Morgunblaðið - 01.11.2019, Side 21

Morgunblaðið - 01.11.2019, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 ✝ Erna Kristjáns-dóttir fæddist á Klængshóli í Skíða- dal 21. janúar 1924. Hún lést á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, 17. október 2019. Foreldrar hennar voru Mar- grét Árnadóttir, f. 25. mars 1894, d. 24. ágúst 1980, og Kristján Halldórs- son, f. 20. október 1886, d. 16. febrúar 1981. Erna átti sex syst- ur. Hinn 17. september 1948 gift- ist Erna Kristni Rögnvaldssyni, f. 26. janúar 1913 í Dæli í Skíðadal. Börn þeirra eru: 1) Margrét Birna, maki Haukur Valdimars- son. 2) Snorri Ragn- ar, maki Rannveig Guðnadóttir. 3) Ingibjörg Ragn- heiður, maki Jón Þórarinsson. 4) Kristjana Svandís, maki Jón Baldvins- son. Barnabörnin eru ellefu og barna- barnabörnin eru 24. Erna og Krist- inn bjuggu allan sinn búskap á Hnjúki í Skíðadal. Síðastliðin 22 ár bjó Erna á Dal- vík. Útför Ernu fer fram frá Dal- víkurkirkju í dag, 1. nóvember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Valla- kirkjugarði. Elsku mamma. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Með söknuð í hjarta kveðjum við þig. Margrét og Haukur, Snorri og Rannveig, Ingibjörg og Jón, og Kristjana og Jón. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Nú er kominn tími til að kveðja elsku ömmu Ernu. Hún amma mín var yndisleg og traust kona, það fór ekki á milli mála hversu annt henni var um afkomendur sína. Amma var mikill ljóðaunn- andi og því þótti mér viðeigandi að byrja þessa kveðju á fallegu ljóði henni til heiðurs. Ég mun seint geta komið því í orð hversu heppna ég tel mig vera að hafa fengið að alast upp í sveit- inni með ömmu Ernu og afa Kristni, ásamt foreldrum mínum og systkinum. Ég eyddi mjög miklum tíma með þeim gömlu á meðan yngra fólkið sinnti bú- skapnum, og skildi sú samvera eftir sig margar dýrmætar minn- ingar sem ég mun varðveita út líf- ið. Það er mér líka minnisstætt hversu gaman mér þótti að fá að eyða tíma með þeim ömmu og afa á Hnjúki yfir sumartímann eftir að við fluttum inneftir. Ég saknaði þess að búa á Hnjúki með þeim, og hugsa enn til þess í dag hvað ég vildi óska að við hefðum getað átt meiri tíma saman þar. Það er ekki skrítið, enda gerðum við svo margt skemmtilegt saman á Hnjúki, fórum í berjamó, göngu- túra og dunduðum okkur í garð- inum. Það er margt sem ég mun sakna nú þegar amma Erna er farin. Þá ber helst að nefna símtöl- in á afmælisdaginn, en það brást aldrei að hún hringdi í mann á af- mælisdaginn, og áttum við alltaf yndislegar samræður í hvert skipti. Einnig mun ég sakna þess að fá jólakort frá henni elsku ömmu, en hún gerði kortin ævin- lega sjálf og skrifaði sjálf undir. Þó mun ég vissulega sakna þess allra mest að kíkja í heimsókn til elsku ömmu, sérstaklega um jólin, og fá einn konfektmola. Að sitja hjá henni og spjalla um daginn og veginn, rifja upp gamla tíma frá Hnjúki og fara yfir allt það nýj- asta sem var að frétta. Ansi oft barst talið líka á einhvern hátt að ættfræði, enda var hún amma mín ein sú allra snjallasta í þeim mál- um. Tilhugsunin um að geta aldrei kíkt aftur til ömmu fyllir mann sorg, en á sama tíma yljar maður sér við allar ljúfu minningarnar. Elsku besta amma. Þú sagðir oft við mig þegar ég var yngri að við afi hefðum átt svo sérstakt og dýrmætt samband, sem var alveg rétt hjá þér. En að mínu mati var sambandið okkar, mitt og þitt, al- veg jafn