Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 81

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 81
 VIRK Hugmyndir Sens hafa haft veruleg áhrif á velferðarstefnumótun síðustu tvo áratugi þar sem í auknum mæli er reynt að koma í veg fyrir að fólk lendi á jaðri samfélagsins þar sem það upplifir sig félagslega útilokað (e. social exclusion) og þar með fátækt. Vannýtt færni er tap allra Annar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði frá árinu 2001, Dr. Joseph E. Stiglitz, hefur sýnt fram á langtíma færnisskerðingu samhliða fátækt. Rannsóknir Stiglitz sýna að fátækt kemur í veg fyrir að fólk afli sér menntunar og þar með sitji þeir fátæku eftir í samfélaginu og færist fjær þeim sem fá tækifæri á grundvelli menntunar. Stiglitz bendir einnig á að samfélagið fari þann- ig á mis við vannýtta hæfileika fólks og þannig ástand leiði til minni hagsældar þar sem bein tengsl eru milli menntunarstigs þjóðar og framleiðni5. Fyrir vikið verður einstaklingurinn ennig fátækur samkvæmt kenningum Sen þar sem hæfileikar hans eru ekki nýttir. Með áherslum hagfræðinnar á fátækt hefur í auknum mæli verið horft til hins tvöfalda ávinnings, einstaklings og samfélags, sem hlýst af því að gefa fólki tækifæri til að nýta færni sína. Þannig hefur aukin áhersla verið lögð á að veita fólki hlutverk í lífinu með félagslegri þátttöku (e. social inclusion) og koma þannig í veg fyrir félagslega útilokun. Fjárhagsleg fátækt utan vinnumarkaðar Staða á vinnumarkaði hefur talsvert um það að segja hver fjárhagsleg afkoma fólks er. Evrópusambandið hefur tekið saman helstu áhættuþætti fyrir fátækt. Þar kemur skýrt fram að heimili sem eru undir lágtekjumörkum og þar sem fullorðnir eru með minna en 20% atvinnuþátttöku eru í verulegri áhættu á fátækt eða félagslegri útilokun6. Hagstofa Íslands hefur ekki gefið út opinberlega niðurstöður úr Evrópsku lífskjararannsókninni sem stofnunin tekur þátt í, en á Læknadögum 2019 var sagt frá niðurstöðum um mikinn fjárhagslegan mun milli öryrkja og annarra. Munurinn kom skýrast fram þegar spurt var hvort fólk búi við skort á efnislegum gæðum og hvort það gæti látið enda ná saman þar sem öryrkjar sem höfðu engar atvinnutekjur voru margfalt líklegri en aðrir til að skorta efnisleg gæði og ná ekki endum saman. Þá sýnir evrópska lífskjararannsóknin að 40% lífeyrisþega eru á leigumarkaði á meðan hlutfallið fyrir aðra landsmenn er helmingi minna eða 21.5%. Rétt er þó að geta þess að samkvæmt kjarakönnun Eflingar stéttarfélags eru einnig 40% þeirra félagsmanna á leigumarkaði7 þannig að lágtekjuhóparnir fylgjast að hvað þetta varðar, óháð vinnugetu. Hamingja tengd vinnumarkaði Í febrúar 2019 kom til landsins þekktur fyrirlesari og fræðimaður, Vanessa King, sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum8. Hélt hún erindi á ráðstefnunni Hamingja á vinnu- stöðum er alvörumál sem haldin var á vegum VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, Embættis Landlæknis og Vinnueftirlitsins. Í fyrirlestrinum birti hún eftirfarandi mynd, sjá mynd 1, sem sýnir niðurstöður bresku hagstofunnar þar sem lífsánægja er mæld út frá stöðu á vinnumarkaði. Þarna kemur sterkt fram að þeir sem eru á vinnumarkaði telja líf sitt mun ánægjulegra en atvinnulausir og eftir því sem tími atvinnuleysis lengist minnkar lífsánægjan. Svipaðar niðurstöður má sá í fjölda alþjóðlegra Gallup kannana sem mæla lífsánægju með tilliti til atvinnu- þátttöku9. Sama sagan hjá unga fólkinu Samkvæmt norrænum og evrópskum rannsóknum er staða ungmenna sem eru hvorki í vinnu né skóla talsvert slakari en 81virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.