Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 79

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 79
 VIRK 2.5 Starfsendurhæfing er ekki talin raunhæf eða hún fullreynd Dæmi: a. Ekki er talið raunhæft að einstaklingur verði vinnufær í ljósi heilsufarsvanda- máls, s.s. hratt minnkandi starfsgeta, óljósar horfur, fjölþættur og/eða alvar- legur heilsubrestur. b. Einstaklingur hefur áður lokið umtals- verðri endurhæfingu og/eða starfs- endurhæfingu og ekki orðið slík breyting á heilsufari eða aðstæð- um að líklegt sé að endurtekin starfsendurhæfing beri frekari árangur. c. Ef einstaklingur er óvinnufær vegna varanlegrar færnisskerðingar og á rétt á þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks er ekki talin þörf á starfsendur- hæfingu, en líklegt að þörf sé á þjónustu Vinnumálastofnunar. d. Einstaklingur er með örorkuúrskurð hjá TR eða lífeyrissjóði og ekki er talið raunhæft að hann nái starfsgetu á almennan vinnumarkað að nýju með starfsendurhæfingu í ljósi þess heilsubrests sem liggur til grundvallar örorkuúrskurði. e. Ekki er farið af stað í starfsendur- hæfingu nema einstaklingur vilji og horfur bendi til að raunhæft sé að stefna að a.m.k. 40% starfsgetu á almennum vinnumarkaði. 2.6 Aðstæður og skortur á félagslegum stuðningi koma í veg fyrir getu og þátttöku Einstaklingur er ekki fær að taka þátt í athöfnum daglegs lífs og/eða taka þátt í starfsendurhæfingu sem krefst mætinga og ástundunar í talsverðan tíma og oft í viku hverri. Til að geta tekið þátt í atvinnu- tengdri starfsendurhæfingu er gerð krafa um a.m.k. 80% mætingu í úrræði og/eða virkni og getu til að taka þátt í verkefnum sem hafa þýðingu fyrir almennan vinnumarkað. Ef aðstæður einstaklings koma í veg fyrir það er starfsendurhæfing ekki líkleg til árangurs og oft er þörf á aukinni aðstoð innan heilbrigðis- kerfisins eða félagslegri aðstoð svo sem hjá félagsþjónustu sveitarfélaga og ýmsum frjálsum félagasamtökum sem vinna að eflingu fólks með geðraskanir. Ekki er tímabært að vísa einstaklingi í starfsendurhæfingu þegar þörf er á endurhæfingu í heilbrigðiskerfi og sú endurhæfing er fyrirhuguð innan 6 mánaða enda er starfsendur- hæfing ekki líkleg til árangurs á þeim tímapunkti. Þetta á til dæmis við þegar endurhæfing er fyrirhuguð á Reykjalundi, Hvíta bandinu, Kristnesi, Stykkishólmi, HNLFÍ eða Þraut. Ef taka fæðingarorlofs er fyrirhuguð á næstu mánuðum kann að vera óskynsamlegt að hefja starfsendur- hæfingu á þeim tímapunkti. Þetta þarf þó að skoða og meta út frá aðstæðum hverju sinni. 2.2 Starfsendurhæfing ekki tímabær vegna fyrirhugaðrar fjarveru Starfsendurhæfing getur verið ótímabær vegna þess að ekki næst eðlileg samfella í þjónustu. Dæmi um þetta er þegar einstaklingur er á leið í afplánun á fangelsisdómi eða verður lengi fjarverandi af öðrum ástæðum. 2.3 Fíknisjúkdómur Einstaklingur er með fíknivanda og þarf viðeigandi meðferð og stuðning áður en þeim stöðugleika er náð að starfsendurhæfing sé líkleg til árangurs. Hægt er að senda inn nýja beiðni þegar einstaklingur hefur fengið viðeigandi aðstoð/meðferð og verið frá neyslu í a.m.k. 3-6 mánuði. Hvert mál er þó metið út frá neyslusögu, aðstæðum og samráði við fagaðila. VIRK sinnir ekki endurhæfingu einstaklinga sem eingöngu eru með fíknivanda. Þeim er bent á viðeigandi meðferðarúrræði og lögbundinn stuðning félags- þjónustu eftir að slíkri meðferð lýkur. 2.4 Ekki er þörf á heildstæðri/ sérhæfðri starfsendurhæfingu Dæmi um slíkar aðstæður eru eftirfarandi: a. Ekki er þörf á heildstæðri starfsendur- hæfingu vegna þess heilsubrests sem veldur óvinnufærni. Dæmi um þetta eru: Einstaklingur er að jafna sig eftir beinbrot, liðskiptaaðgerð og aðrar læknisaðgerðir og ná aftur eðlilegri færni. Í flestum tilfellum er ekki þörf á þverfaglegri starfsendurhæfingu við slíkar aðstæður. Sé þörf á sértækari eftirmeðferð, svo sem sjúkraþjálfun er það hluti heilbrigðisþjónustu en telst ekki til verkefna starfsendur- hæfingar. Sama getur átt við um nýleg áföll eða atburði sem hafa áhrif á heilsufar og starfsgetu svo sem ástvinamissi, hjónaskilnað, gjaldþrot o.s.frv. Í þessum tilfellum er ráðlegt að einstaklingar nái vissu jafnvægi áður en huga þarf að þörf fyrir starfsendurhæfingu. Barnshafandi konum er vísað frá ef eingöngu beinar afleiðingar þungunar valda starfsgetumissi. Dæmi um þetta eru grindargliðnun, bakverkir og aðrir þekktir fylgikvillar þungunar. b. Einstaklingur er í vinnu sem svarar til 70% starfsgetu eða í námi umfram 21 ECTS námseiningu á önn. Ekki er mælt með að fólk hætti eða dragi úr virkni í námi eða vinnu eingöngu til að eiga rétt á þjónustu VIRK. Einstaklingar með hátt starfshlutfall eða í miklu námi þyrftu í raun yfir 100% starfsgetu til að taka jafnframt fullan þátt í starfsendur- hæfingu. Einstaklingur sem hefur þurft að minnka við sig vinnu af heilsufarsástæðum og er þar af leiðandi tímabundið í hlutastarfi getur átt rétt á þjónustu VIRK, en starfsendurhæfing miðar þá mark- visst að því að auka verulega vinnugetu viðkomandi einstaklings. c. Áhugahvöt til starfsendurhæfingar, atvinnuþátttöku og/eða náms er ekki til staðar og einstaklingur virðist ekki stefna á vinnumarkað. d. Ef einstaklingur sér sig ekki færast nær vinnumarkaði á næstu 6-12 mánuðum þrátt fyrir aðstoð og stuðning er ekki tímabært að hefja starfsendurhæfingu. Einstaklingur þarf að vera kominn á þann stað að hann sé að stefna markvisst að þátttöku á vinnumarkaði þegar hann kemur inn í starfsendurhæfingu. Starfsendurhæfing getur síðan tekið mislangan tíma og markmið og tímasetningar eru ávallt endurmetnar á starfsendurhæfingartímanum eftir aðstæðum og gangi mála. e. Einstaklingur er ekki óvinnufær vegna heilsubrests og þarf fyrst og fremst aðstoð við atvinnuleit. Bent er á hlutverk og þjónustu Vinnumála- stofnunar og félagsþjónustu sveitarfélaga varðandi aðstoð. 79virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.