Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 80

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 80
EFTIR AÐ HAFA STARFAÐ SEM FÉLAGSRÁÐGJAFI Í RÚM 30 ÁR, HEF ÉG ENN EKKI HITT FYRIR FÓLK SEM VILL EÐA VELUR AÐ LIFA Í FÁTÆKT OG VERÐA ÓVINNUFÆRT. REYNSLA MÍN ER AÐ LANGFLESTIR VILJI LÆRA OG VINNA Á FULLORÐINSÁRUM OG LIFA ÞVÍ SEM ALMENNT ER KALLAÐ MANNSÆMANDI LÍF. EN TIL ÞESS AÐ GETA SVARAÐ ÞVÍ Á FAGLEGAN HÁTT HVORT ÓVINNUFÆRNI LEIÐI TIL FÁTÆKTAR ÞARF AÐ SKILGREINA HUGTAKIÐ FÁTÆKT OG HVAÐ FELST Í ÓVINNUFÆRNI. LEIÐIR LANGTÍMA ÓVINNUFÆRNI TIL FÁTÆKTAR? BJÖRK VILHELMSDÓTTIR félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá VIRK F átækt er oftast skilgreind út frá fjárhagsstöðu fólks, annars vegar sem algild fátækt og hins vegar afstæð fátækt. Algild fátækt er þegar tekjur fólks duga ekki fyrir helstu nauðsynjum svo sem húsnæði, mat og fatnaði. Í Evrópu og þar með talið á Íslandi er fátækt yfirleitt rædd út frá afstæðum fátæktarmörkum. Þá er fólk skilgreint fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum viðmiðunarhóps1. Lágtekjumörk Hagstofu Íslands eru til að mynda tekjur einstaklings og/eða fjölskyldu sem eru undir 60% af miðgildistekjum sambærilegrar einingar. Á árinu 2016 voru 8.8% Íslendinga undir þeim mörkum2. Hugtakið óvinnufærni er notað þegar læknir metur líkamlegt og/eða andlegt ástand fólks það slæmt að það komi í veg fyrir störf á almennum vinnumarkaði. Fólk sem treystir sér ekki til að vinna vegna heilsubrests er því óvinnufært en ekki atvinnuleitendur sem treysta sér til að takast á við ný störf. Ef heilsubrestur er staðfestur af lækni koma til opinberar og eða samningsbundnar greiðslur til að tryggja afkomu einstaklings. Í upphafi nýtir fólk rétt sinn til veikindalauna og greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna en þegar þeim réttindum er lokið taka við sjúkradagpeningar sjúkratrygginga og Fátækt er ekki bara skortur á peningum; það er að fá ekki tækifæri til að nýta færni sína til að lifa mann- sæmandi lífi. Amartya Sen.” að endingu mögulega örorku- og endur- hæfingarlífeyrir almannatrygginga og/eða lífeyrissjóða. Þá geta óvinnufærir mögu- lega átt rétt á fjárhagsaðstoð frá sínu sveitar-félagi, en í ljós hefur komið að ríflega helmingur þeirra sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eru með læknisvottorð um óvinnufærni3. Fátækt tengd færni Hægt er að horfa á fátækt frá fleiri hliðum en fjárhagslegum. Dr. Amartya Sen er indverskur velferðarhagfræðingur sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1998. Eftir áratuga rannsóknir á fátækt, setti hann fram kenningu um tengsl fátæktar og færni einstaklinga. Amartya skilgreinir fátækt svohljóðandi í bók sinni Development as Freedom: Fátækt er ekki bara skortur á peningum; það er að fá ekki tækifæri til að nýta færni sína til að lifa mannsæmandi lífi. (e. Poverty is not just lack of money; it is not having the capability to realize one´s full potential as a human being)4. Með færnikenningu sinni tengir Amartya Sen á áhrifaríkan hátt fátækt við stöðu fólks í samfélaginu. Hann segir að ef fólk fær ekki tækifæri til að nýta hæfileika sína verður fólk ekki það sem það vill vera, lífsgæði þeirra skerðast og þau verða fátæk. 80 virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.