Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 23
FÉlagið02/04 Hjúkrun: Breytingarafl til framtíðar. Árangur - Hagkvæmni er þema Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) árið 2015, sem hjúkrunarfræðingar um allan heim sameinast um á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí. FÉlag íslEnskra hjúkrunarfræðinga boðaði til hátíðarfundar 12. maí þar sem efling öldrunarhjúkrunar var meginviðfangsefni fundarins. Var það vel í anda yfirskriftar fundarins þar sem hjúkrunar- fræðingar eru það breytingarafl sem þarf til að efla hjúkrun aldraðra til framtíðar á árangursríkan og hagkvæman hátt. Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH, setti fundinn. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar efli hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu hér á landi og að árangur og hagkvæmni í þjón- ustunni fengist með aukinni aðkomu þeirra. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, ávarpaði fundargesti og sagði meðal annars að velferðarnefnd myndi fjalla um heilbrigðisþjónustu aldraðra strax í haust og boðaði samráð við hjúkrunarfræðinga um málefnið. Stefna FÍH í hjúkrun aldraðra til 2020 var kynnt. Stjórn fagdeildar og sviðstjóri fagsviðs FÍH hafa unnið að stefnunni undanfarið ár og voru niðurstöðurnar settar fram í skýrslu sem kynnt var á fundinum. Skýrsluna má finna á vefsvæði félagsins. Alls voru flutt fimm erindi sem öll fjölluðu um öldrunarhjúkrun. Hlíf Guðmundsdóttir, formaður fagdeildar öldrunarhjúkrunar- fræðinga, fjallaði um hjúkrunarfræðinga sem leiðandi afl í öldr- unarhjúkrun. Inga Dagný Eydal, forstöðumaður heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, sagði frá reynslu af samvinnu og samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu á Akureyri. Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar, um mat á gæðum þjónustu heimahjúkrunar á heilsugæslunni á Selfossi, út frá gæðavísum RAI- HC. Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra á LSH, ræddi um hlutverk hjúkrunarfræðinga í öldrunarteymum. Hún sagði frá samvinnu samstarfshópa þeirra milli stofnana og þjónustustiga sem sinna öldruðum, ásamt þremur verkefnum á flæðissviði LSH sem hlutu gæðastyrki velferðarráðuneytisins í ár. Erindið Silkistefna, Heilsuhús, forgangsverkefni með öldruðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.