðrænna einkenna geta komið fram. Dæmi um slík einkenni er minnisvandi, einbeitingarskortur, skapbreytingar, þreyta, svefntruflanir, minnkað þol fyrir hljóði og ljósi, sjóntruflanir, þunglyndi og kvíði3. Hafa ber í huga að PCS er klínísk greining og hvorki rannsóknir né taugasálfræðileg próf greina heilahristing en mæla hins vegar ákveðnar hliðar á því hvernig heilahristingur hefur áhrif á líf einstaklingsins. Áhrif heilahristings eru einstaklingsbundin og því ekki hægt að setja alla undir sama hatt. Samkvæmt flokkunarkerfinu ICD-10 (International Statistical Classification of Diseases and Health Related Problems, 10th revision) sem gefið er út af Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni (WHO) er PCS skilgreint sem samansafn einkenna heilahristings sem vara í meira en 4 vikur hjá ákveðnum hópi sjúklinga. Ekki þurfa að vera bein tengsl á milli alvarleikastigs fyrsta heilahristings og þeirra einkenna sem koma í kjölfarið. Í meðferð og endurhæfingu er lögð áhersla á hvert og eitt einkenni fyrir sig. Sálfræðileg meðferð og fræðsla getur einnig verið mikilvæg. Umfjöllun og rannsóknir á heilahristings- heilkenni meðal íþróttafólks hafa aukist mikið undanfarin ár. Bent hefur verið á mikilvægi þess að fræða íþróttafólk og fagfólk tengt íþróttum um einkenni og alvarleika endurtekinna höfuðhögga ásamt mikilvægi hvíldar í kjölfar heilahristings. Það er þó ekki eingöngu íþróttafólk sem fær höfuðáverka og heilahristingsheilkenni. Aðrar algengar orsakir heilahristings eru t.d. umferðarslys, föll og líkamsárásir1. Áhugaverð rannsókn frá árinu 2018 sýndi að af öllum þeim einstaklingum sem leituðu á bráðamóttöku þriggja sjúkrahúsa í Noregi á rúmlega einu og hálfu ári vegna höfuðáverka uppfylltu 67% greiningarskilmerki fyrir vægan heila- skaða4. Algengustu orsakir voru föll (37%), umferðarslys (24%), ofbeldi (20%), og íþróttir (11%). Í þessu samhengi má benda á að ekki leita allir sem fá höfuðáverka á bráðamóttöku eða fá aðstoð innan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem þó leita á bráðamóttöku fá yfirleitt ekki nákvæmt mat á hugrænni getu (sbr. taugasálfræðilegt mat), strax í kjölfar höfuðáverkans og yfirleitt er ekki hægt að greina vægan heilaskaða með tölvusneiðmynd (TS). Þetta leiðir til þess að hvorki er hægt að staðfesta að um vægan heilaskaða sé að ræða né veita viðeigandi fræðslu og eftirfylgd innan heilbrigðiskerfisins fyrir þessa einstaklinga. Ákveðinn hluti þeirra kemur svo til með að þróa með sér PCS sem getur haft mikla þýðingu varðandi endurkomu á vinnumarkað og starfsgetu5. Vitræn einkenni Þeir sem gert hafa rannsóknir á endurkomu til vinnu eftir vægan heilaskaða hafa staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum. Ótal þættir skipta máli eins og til dæmis alvarleiki Mikilvægi þess að koma einstakling- um aftur til vinnu snýst ekki eingöngu um að auka lífsgæði og velferð þessa hóps og aðstandenda þeirra, heldur er mikill fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild.“ einkenna, fyrri staða á vinnumarkaði, menntunarstig, geðrænn vandi, innsæi einstaklinga varðandi eigin heilsu og svo mætti lengi telja5. Fyrri rannsóknir hafa notað ólík greiningarskilmerki fyrir heilahristingsheilkenni og skilgreina vinnu- þátttöku með misjöfnum hætti. Það er því ljóst að ekki er um einfalt rannsóknarefni að ræða. Vitræn geta virðist hafa mikilvægt hlutverk þegar kemur að farsælli endurkomu á vinnumarkað í kjölfar heilaskaða6. Auk þess er skerðing og breyting vitrænnar færni eitt mesta áhyggjuefni einstaklinga með PCS og aðstandenda þeirra7. Þessi breyting felur meðal annars í sér skerta minnisgetu, hægara hugarstarf, erfiðleika í rökhugsun, erfiðleika við að halda utan um flókin verkefni og skerta skipulagsfærni. Samansafn einkenna og umfang skerðingar er gríðarlega einstaklingsbundin. Hægt er að meta vitræna þætti með taugasálfræðilegu mati þar sem próf og verkefni eru notuð til að meta styrk- og veikleika. Afar sjaldgæft er að fyrir liggi niðurstöður á taugasálfræðilegu mati fyrir slys. Því skiptir viðtal fyrir prófun miklu máli þegar kemur að því að leggja mat á fyrri getu. Þá er meðal annars skoðuð skólaganga, menntun, fyrri starfsgeta, geð- saga og upplifun einsaklingsins á breytingu í kjölfar heilaskaðans. Stundum er mikil- vægt að taka viðtal við aðstandendur sem lýsa jafnvel persónubreytingum og telja einstaklinginn ekki „þann sama“ í kjölfar höfuðáverkans. Sumir fara beint í fyrra starf en finna eftir stuttan tíma að illa gengur að ráða við verkefni sem þeir fór áður létt með. Skiljanlega er það verra að hafa ekki greiningu eða staðfestingu á vægum heilaskaða eða PCS. Niðurstöður á tauga- sálfræðilegu mati kortleggja styrkleika og veikleika sem hægt er að nýta í starfs- Mynd 1. Gátlisti sem sýnir algeng einkenni í kjölfar heilahristings. HUGSA OG MUNA • Vandi við að hugsa skýrt • Hægari hugsun • Einbeitingarskortur • Vandi með nám, þ.e að læra og muna nýjar upplýsingar LÍKAMLEG EINKENNI • Höfuðverkur • Ógleði • Þokusýn • Þreyta og orkuleysi • Viðkvæmni fyrir hávaða og ljósi SKAP OG GEÐ • Pirringur • Dapurleiki • Auknar geðshræringar • Kvíði SVEFNTRUFLANIR • Breytt svefnmynstur • Erfitt að sofna • Svefn slitróttur 75virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.