Morgunblaðið - 30.11.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 30.11.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 20% afsláttur Allt að fimmtudag, föstudag og laugardag Kringlunni - michelsen.is BLACK FRIDAY Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jólahátíð fatlaðra verður á Hilton Reykjavík Nordica næstkomandi miðvikudagskvöld og er gert ráð fyr- ir um 2.000 gestum víða að. André Bachmann hefur staðið fyr- ir skemmtuninni frá byrjun og í samvinnu við hótelið undanfarin ár. „Umfangið hefur breyst mikið frá því ég byrjaði með fyrstu skemmt- unina í Kassagerðinni,“ segir hann og bendir á að hann hafi viljað gleðja fjölfatlaðan son vinar síns með þess- um hætti. „Þá var ég bara einn á sviði með hljómsveit minni og 40 til 50 gestir, en undanfarin tvö ár hafa mætt um tvö þúsund manns og ég geri ráð fyrir svipuðum fjölda í ár.“ Margir af landsbyggðinni Í fyrstu voru gestir einkum úr borginni en nú koma þeir víða að eins og til dæmis frá Sólheimum, Selfossi, Suðurnesjum og Akranesi. „Þetta er bara skemmtilegt,“ segir André um þennan fasta viðburð í desember. Formleg dagskrá hefst klukkan 19.30 en húsið verður opnað klukku- tíma fyrr. Jóhannes Guðjónsson leikur á píanó í anddyri og skóla- hljómsveit Árbæjar og Breiðholts leikur létt lög frá klukkan 18.45. Fram koma ýmsir skemmtikraftar og tónlistarmenn. Þar má nefna Ladda, Sveppa, Birgittu Haukdal, Pál Óskar, Steinda, Heiðu Ólafs, Maríu Ólafsdóttur, Geir Ólafs, Ingó Veðurguð, Dimmu, Fókus-hópinn, Jógvan og Með okkar augum. Kynn- ar verða Sigmundur Ernir og Með okkar augum. Dagskránni lýkur um klukkan 21.30. Morgunblaðið/Eggert Skemmtun Sveppi skemmti á jólahátíð fatlaðra fyrir tveimur árum og verður á sínum stað á miðvikudagskvöld. Gestir víða að hjá fötluðum Framkvæmdir standa nú yfir við nýtt fjölnota íþróttahús ÍR í Mjódd og var stálgrind þess reist á dögunum. Nýja húsið mun bæta íþróttaaðstöðuna í Breiðholti til muna. Húsið verður rúmir 4.300 fermetrar að stærð og samanstendur af fjölnota íþróttasal sem er á stærð við hálfan knatt- spyrnuvöll auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþrótt- ir. Hliðarbygging verður tæpir 1.300 fermetrar. Áætlaður kostnaður er 1,2 milljarðar króna. Morgunblaðið/Hari Nýtt íþróttahús ÍR tekur á sig mynd í Mjódd Seltjarnarnesbær þarf, skv. sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær, ekki að greiða ríkinu 102 millj. króna kr. vegna byggingar lækn- ingaminjasafns á Nesinu. Lækna- félag Íslands, Seltjarnarnesbær og ríkið hófu framkvæmdir við safn- hús 2007 sem lögðust af þegar ljóst varð að kostnaður yrði meiri en ráðgert var. Ráðgert var að Sel- tirningar legðu 110 millj. kr. í púkkið. Nýlega krafðist ríkið þess að Seltirningar greiddu ríkissjóði sitt framlag, sem var neitað enda hefði bærinn aldrei leyst húsið til sín. Var þá leitað til héraðsdóms og þannig fékkst niðurstaða. Á sl. ári auglýsti Seltjarnarnesbær safn- húsið til sölu, sem deilt var um hvort mætti. Af því spunnust deilur. Seltjarnarnesbær sýknaður Seltjarnarnes Lækningaminjasafnið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Biðla þarf til almennings að skjóta ekki flugeldum eða brenna blys inni í íbúðahverfum, að sögn Gunnars Guðmundssonar lungnalæknis. „Ég bý á Seltjarnarnesi og þar hikar fólk ekki við að fara rétt út