Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 84

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 84
BÓKARÝNI Á EIGIN SKINNI Betri heilsa og innihaldsríkara líf KRISTÍN E. BJÖRNSDÓTTIR sviðsstjóri fjármála hjá VIRK Bókin Á eigin skinni – Betri heilsa og innihaldsríkara líf eftir Sölva Tryggvason kom út í upphafi árs 2019 hjá Sögur útgáfu. Bókin er í kiljuformi, 215 blaðsíður að lengd og skiptist í 20 kafla auk heimildaskrár. Í bókinni lýsir Sölvi því þegar hann missti heilsuna fyrir um áratug síðan. Við tók langt og strangt ferli við að ná heilsu á ný og fjallar bókin um þá vegferð Sölva. Í leiðinni gefur hann bæði þeim sem áhuga hafa á heilbrigðu líferni og þeim sem glíma við einkenni lífsstílssjúkdóma praktískar upplýsingar og góð ráð í átt að betra lífi. Í upphafi bókarinnar er lýsing á aðdraganda þess að heilsa Sölva hrundi, þrautagöngu hans á milli lækna og í kjölfarið leiðinni til bata. Hraður lífsstíll Sölva með tilheyrandi streitu og álagi fór að segja til sín fyrir um tíu árum síðan, bæði líkamlega og andlega og við tók tímabil þar sem ótal læknar rannsökuðu hann til að komast að því hvað amaði að. Sífellt nýjar greiningar kölluðu á alls konar lyf sem þó skiluðu takmörkuðum árangri. Það kom að því að Sölvi ákvað að taka málin í eigin hendur. 84 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.