Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 30

Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin Er ráðlegt að fela stofnun sem ræður ekki fullkomlega við núverandi verkefni sín meiri völd? Er ráðlegt að fela stofnun sem ræður ekki fullkomlega við núverandi verkefni sín meiri völd? Upphaflegur til- gangur Embættis ríkisskattstjóra (RSK) var að hafa yfirumsjón með skattlagningu í landinu og vera skattstofum til halds og trausts en skattstofurnar heyra nú til liðinni tíð. RSK hefur yfirtekið verkefni þeirra og al- mennt séð hefur RSK í gegnum tíð- ina leyst verkefni sín af nokkurri kostgæfni og sanngirni. Þetta hefur þó breyst merkjanlega á síðasta áratug þegar eldri starfsmenn víkja fyrir yngri, en sú augljósa breyting er orðin að þekking á við- skiptalífinu hefur minnkað og gild- ustu rökin eru nú oft á tíðum að tölvan segir nei. Verkefni RSK Stofnunin hefur breyst mikið og nú má líta á RSK sem skrautlegt jólatré. Þetta helgast meðal annars af þeim ólíku, óþörfu og jafnvel óviðeigandi og illa samrýmanlegu hlutverkum sem RSK gegnir. Undir RSK heyra nú eftirfarandi verkefni og svið: Álagning opin- berra gjalda, innheimta opinberra gjalda, Fyrirtækjaskrá, ársreikn- ingaskrá, eftirlit með peninga- þvætti og ugglaust styttist í inn- limum ríkisendurskoðunar. Þjónusta RSK Starfsumhverfi RSK hefur á síð- ustu árum án efa breyst til hins verra eftir að ferðaþjónustan var tekin inn í virðisaukaskattskerfið með auknu álagi en sú breyting virðist ekki hafa verið nægilega vel undirbúin. Þetta hefur á síðustu ár- um leitt til versnandi þjónustu hjá stofnuninni og óásættanlegum töf- um á afgreiðslu mála með tilheyr- andi óþægindum fyrir skattþegna. Lagatúlkun RSK virðist í aukn- um mæli fara eftir tilfinningu og birtist þetta meðal annars í lagasnið- göngu og undan- brögðum á lögbund- inni leiðbeininga- skyldu og aðstoð. Fyrirspurnum er jafn- vel ekki svarað þrátt fyrir ítrekaða eftir- grennslan. Þessi óþægindi ásamt auk- inni skattheimtu og alls kyns álögum á at- vinnurekstur ýta á skattþegna að leita út fyrir Ísland í vinsamlegra um- hverfi. Peningaþvætti Eftirlit með peningaþvætti er nú fyrir komið hjá RSK og er opið í trúnaðarupplýsingar innan stofn- unarinnar. Skattþegnarnir voru þegar komnir í spennitreyju eftir- litsins þar sem mikið vald hafði safnast á einn stað og nú er bætt í. Er ráðlegt að fela stofnun sem ræður ekki fullkomlega við núver- andi verkefni sín meiri völd? Svo segir á heimasíðu RSK um peningaþvætti: Með hugtakinu grunur er vísað til lægsta stigs gruns, þ.e. að sér- hver grunur, óháð því hve mikill hann er, uppfyllir skilyrði greinar- innar um grun. Með grun er því að þessu leyti ekki gerð jafn ítarleg og afdráttarlaus krafa og almennt gildir í réttarfari um rökstuddan grun. Væri í þessu sambandi nægjanlegt að grunur kviknaði um að fjármuni kunni að mega rekja til refsiverðrar háttsemi hvort sem sá grunur reynist síðar meir hafa ver- ið reistur á fullnægjandi rökum eð- ur ei. Í lögum um peningaþvætti er orðið grunur ljóslega nafnorð. Ekki er vitað til þess að grunur sé lýs- ingarorð hvað þá hvernig það stig- beygist. Ekki verður séð að í lögum um peningaþvætti sé að finna heim- ild til að skilgreina orðið grunur sem lýsingarorð eða teygja og toga merkingu þess. Sektir RSK hefur að lögum sektarvald á víðu sviði. Verði mögulegt pen- ingaþvætti, vel að merkja vegna lægsta stigs gruns, ekki tilkynnt geta sektir orðið sbr. lagaákvæði: Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á tilkynningarskylda aðila skv. a-h- lið 1. mgr. 2. gr. geta numið frá 5 millj. kr. til 800 millj. kr. Stjórn- valdssektir sem lagðar eru á starfs- menn tilkynningarskyldra aðila geta numið frá 500 þús. kr. til 625 millj. kr. Þannig getur mögulega verið dýrara að segja ekki frá ekki-grun en fremja undirliggjandi brot. Eins og að framan er lýst ætti engum að dyljast að mikil völd og upplýs- ingar eru samankomin á einum og sama stað og tækifæri RSK til sekta eru ærin. Efi á ýmsum stig- um læðist að um hæfni RSK til verksins. Lögfræði á lokastigi Í ákveðnum