fyr- ir dyr og kveikja í risastórum flug- eldum,“ sagði Gunnar. „Af þessu verður gríðarlega mikil mengun og fólk stendur mjög nálægt þessu. Við vitum ekki um langtímaáhrifin af þessari mengun, sérstaklega á lítil börn. Það er alltaf að skýrast betur og betur að lungun okkar vaxa og þroskast til 20 ára aldurs. Margt get- ur truflað þennan vöxt og þroska. Nú eru menn að velta því fyrir sér hvort svona gífurleg mengun, þótt hún sé í mjög stuttan tíma, geti haft lang- tímaáhrif. Við bara vitum það ekki.“ Hann telur mikilvægt að halda börn- um fjarri mestu flugeldamenguninni vegna mögulegra áhrifa hennar. Gunnar sagði það hafa verið gott skref hjá mörgum sveitarfélögum í fyrra að afmarka flugeldaskotsvæði í almenningsgörðum og á opnum svæðum. „Okkur langar að biðla til sveitar- félaga að birta upplýsingar um hvar séu góðir staðir til að skjóta flugeld- um svo það sé ekki verið að gera þetta alveg ofan í húsum fólks. Það er strax betra ef þetta hverfur úr íbúðahverfunum,“ sagði Gunnar. Erfitt fyrir lungnasjúklinga Hann segir að lungnasjúklingar séu byrjaðir að undirbúa áramótin. Þeir passi sig að eiga nóg af lyfjum og séu farnir að kvíða því að geta ekki notið lífsgæða eins og að fara út og að vera með öðru fólki vegna loft- mengunar. Hann segir að flugeldaskothríð í íbúðahverfum valdi því að fólk með lungnasjúkdóma geti ekki opnað glugga eða verið úti. Þannig einangr- ist þetta fólk. Það flýi jafnvel þangað sem ekki er flugeldamengun um ára- mótin. „Flugeldamengunin verður alveg gífurleg og við höfum sett Evr- ópumet í mengun! Fólk finnur al- mennt til samkenndar með lungna- sjúklingum og hefur áhuga á að breyta þessu,“ sagði Gunnar. Auk mikillar loftmengunar af völdum flugelda nefndi Gunnar að þeim fylgdi óhemju mikið rusl, ekki síst plastmengun sem nú er reynt að takmarka. Hann segir að ekki megi gleyma því að flutt séu inn um 600 tonn af flugeldum og að það brenni ekki nærri því allt. Halda á börnum frá flugeldamengun  Lungnalæknir segir að lungun þroskist til 20 ára aldurs  Ekki er vitað um langtímaáhrif flugelda- mengunar  Sveitarfélög skilgreini flugeldaskotsvæði  Lungnasjúklingar farnir að gera ráðstafanir Morgunblaðið/Hari Flugeldar Þeim fylgir loftmengun sem lungnasjúkir finna mikið fyrir. Alls 58 manns leituðu frá því klukk- an 20 í fyrrakvöld til jafnlengdar í gær á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa. Hálka lá víða yfir götum og gangstéttum á höfuð- borgarsvæðinu sem varð til þess að fólk datt; sumir fótbrotnuðu, aðrir báru fyrir sig höndina í fallinu og brotnuðu og einnig var nokkuð um að fólk dytti og fengi höfuðhögg, þung sem létt. Engin þessara óhappa teljast þó alvarleg, sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækn- ir bráðalækninga, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Hingað á bráðamóttökuna komu margir í morgunsárið; fólk sem datt í hálkunni á leiðinni í vinnu eða skóla. Þetta var mjög annasamur dagur. Sem betur fer leituðu marg- ir þó til heilsugæslunnar með meiðsli sín sem kom í veg fyrir að álagið hér yrði mjög mikið. Við þurftum til dæmis ekki að kalla til viðbótarmannskap eins og stundum gefur gerst á hálkudögum, sem við þekkjum svo vel hér á bæ,“ segir Jón Magnús. sbs@mbl.is Nær 60 á sjúkrahús vegna hálkuslysa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.