dýrmætt, elsku amma. Ég er svo þakklát fyrir tímann okkar saman, og þá sérstaklega fyrir tímann okkar saman á Hnjúki. Ég er þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér, sem var svo margt. Minning þín mun lifa áfram með okkur afkomendum þínum. Takk fyrir allt, elsku amma, þín verður sárt saknað. Margrét Rún Snorradóttir. Elsku amma. Ég er komin í fínni fötin, þér til heiðurs. Þú varst alltaf svo ótrúlega glæsileg. Með uppsett hárið, í fallegri skyrtu, með hringana þína, hálsmen og kannski fallega silfurnælu. Skæl- brosandi í stólnum þínum. Svo- leiðis mun ég alltaf muna eftir þér. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allar samverustundirnar okkar. Brosið þitt, hláturinn þinn, faðmlögin þín. Yndislegu hrein- skilnina þína og óbilandi réttsýn- ina. Hlýjuna og væntumþykjuna sem stafaði af þér og færði þér vin í hverri manneskju. Þú áttir vini og vinkonur alls staðar sem öll hafa orðið ríkari af því að þekkja þig og minnast þín með sömu hlýju og þú sýndir þeim. Ég er svo þakklát fyrir vinátt- una okkar, elsku amma. Fyrir öll símtölin á flugvellinum í hvert skipti sem ég flaug út til Kanada. Bara rétt til að segja bless. Segja þér frá því hvaða bók ég hefði val- ið mér í fríhöfninni til að lesa, því ég þekkti fáa lestrarhesta sem jöfnuðust á við þig. Þú talaðir um það síðustu jól að þú værir nú eig- inlega hætt að geta lesið en varst svo auðvitað búin að lesa allar bækurnar sem þú fékkst nokkr- um vikum seinna. Við töluðum líka oft um það hvað þú hefðir orðið góður kennari. Þú varst til dæmis alltaf alveg með það á hreinu hvar í heiminum ég skottaðist um, landafræðin hafði verið uppá- haldsfagið þitt. Þú hafðir líka fengið 10 í henni, eins og svo mörgu öðru. Það var fátt sem ekki var hægt að spyrja þig um, og sjaldan kom- ið að tómum kofanum. Allar vís- urnar, öll ljóðin og allir söngtext- arnir sem þú geymdir ásamt öllum hinum hafsjónum. Ég er svo þakklát fyrir öll að- fangadagskvöldin sem við eydd- um saman. Þegar við sungum saman Heims um ból. Eftirréttinn sem við færðum til þín þegar þú treystir þér ekki lengur til að koma. Allar stundirnar í Kirkju- veginum og síðan á Dalbæ. Einna mest er ég svo þakklát fyrir allar samverustundirnar okkar á þessu ári. Þvílík gjöf að geta litið til þín á hverjum degi í smá knús og spjall. Hlusta á tifið í klukkunni og maula smá konfekt. Sneri mér svo við til að halla hurð- inni eftir að hafa kvatt þig og þú veifaðir mér alltaf bless. Sama hvernig dagurinn þinn hafði verið. Elsku amma. Nú ertu komin í sumarlandið til elsku afa. Skilaðu knúsi til hans frá mér. Þykir svo vænt um þig. Góða nótt, elsku amma, og takk fyrir allt. Þín Bergþóra. „Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng“ orti Matthías Jochumsson og núna er elsku Erna amma og langamma farin. Þrátt fyrir tárvot augu og sorg í hjarta er þakklæti mér efst í huga. Ég er þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og allt það góða sem þú kenndir mér: Þegar þú vaktir mig og til- kynntir að ég hefði eignast litla systur, þegar þú passaðir okkur meðan mamma og pabbi voru er- lendis, allt handverkið sem þú gerðir og gafst okkur, samtölin kringum ritgerðarsmíðina um þig, jólaljósauppsetning á Kirkjuveg- inum, matarboð í Hvassaleitinu, veisluhöld í Mosó og svona mætti áfram telja. Síðast en ekki síst er ég þakklátur fyrir að strákarnir mínir, Kristján Magnús, Baldvin Þórir og Kári