Morgunblaðið - 30.11.2019, Page 16

Morgunblaðið - 30.11.2019, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Hin fullkomna þrenna Meltingarensím tryggja góða meltingu og geta komið í veg fyrir ýmiskonar meltingarvandamál og kvilla því tengdu. Vel samsett boost, einu sinni á dag, eykur orkuna, kemur meira jafnvægi á blóðsykurinn. Candéa Byggir upp og kemur jafnvægi á þarmaflóruna. Öflugt fyrir ónæmiskerfði og vinnur á candéa sveppnum. Betri melting Aukin orka Öflugra ónæmiskerfi Meltingin og þarmaflóran er grunnur að góðri heilsu Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæplega 80 nýjar íbúðir hafa selst á nokkrum miðborgarreitum síðan í byrjun september. Miðað við að hver íbúð kosti 50 milljónir er söluverð- mætið um 4 milljarðar króna. Fyrstu íbúðirnar komu í sölu á Frakkastígsreit í árslok 2017 og hafa síðan selst á fjórða hundrað íbúðir á nokkrum reitum. Slíkt fram- boð íbúða í efri verðflokkum í mið- borginni á svo skömmum tíma er án fordæma í sögu borgarinnar. Á móti kemur að íbúðum hefur í einhverjum tilvikum fækkað með niðurrifi. Má þar nefna fjölbýlis- húsið Hverfisgötu 42 en það hús var við hlið Samhjálparhússins. Fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag að verktakar hefðu lækkað verð íbúða í miðborginni. Virðist það hafa hreyft við markaðnum. Eftir söluna í haust er búið að selja hátt hlutfall íbúða á Hverfis- götu 96-98, Frakkastígsreit og á Höfðatorgi. Þá er búið að selja um helming íbúða á Brynjureit og tæp- an fjórðung á Hverfisgötu 85-93. Helmingurinn verið seldur Á Hafnartorgi við Arnarhól er búið að selja helming íbúða en þær eru almennt dýrari en íbúðirnar við Hverfisgötu. Þá er búið að selja 19 íbúðir í tveimur nýjum fjölbýlis- húsum á Kirkjusandi. Reiturinn er skilgreindur sem miðborgarsvæði en hann er á jaðri þess. Uppbygging 70 íbúða á Austur- höfn er langt komin en þar sem upp- lýsingar um hlutfall seldra íbúða er ekki gefið upp á söluvef verkefnisins eru þær ekki taldar með hér. Þær íbúðir eru markaðssettar sem lúxusíbúðir og verðið eftir því. Þá eru íbúðir á Hlíðarenda mark- aðssettar sem miðborgaríbúðir en þær eru heldur ekki taldar með hér. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í síðustu viku höfðu þá selst um 120 íbúðir á E-reit og F-reit á Hlíðarenda. Á reitum C, D, E og F verða um 670 íbúðir. Samanlagt hafa því selst 430 íbúðir í miðborginni og á Hlíðar- enda. Við það má bæta að íbúðir í Efstaleiti, sem einnig eru skil- greindar sem miðborgaríbúðir, hafa selst vel. Þar hafa selst um 300 íbúð- ir en síðasti áfanginn kemur til af- hendingar næsta sumar. Milli 600 og 700 þúsund Samanlagt hafa því selst 730 íbúð- ir á miðborgarreitum, Hlíðarenda og í Efstaleitinu á síðustu misserum. Almennt eru íbúðirnar vandaðar og húsin með bílakjallara. Rætt er um að algengt meðalverð í Efstaleit- inu sé um 650 þúsund á fermetra en nær 700 þúsund krónum í miðborg- inni. Fermetraverðið getur verið enn hærra á minnstu íbúðunum. Með verðið og fjölda seldra íbúða í huga verður markaðurinn að teljast hafa verið nokkuð líflegur. Horfa til eiginfjárlána Pálmar Harðarson, fram- kvæmdastjóri Þingvangs, sem byggir m.a. Brynjureit, segir verk- taka bíða eftir útfærslu boðaðra hlutdeildarlána. Ef lánin verði veitt til kaupa á íbúðum sem þegar hafa verið byggðar geti það haft örvandi áhrif á markaðinn. Bankar láni nú fyrst og fremst til smíði félagslegra íbúða sem aftur muni koma niður á framboði annarra íbúða eftir 1-2 ár. Seldu 80 miðborgaríbúðir í haust  Verðlækkun á nýjum íbúðum í miðborginni virðist hafa örvað sölu verktaka á undanförnum vikum  Samtals hafa um 730 íbúðir selst á miðborgarreitum, Hlíðarenda og í Efstaleiti á síðustu misserum 3 4 13 6 8 9 10 15 16 14 11 18 19 26 25 20 22 23 27 1 7 21 2 12 Óseldar íbúðir í miðborg Reykjavíkur Salan síðan í júní og hlutfall seldra íbúða* Kortagrunnur: Stamen *Samkvæmt söluvefjum 28.11. 