Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 23
FÉlagið02/04 Hjúkrun: Breytingarafl til framtíðar. Árangur - Hagkvæmni er þema Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) árið 2015, sem hjúkrunarfræðingar um allan heim sameinast um á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí. FÉlag íslEnskra hjúkrunarfræðinga boðaði til hátíðarfundar 12. maí þar sem efling öldrunarhjúkrunar var meginviðfangsefni fundarins. Var það vel í anda yfirskriftar fundarins þar sem hjúkrunar- fræðingar eru það breytingarafl sem þarf til að efla hjúkrun aldraðra til framtíðar á árangursríkan og hagkvæman hátt. Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH, setti fundinn. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar efli hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu hér á landi og að árangur og hagkvæmni í þjón- ustunni fengist með aukinni aðkomu þeirra. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, ávarpaði fundargesti og sagði meðal annars að velferðarnefnd myndi fjalla um heilbrigðisþjónustu aldraðra strax í haust og boðaði samráð við hjúkrunarfræðinga um málefnið. Stefna FÍH í hjúkrun aldraðra til 2020 var kynnt. Stjórn fagdeildar og sviðstjóri fagsviðs FÍH hafa unnið að stefnunni undanfarið ár og voru niðurstöðurnar settar fram í skýrslu sem kynnt var á fundinum. Skýrsluna má finna á vefsvæði félagsins. Alls voru flutt fimm erindi sem öll fjölluðu um öldrunarhjúkrun. Hlíf Guðmundsdóttir, formaður fagdeildar öldrunarhjúkrunar- fræðinga, fjallaði um hjúkrunarfræðinga sem leiðandi afl í öldr- unarhjúkrun. Inga Dagný Eydal, forstöðumaður heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, sagði frá reynslu af samvinnu og samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu á Akureyri. Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar, um mat á gæðum þjónustu heimahjúkrunar á heilsugæslunni á Selfossi, út frá gæðavísum RAI- HC. Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra á LSH, ræddi um hlutverk hjúkrunarfræðinga í öldrunarteymum. Hún sagði frá samvinnu samstarfshópa þeirra milli stofnana og þjónustustiga sem sinna öldruðum, ásamt þremur verkefnum á flæðissviði LSH sem hlutu gæðastyrki velferðarráðuneytisins í ár. Erindið Silkistefna, Heilsuhús, forgangsverkefni með öldruðum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.