Snær, hafi fengið að eiga þig sem langömmu, kynnast þér og fá að upplifa hvað þú varst frábær. Allar þessar minningar munu fylgja okkur lífið á enda. Þótt þú berir fegri flík og fleiri í vösum lykla okkar verður lestin lík lokadaginn mikla. (Gísli Ólafsson) Hvíl í friði, elsku amma. Ég bið að heilsa afa. Davíð Ingi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. Þannig kvað séra Valdimar Briem undir lok nítjándu aldar og finnst mér viðeigandi að byrja minningarorð mín um látinn ást- vin á þessum fallega sálmi. Ég get alveg sagt með vissu að Erna Kristjánsdóttir, eða amma Erna eins og ég kallaði hana, var ein af stærstu áhrifavöldum í mínu lífi og ég lærði fljótt að bera mikla virðingu fyrir henni. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið að fá allt í einu fjög- urra ára strákhvolp inn á heimilið, örugglega hálfofvirkan í þokkabót. Og ég get alveg séð fyrir mér að ég hafi verið erfiður biti að kyngja. En fyrir hennar tilstuðlan lærði ég að meta lífið og tilveruna og það hefur klárlega átt sinn þátt í því hvern mann ég hef að geyma í dag. Það að fá að alast upp í sveit og með ömmu, afa, foreldrum og systkinum eru forréttindi og hefur mótað okkur systkinin vel til fram- tíðar. Eitt af því sem við fengum að njóta með ömmu var áhugi hennar á kveðskap en hún var mikill ljóða- unnandi og greip jafnan til þeirra í dagsins önn. Mér er mjög minn- isstætt eitt sinn er verið var að skera laufabrauð á Hnjúki og Jón- ína heitin, systir ömmu, var stödd hjá okkur og þær systur þuldu upp hvert kvæðið á fætur öðru hvor í kappi við aðra. Þetta snart mig mjög mikið, óharðnaðan ungling- inn, og ég lærði að meta ljóð og kvæði til hins ýtrasta. Í seinni tíð þegar kom að því að velja gjafir handa ömmu þá greip ég oftar en ekki til þess að velja góða ljóðabók handa henni því ég vissi að hún kynni að meta hana. Núna, þegar við fylgjum henni lokaskrefin hér á jörðu, er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyr- ir að hafa kynnst ömmu Ernu og fengið að ganga lífsins veg með henni og fengið að njóta hennar visku og lífsreynslu. Nú loks eru þau sameinuð á ný, hjónakornin eftir tuttugu ára að- skilnað og ég veit að þeim líður vel þarna fyrir handan þar sem þau una sér við lestur góðra bók- mennta og við hannyrðir. Takk fyrir allt, elsku amma, minning þín lifir um ókomna tíð. Guðni Þór Ragnarsson. Elsku amma. Það eru svo margar minningar sem fljúga í gegnum hugann á þessum tíma. Svo margt sem mað- ur hefur lært frá þér með því að alast upp með ykkur afa á sama stað. Eitt sem rifjast fyrst og fremst upp er þegar við Svanberg bróðir sungum inn á kassettu handa þér og þú hikaðir ekki við að spila hana þegar okkur leið eitthvað illa. Þarna hef ég verið um sex ára ald- ur og Svanberg um níu ára. Ég er ekki að segja að maður hafi alltaf kunnað textana, en þá raulaði maður bara fyrir munni sér laglín- una til að fá þig til að brosa. Og fá svo að vita eftir andlát þitt að kas- settan var búin að vera á náttborð- inu hjá þér í þó nokkuð langan tíma fær mig til að klökkna. Að setja kassettuna í tæki (á þessum tíma) og heyra þig syngja með okkur er ein kærasta minningin um þig, elsku amma. Nú ertu komin á besta staðinn, á stað þinn við hliðina á afa. Nú getið þið gengið bein í baki og haldist í hendur inn í framtíðina. Ég elska þig amma mín og ég bið að heilsa afa. Saknaðarkveðjur, Ásta Sigurbjörg Snorradóttir. