Morgunblaðið - 30.11.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.11.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Hvítari tennur – bjartara bros NuPearl®32x Advanced Teeth Whitening er sérlega auðvelt í notkun. Mjúkur sílikon gómur, Led ljós, hvíttunarefni og hvíttunarpenni saman í kassa og svo er hægt að kaupa áfyllingar Náttúruleg innihaldsefni og jurtir. ■ Getur hvíttað um allt að 8 tóna ■ Lýsir bletti á tönnum sem myndast með árunum vegna kaffdrykkju, reykinga, víns ofl. ■ Öruggt fyrir glerunginn og extra milt vegna náttúrulegra innihaldsefna og jurta. ■ Hentar einnig viðkvæmum tönnum ■ Mælt með af tannlæknum ■ Inniheldur ekki: latex, parabena, súlföt, natríum flúoríð, Triclosan, PEG/PPG, Salicylate, gervi litar- eða bragðefni og glúten. Inniheldur ekki peroxíð og hentar því einnig vel fyrir viðkvæmar tennur. Sölustaðir: Flest apótek & Fjarðarkaup. Þó að rök hnígi gegn því að ráðastí svokallaða borgarlínu er henni nuddað áfram og veruleg hætta orð- in á að ráðist verði í framkvæmdina, sem áætlað er að kosti óheyrilegar fjárhæðir, og er þá ekki einu sinni reiknað með framúrkeyrslunum sem allar líkur eru á.    Þórarinn Hjalta-son umferðar- verkfræðingur ritaði um umferðar- ástandið í Reykjavík í vikunni og benti á að hægt væri að fara mun hagkvæmari leiðir til að laga um- ferðina. „Áætlaður kostnaður við full- gerða borgarlínu er 70 milljarðar kr. Ódýrt hraðvagna- kerfi upp á 15-25 milljarða kr. myndi gera nánast sama gagn og valda mun minni umferðartöfum á fram- kvæmdatíma. Í samgönguáætlunum fyrir borgarsvæði af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið er sjaldgæft að gert sé ráð fyrir umfangsmiklu sérrými fyrir hraðvagna,“ skrifar Þórarinn.    Bæjarstjórn Seltjarnarness sam-þykkti í vikunni samkomulag um samgöngumál á höfuðborgar- svæðinu, þar með talda borgarlínu. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, sýndi hins vegar ábyrga afstöðu, lagðist gegn sam- þykktinni og benti á að áætlanir um „heildarkostnað og fjármögnun væru í besta falli óljósar og engin umræða hefði farið fram um rekstr- arforsendur og rekstrarkostnað Borgarlínunnar.“    Hvernig ætla bæjar- og borgar-fulltrúar sem styðja þetta að útskýra það fyrir kjósendum þegar fjárhagsáætlanir bregðast eða ár- angurinn af öllu saman verður hinn sami og af viðbótarfjárveitingum til strætó, sem sagt enginn? Þórarinn Hjaltason Óábyrg samþykkt STAKSTEINAR Magnús Örn Guðmundsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun í næsta mánuði sækja tvo við- burði í útlöndum, þ.e. í Berlín og Madríd, ásamt föruneyti. Fyrir- huguð ferðalög voru kynnt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn og urðu tilefni gagnrýni. Fyrri ferð borgarstjóra er til Ber- línar, þar sem hann mun taka þátt í mótttöku og verðlaunaathöfn Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna 6. og 7. desember. Með í för verður Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir, lagði fram bók- un og sagði m.a: „Reykjavíkurborg er að verða stærsti skemmtistaður í heimi fyrir borgarstjóra og útsvars- greiðendur borga brúsann. Nú þeg- ar er búið að samþykkja 135 milljóna útgjöld frá borginni vegna þessa verkefnis.“ Hún bætti við að nú væri ekki verið að hafa áhyggjur af kolefnislosun sem talað væri um af miklum móð vegna þeirra sem not- uðu fjölskyldubílinn á götum Reykjavíkur. Þá er fyrirhuguð þátttaka borgar- stjóra í Loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Madríd 9. til 11. desember. Með í för verða Pétur Krogh Ólafsson aðstoðarmaður og Líf Magneudóttir, formaður um- hverfis- og heilbrigðisráðs. Vigdís var áfram í bókunarham: „Hér birtist hræsnin í sinni tærustu mynd. Nú stendur til að fleiri hundr- uðum manna ef ekki þúsundum stigi upp í flugvélar og fljúgi til Madríd á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna til að funda um loftslagsmál. Þarna kristallast „við“ og „þið“. Þessir „við“/elítan, ferðast um heim- inn eins og enginn sé morgundagur- inn til að ákvarða álögur á almenn- ing sem lifa hefðbundnu lífi og leyfa sér af og til að ferðast.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, bókaði m.a- .að henni þætti það bruðl að borg- arbúar ættu að kosta þrjá ein- staklinga á loftslagsráðstefnu. sisi@mbl.is „Hræsnin birtist í sinni tærustu mynd“ Dagur B. Eggertsson Vigdís Hauksdóttir  Utanferðir borgarstjóra gagnrýndar Brekkuþorp í Mjóafirði var í gær tengt við ljósleiðara og þar með eru allir byggðarkjarnar landsins komnir í samband við þessa mikilvægu þjóð- braut fjarskiptanna. Mjófirðingar, undir forystu Sigfúsar Vilhjálms- sonar, fögnuðu þessum tímamótum með athöfn í gær. Ljósleiðaravæðing í dreifbýli hefur gengið mjög vel á síð- ustu árum með verkefninu Ísland ljóstengt, sem fjarskiptasjóður hefur umsjón með. Með styrkjum til sveit- arfélaga hefur verið unnið frá 2016 að því að tengja ljósleiðara í allar byggð- ir og sveitabýli landsins. Verkefnið í Mjóafirði var unnið í samstarfi fjarskiptasjóðs, Neyðar- línunnar, Rarik, Mílu, Fjarðabyggðar og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Ljós- leiðarinn leysir af hólmi fjallastöð fjarskipta og loftlínu rafmagns. „Það var orðið tímabært að tengja ljósleið- ara hingað og ánægjulegt að ljúka hringnum hér,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra fjarskipta- mála, í Mjóafirði í gær. Fjarskiptasjóður og Neyðarlínan ohf. sömdu nýlega um allt að 70 m.kr. framlag sjóðsins til verkefna sem miða að uppbyggingu fjarskipta- innviða utan markaðssvæða. Lagning ljósleiðara til Mjóafjarðar og hring- tenging byggðarlaga eystra falla und- ir þetta samkomulag. Undir sömu formerkjum á svo að leggja ljósleið- ara yfir Kjöl. sbs@mbl.is Ljósleiðarinn kominn í Mjóafjörð  Allir byggðarkjarnar landsins nú tengdir upplýsingahraðbrautinni Ljósið Sigfús á Brekku og Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.