Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 66
Fagið08/14 „ III stig (mikil teppa) - 30% ≤ FEV1 < 50% af áætluðu „ IV stig (svæsin teppa) - FEV1 < 30% af áætluðu eða FEV1 < 50% af áætluðu og langvinn öndunarbilun (Global initiative for chronic obstructive lung disease, 2015). Þrátt fyrir að þær skemmdir sem komnar eru á lungnavef séu varanlegar er margt hægt að gera og því má alltaf gefa sjúklingum von um bætta líðan. Mögulega meðferðarþætti við LLT má sjá í töflu 3. Mæði er það einkenni sem helst hefur áhrif á líðan lungnasjúklinga og daglegt líf þeirra. Því skiptir miklu máli að meðhöndla hana. Nú þegar hefur verið fjallað um þetta málefni í Tímariti hjúkrunar- fræðinga þar sem góð ráð hafa verið gefin (Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, 2012). röltpróf Á Reykjalundi er hvatt til nýsköpunar í greiningu hjúkrunarvanda lungnasjúklinga og þróun hjúkrunarmeðferðar. Þannig hefur orðið til sérhæfð hjúkrunarþekking. Dæmi um slíka vinnu er klínískt próf, svokallað „röltpróf“, sem er hannað af hjúkrunarfræðingum á Reykjalundi til að meta súrefnisþörf á göngu innanhúss. Þegar sjúklingar koma í lungnaendurhæfingu verður oft mikil breyting á hreyfingarmynstri þeirra, eða frá því að hafa verið í algjörri kyrrsetu yfir í að ganga langar leiðir. Mikilvægt er að fyrirbyggja súrefn- isþurrð við slíkar aðstæður. Röltpróf gefur gagnlegar upplýsingar um súrefnisþörf og áhrif súrefnisfalls á einkenni og líðan sjúklings á göngu á tiltekinni vegalengd. Þessar upplýsingar eru mikilvægar í klínískri vinnu. Gildi röltprófsins hefur verið viðurkennt af lungnateyminu sem „ Reykleysismeðferð „ Endurhæfing „ Mataræði „ Innöndunarlyf (púst, úðavélar) „ Líkamsrækt „ Lyfjameðferð (sýklalyf, steralyf, þvagræsilyf) „ Súrefnismeðferð „ Fræðsla „ Heilbrigður lífsmáti „ Öndunartækni „ Meðferð með öndunarvél (CPAP, BiPAP) „ Skurðaðgerð „ Lungnaskipti (American Thoracic Society/European respiratory society, 2004) taFla 3. Meðferð við langvinnri lungnateppu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.