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Minningarnar flæða fram og margs er að minnast þegar maður sest niður og minnist ömmu. Það má því kannski segja að það sé við- eigandi að fyrsta minning mín sé tengd henni. Þá sit ég í fanginu á henni í eldhúsinu á Hnjúki logandi hræddur við gömlu olíueldavélina. Úti geisaði stormur og oft sló ofan í strompinn þannig að einstefnu- lokinn í eldavélinni hreyfðist og var það nóg til að gera mig laf- hræddan, enda bara á þriðja árinu. Það að hafa alist upp í sveit og í stórfjölskyldu er að mínu mati for- réttindi sem við systkinin fengum. Það var margt sem við lærðum af því að hafa alist upp með ömmu og afa. Maður lærir ekki að meta það til fulls fyrr en maður kemst á full- orðinsárin sjálfur og sér hversu gott það var. Þó svo að margar minningar sé hægt að telja upp er það svo sem ekki ætlunin í þessum fáu orðum. Hins vegar er ekki hægt annað en að minnast á væntumþykju henn- ar í garð afkomenda sinna og fjöl- skyldna, hún skein í gegn hjá henni. Alltaf var hún að spyrja hvernig fólkið sitt hefði það og hvort allir væru ekki frískir. Lítið dæmi um það og fastur liður var að fá símtal frá henni á afmælisdag- inn, þess mun ég sakna. Elsku amma, takk fyrir allt, þegar fram líða stundir munu fal- legar og góðar minningar koma í stað sorgarinnar sem nú er í hjart- anu. Til minningar um þig fæ ég mér konfektmola. Svanberg Snorrason. Elsku amma. Takk fyrir allt. Takk fyrir að láta manni líða eins og duglegustu konunni á þessari jörð, í hvert sinn sem maður spjallaði við þig. Takk fyrir að hafa endalausan áhuga á öllu sem ég og mínir tók- um okkur fyrir hendur. Takk fyrir að hafa endalausan tíma til að spjalla um allt milli himins og jarð- ar og takk fyrir að sýna börnunum mínum alla þessa umhyggju, hlýju og ást. Fyrir þig verð ég ævinlega þakklát. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga (Höf. ókunnur) Þín Brynhildur. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson) Þegar ég var 10 ára fór ég eins og oft áður í heimsókn með mömmu til Ernu móðursystur minnar á Hnjúki í Skíðadal. Mikil eftirvænting og spenna lá í loftinu því ég vissi að mamma ætlaði að spyrja systur sína hvort ég mætti vera hjá henni og fjölskyldu henn- ar í sveit um sumarið. Systurnar sátu í eldhúsinu og spjölluðu og ég kom aftur og aftur í eldhúsglugg- ann og spurði mömmu hvort hún væri búin að spyrja. Að lokum kom svarið, og já, ég mátti verða eftir. Ég varð himinlifandi og naut mín svo í sveitinni, að um haustið þegar ég kom heim aftur skældi ég dögum saman, ég saknaði svo kálfanna, fjallanna, árinnar og allra á Hnjúki. Þetta var fyrsta sumarið af sjö sem ég var á Hnjúki hjá Ernu og Kristni og alltaf var jafn dásamlegt að koma þangað. Erna og Kristinn sýndu þessari stelpu úr bænum endalausa þol- inmæði og gættu mín fyrir hætt- um sem ég þekkti ekki úr bæjarlíf- inu. Þegar ég var orðin fullorðin reyndi ég að koma sem oftast í sveitina mína og heimsótti svo Ernu á Dalvík eftir að hún flutti frá Hnjúki. Ég eignaðist tvo syni og fékk sá yngri nafnið Kristinn Ari í höfuðið á Hnjúkshjónunum sem voru mér svo dýrmæt eins og sumrin mín í sveitinni. Sumrin í Skíðadal voru, og verða alltaf, engu lík og mun ég búa að kærleika Ernu móðursyst- ur minnar alla ævi. Elsku mamma mín, sem nú kveður síðustu systur sína, ég veit að sorg þín er mikil en við finnum huggun í því að nú er Erna frænka í eilífu sumri