Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 11
Fagið03/03 Víða á Norðurlöndum hefur verið unnið markvisst að því að fjölga karlmönnum í hjúkrunarstéttinni og til þess farið af stað með herferðir, þá sér í lagi á samfélagssíðunni Facebook. Í nýlegu tölublaði breska hjúkrunartímaritsins Nursing Standard er fjallað um bandarísku herferðina „Are you man enough ... to be a nurse?“ Herferðinni, sem er frá árinu 2002, var beint að nemendum allt frá grunnskólum til háskóla þvert yfir Bandaríkin og 14 árum síðar er enn verið að setja sig í samband við fram- kvæmdaraðilana til að fá að nota efni þeirra. Í Bandaríkjunum er hlutfall karl-hjúkrunarfræðinga að meðaltali 7% en 12% í Oregon- fylki, þar sem herferðinni var hleypt af stokkunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun á næstunni setja upp Facebook-síðu um karlmenn í hjúkrun líkt og gert hefur verið í Danmörku og Noregi og og kynna þar fjölbreytt störf karlmanna sem hjúkrunarfræðinga. Markmiðið er að kynna fyrir fólki að hjúkrunar- fræði er spennandi kostur fyrir karla -- ekki síður en konur -- og býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri hér á landi og úti um allan heim.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.