2019. **Heimildir: Kynningarefni borgarstjóra, fréttasafn Morgunblaðsins, kynnt deiliskipulag. 17 24 Væntanlegt** U.þ.b. fjöldi 14 Austurhöfn við Hörpu 70 15 Borgartún 41 30 16 Hverfi sgata 88-92 30 17 Ingólfstorg 16 Samtals 146 Dæmi um verkefni í bið eða á teikniborðinu U.þ.b. fjöldi 18 F-reitur Kirkjusandi 30 23 Héðinsreitur 330 19 Annar íb.turn á Höfðatorgi 100 24 Snorrabraut 60 49 20 Borgartún 24 65 25 Frakkastígur 1 20 21 Borgartún 34-36 86 26 Guðrúnartún 100 22 Vesturbugt 176 27 Byko-Steindórsreitur 80 Samtals 1.036 Íbúðir í söluferli Fjö ld i Se ld ar 26 .6 . 2 01 9 Se ld ar 4. 9. 2 01 9 Se ld ar 28 .11 . 2 01 9 Se lda r síð an 4. 9. Hl ut fa ll se ld ra íb . Ós el da r í b. 1 Höfðatorg 94 64 67 77 10 82% 17 2 Stuðlaborg, Kirkjus. 77 6 11 12 1 16% 65 3 Frakkastígsreitur 68 37 52 59 7 87% 9 4 Hverfi sgata 85-93 70 10 17 24 7 34% 46 5 Hverfi sgata 94-96 38 16 19 24 5 63% 14 6 Hafnartorg 70 22 31 35 4 50% 35 7 Brynjureitur 70 0 0 34 34 49% 36 8 Klapparstígur 30 11 8 11 10 -1 91% 1 9 Klapparstígur 28 4 0 1 1 0 25% 3 10 Tryggvagata 13 38 25 27 27 0 71% 11 11 Borgartún 28 21 0 0 0% 21 12 Sólborg, Kirkjusandi 52 7 7 13% 45 13 Hverfi sgata 84 og 86 6 0 0 0% 6 Samtals 619 188 236 310 74 50% 309 5 Morgunblaðið/Eggert Brynjureitur Ein af smærri íbúðunum sem eru í sölu á reitnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir hugmyndir um að hlut- deildarlán muni bjóðast fólki sem hafi ekki átt íbúð í nokkur ár. Með því muni lánin bjóðast þeim sem misstu íbúðir í hruninu. Hlutdeildarlánin eru einnig nefnd eiginfjárlán en með þeim lán- ar ríkissjóður vaxtalaust lán til fyrstu kaupenda. Fram kom í samtali við Ásmund Einar Daðason, félags- og barna- málaráðherra, í Morgunblaðinu í fyrradag að ekki sé búið að ákveða hámarksfjárhæð lánanna. Þá hafi ekki verið ákveðið hvort lánin renni eingöngu til nýbygginga sem flokk- ast sem hagkvæmt húsnæði. Því er erfitt að meta áhrifin og umfangið á þessari stundu. Ríkið endurheimtir hlutann Hugmyndin er að ríkið endur- heimti lánsféð að tilteknum tíma liðnum við sölu íbúðarinnar. Til dæmis eftir aldarfjórðung. Ragnar Þór segir til skoðunar að eiginfjárlánin verði veitt til kaupa á íbúðum sem komu á markað frá og með tiltekinni dagsetningu. Með því geti lánin nýst til kaupa á íbúðum sem eru tilbúnar til afhendingar. Hlutdeildar- lánin verði víta- mínsprauta fyrir byggingarmark- aðinn. Þau geti því skapað verk- efni fyrir iðn- aðarmenn nú þegar niður- sveifla sé hafin í hagkerfinu. Þannig geti lánin verið tæki til sveiflujöfnunar. Hámark til skoðunar Huga þurfi að því að úrræðið þrýsti ekki upp fasteignaverði. Það sé eitt af því sem starfshópur ráðherra hafi til skoðunar. „Við viljum skapa hvata fyrir verktaka til að byggja réttar gerðir íbúða. Við erum því að skoða að setja hámark á hversu mikið tveggja, þriggja og fjögurra her- bergja íbúðir mega kosta. Þannig megi koma í veg fyrir að lánin ýti undir brask og sölu íbúða sem þess- ir hópa eru ekki að kalla eftir. Ef það væri til dæmis aðeins eitt há- mark, segjum 45 milljónir, gæti það skapað mikið framboð nýrra íbúða á því verði,“ segir Ragnar Þór. Fólk sem missti íbúðir fái lánin  Hlutdeildarlánin mögulega útvíkkuð Ragnar Þór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.