í yndislegu sveitinni sinni. Elsku Gréta og Haukur, Snorri og Rannsý, Kidda og Jón, Lilla og Jón og fjölskyldur, þið eruð mér sem minn annar systkinahópur og ykkur öllum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Margrét Birna Sigurbjörnsdóttir. Fallin er frá Erna Kristjáns- dóttir að loknu löngu og gifturíku ævistarfi. Erna var gift móður- bróður mínum Kristni Rögnvalds- syni frá Dæli. Á Hnjúki í Skíðadal bjuggu þau heiðurshjónin mynd- arbúi alla sína starfsævi. Hnjúkur stendur austanmegin ár og dreg- ur nafn sitt af Hamrahnjúknum sem rís beint á móti. Á Þverá, vestan árinnar, bjuggu foreldrar mínir og var því stutt á milli bæj- anna og töluverður samgangur. Í minni bernsku, kringum 1960, var samfélagið í Skíðadalnum töluvert stærra en nú. Búið var á átta bæjum og íbúafjöldinn milli 50 og 60, þar af meira en helm- ingur börn. Bændur dalsins, karl- ar og konur, voru ungir, meðalald- ur þeirra var vel innan við 40 ár. Um það bil ein öld er nú liðin síðan það fólk fæddist og þá var enn fjölmennara í Skíðadalnum. Á manntali 1920 var 101 íbúi á 13 jörðum. Þrátt fyrir fólksfækkun ólst þessi „nýja“ kynslóð upp í anda bjartsýni og félagshyggju og von um batnandi afkomu. Ung- mennafélagið Skíði byggði skóla- og samkomuhús á Þverá og þar fengu börn dalsins sína grunn- menntun allt fram undir 1950. Fé- lagsstarf og samkomuhald var líf- legt, unnið að skógrækt og íþróttir iðkaðar. Þessir ungu bændur dalsins voru af kynslóðinni sem skipti út hestum og amboðum fyr- ir bíla og afkastamikil tæki til bú- verka. Erna varð þeirra síðust til að kveðja. Ég er þakklátur fyrir að hafa alist upp meðal alls þess góða fólks sem byggði dalinn á þeim ár- um og fyrir kynni og nánd við fólk á borð við Ernu og Kristin á Hnjúki. Ég minnist margs sem þeim og börnum þeirra tengdist á mínum uppvaxtarárum, sumt við leik og annað í starfi. Það var gaman að hitta á Kristin á Hnjúki við ána á rigningardögum þegar ekki viðraði til heyskapar. Sjá hann sveifla voldugri bambus- stönginni kunnáttusamlega og renna fyrir bleikju í Steinboga- hylnum. Nú þegar þessar línur eru settar á blað hefur veturinn komið með hvelli. Það dregur fram í hugann myndir úr bernsk- unni frá gagnkvæmum jólaboðum milli bæjanna á Þverá og Hnjúki, fyrir tíma „Laxárrafmagns“ og síma. Veður og færð var ekki allt- af upp á það besta og fyrir kom að farið var á skíðum eða gangandi þvert yfir ísilagða ána í snjókomu og frosti. En alltaf var hlýtt í eld- húsinu á Hnjúki. Ilmur af kakói og bakstri á borðum og vinarþel og væntumþykja lá í loftinu. Eftir kaffi og kræsingar var spilað í stofunni þar sem uppstoppuðu fálkarnir tveir rýndu hvasseygir yfir axlir spilaranna. Þetta voru gleðistundir sem og margar aðrar í félagsskap fólksins á Hnjúki. Erna var glaðvær og greind kona, vel að sér og dugnaðarfork- ur eins og hún átti kyn til. Vinsæl og vinaföst var hún og fylgdist einkar vel með öllu sínu fólki, jafnt tengdu sem skyldu og kunni skil á flestu sem varðaði samfélagið í nútíð og fortíð. Hún var fróð og minnug á allt er varðaði fólkið í dalnum, ættir þess, uppruna og afdrif. Hana var ávallt gaman að hitta. Handtak hennar var þétt og faðmlagið hlýtt. Ég minnist Ernu og þeirra hjóna með mikilli virðingu og þakklæti fyrir langa og góða sam- fylgd. Við Valdís vottum aðstand- endum hennar innilega samúð. Vignir Sveinsson. Erna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.