Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 52
Meðal annars þurfti að útbúa „Jafnréttis-
áætlun“ sem send var til samþykktar til
Jafnréttisstofu sem gaf VIRK eftirfarandi
umsögn;
„Jafnréttisáætlun Virk er virkilega vönduð og
vel unnin og uppfyllir kröfur sem gerðar eru
til slíkra áætlana, vitnað er í jafnréttislög og
gildistími tilgreindur."
Flokka þurfti öll störf og semja viðmið fyrir
hvert starf, ásamt yfir- og undirviðmiðum.
Einnig þurfti að setja prósentur og stig á
starfaviðmið og jafnframt á persónubundna
þætti og segja má að þessi liður sé sá
flóknasti í ferlinu. Síðan voru gögn send til
launagreiningar til hlutlauss aðila, sem sér-
hæfir sig í slíkri greiningu.
Lokaúttekt á jafnlaunakerfi VIRK fór síðan
fram 6. apríl sl. og fékk þá umsögn frá
vottunarstofu að mælt væri með að VIRK
myndi fá jafnlaunavottun og að engin
frábrigði hefðu fundist. Útskýrður kyn-
bundinn launamunur var 1,1% konum í hag
(R2=0,982) sem er glæsileg niðurstaða.
Við erum stolt af því að vera brautryðjendur í
að öðlast ÍST 85:2012 vottun fyrir fyrirtæki af
þessari stærðargráðu. Jafnlaunavottun gerir
VIRK að enn eftirsóknarverðari vinnustað
þar sem jafnrétti og jafnræði ríkir.
Starfsmenn VIRK
Sitjandi frá vinstri: Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir, Alda Jóna Ólafsdóttir, Margrét Helga
Theodórsdóttir, Þórunn Kjaran Gunnarsdóttir, Auður Þórhallsdóttir.
Miðröð frá vinstri: Linda Bára Lýðsdóttir, Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, Hanna Björk
Guðjónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Soffía Eiríksdóttir, Baldína Hilda Ólafsdóttir, Ingibjörg
Soffía Osmo, Þórey Edda Heiðarsdóttir, Svanhvít Vatnsdal Jóhannsdóttir, Vigdís
Jónsdóttir, Ástrún Ósk Ástþórsdóttir, Anna Lóa Ólafsdóttir, Kamilla Hildur Gísladóttir,
Hans Jakob Beck.
Aftasta röð frá vinstri: Eysteinn Eyjólfsson, Ásta Sölvadóttir, Anna Magnea Bergmann,
Freyja Lárusdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðbjörg Róbertsdóttir,
Ingibjörg Loftsdóttir, Svava Óttarsdóttir, Ásta Ágústsdóttir, Níní Jónasdóttir, Kristín
Bjarnadóttir, Íris Judith Svavarsdóttir.
Jafnlaunavottun
gerir VIRK að
enn eftirsóknarverðari
vinnustað þar sem
jafnrétti og jafnræði ríkir.“
52 virk.is