Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 85

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 85
 VIRK Nálgun Sölva var að lesa fjöldann allan af bókum um heilsu og prófa á sjálfum sér hvort og þá hvað virkaði. Í þessu ferli sem varði næstu árin neyddist hann til að endurhugsa daglegt líf sitt og margoft þurfti hann að taka eitt skref til baka áður en hann komst tvö skref áfram. En það kom loks að því að einbeittur vilji Sölva að ná heilsu skilaði sér í að honum leið vel og hann fann fyrir gleði og þakklæti. Það var svo fyrir um ári síðan að Sölvi fann fyrir mikilli þörf að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem hann hafði viðað að sér á undangengnum árum. Eftir að hafa lesið ótal heilsutengdar bækur taldi hann vanta bók sem fjallaði heildstætt um heilsu og væri allt í senn praktísk, byggð á reynslu og með fræðilegan bakgrunn. Þetta er meginviðfangsefni bókarinnar, þ.e. hvað getum við gert til að bæta heilsuna og þar lýsir Sölvi sínu eigin ferðalagi, sumt sem hann fjallar um hefur hjálpað honum tímabundið, annað er orðið hluti af hans daglegu rútínu. Það sem að mati Sölva skiptir sköpum þegar kemur að því að ná jafnvægi í líkamanum og bættri heilsu eru minni bólgur, jafn blóðsykur og bætt melting og lykilþættir í að koma fyrrgreindum þáttum í lag eru næring, svefn og heilsa. En það er mun fleira sem hefur áhrif á jafnvægi í líkamanum eins og t.d. kæling líkamans, hugleiðsla, rétt öndun, föstur, iðkun þakklætis, góð morgunrútína, rétt bætiefni og fjölmargt fleira. Um þetta allt fjallar bókin skipulega, kafla fyrir kafla, og í lok hvers kafla er mælt með bókum til frekari lestrar fyrir þá sem vilja fara meira á dýptina. Á eigin skinni er vel undirbyggð bók, byggð á áratugs reynslusögu Sölva. Bókin hefst á einlægri frásögn hans af heilsubresti og skrykkjóttri leið til heilsu. Meginefni bókarinnar er umfjöllun um það sem skiptir máli fyrir heilsuna, reynslusögur Sölva og fræðilegar tilvísanir. Meginstefið er að það hentar ekki öllum það sama, við þurfum mögulega að prófa okkur áfram og þess vegna er lýsing Sölva á því sem við getum nýtt okkur á leið til betri heilsu fjölbreytt. Eins og Sölvi segir réttilega í blálok bókarinnar um heilsuferðlagið: „Aðgerðir búa til visku og besti tíminn til að byrja er nákvæmlega núna.“ 85virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.