tilfellum þarf bráð- nauðsynlega að færa sektar- ákvörðun úr höndum þess aðila sem fer með eftirlit og/eða rann- sóknir. Hlutverk RSK við skatteftirlit byggist á því að gæta jafnt hags- muna ríkissjóðs sem skattþegna, þó að reyndin sé á stundum allt önnur. Hið nýja löggæsluhlutverk RSK fellur ekki vel að þeirri hugmynda- fræði sem skattlagning og aðstoð við skattþegna skyldi best byggjast á. Ef lægsta stig gruns er ekki eng- inn grunur þá er ekkert lægsta stig til. En skyldi vera til lægsta stig lögfræði? Opinber krafa frá RSK til borgaranna varðandi lægsta stig gruns hefði þýtt einföldun fyrir fé- laga Beria forðum, sem taldi sig þurfa að vísa fram glæp ef honum var sýndur maðurinn. Miðað við texta RSK þarf ekki að leggja mikla vinnu í saksóknina en það virðist geta orðið snúið að hnekkja sektarákvörðun. Hin mörgu andlit RSK Eftir Jón Þ. Hilmarsson »Er ráðlegt að fela stofnun sem ræður ekki fullkomlega við nú- verandi verkefni sín meiri völd? Jón Þ. Hilmarsson Höfundur er endurskoðandi. jon@vsk.is Eldri borgarar landsins eru mjög fjöl- mennir og mun fjölga mikið á næstu árum. Stór hópur eldri borg- ara hefur það alveg ágætt fjárhagslega en það er einnig stór hóp- ur eldri borgara sem verður að sætta sig við verulega léleg kjör. Mörgum finnst undarlegt að núverandi ríkisstjórn skuli lítið hlusta á skrif og tillögur okkar sem erum í forsvari fyrir Landssamband eldri borgara. Ég fæ oft að heyra það að minn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, standi í veginum fyrir að eldri borg- arar fái sanngjarnar kjarabætur. Hvernig getur þú alltaf stutt Sjálf- stæðisflokkinn sem ekkert vill gera fyrir okkur? Þú skrifar og skrifar greinar til að berjast fyrir okkur eldri borgara en félagar þínir í Sjálfstæðisflokknum hlusta ekkert á þig. Nú er það alls ekki sanngjarnt að segja að ekkert hafi verið gert til bæta hag okkar. Við njótum góðs af skattalækkunum, vaxtalækkunum og stöðugleika. Ekki má gleyma þessum þáttum. En er það rétt að það sé andstætt stefnu Sjálfstæðisflokksins að ræða þau mál sem ég og fleiri höfum sett á oddinn. Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins? Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins er samkoma þar sem vel á annað þúsund flokksbundnir mæta til að marka stefnuna í margs konar hagsmunamálum fyrir land og þjóð. Í stefnumálum Sjálf- stæðisflokksins hvað varðar málefni eldri borgara segir:  að 45% skerðing- arprósenta almanna- trygginga verði lækk- uð í áföngum og færð niður í 40% á þessu ári.  að hið almenna frítekjumark verði hækkað úr 25 þús. kr. upp í 50 þús. kr. á mánuði. Þingmenn fari eftir stefnu flokksins Þetta eru þau mál sem ég legg áherslu á í mínum málflutningi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að þing- menn Sjálfstæðisflokksins fari eftir þeirri stefnu sem samþykkt var á Landsfundi flokksins. Þessa stefnu í málefnum er hægt að lesa á heima- síður flokksins xd.is Vel má vera að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi barist fyrir þessum málum í ríkisstjórn en að fram- sóknarmenn og vinstri græn hafi al- farið lagst á móti. Ég á reyndar erf- itt með að trúa því. Það sem ég er að fara fram á sem góður og gegn sjálfstæðismaður er að þingmenn flokksins fari eftir stefnu hans. Eftir Sigurð Jónsson » Stefna Sjálfstæðis- flokksins: að hið almenna frítekjumark verði hækkað úr 25 þús. kr. á mánuði upp í 50 þús. kr. á mánuði. Sigurður Jónsson Höfundur er formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara. Stefna Sjálfstæðis- flokksins í málum eldri borgara „Vilt þú hafa allt í föstum skorð- um?“ Það er klipparinn minn sem segir þetta. Hún er dálítið vígaleg þar sem hún stendur yfir mér með skærin og er greinilega ósammála. En ég held því til streitu að það sé til fólk sem ekki vill kasta öllum reglum og hefðum sam- félagsins út í ystu myrkur og taka upp hætti sjóræningja með eigin viðmiðum um hvað sé rétt og rangt. Einu sinni var flokkur sem stóð við gömlu gildin og bar engan kinnroða fyrir að vera kallaður íhald. Þeim flokki gekk býsna vel og hafði þegar best lét tvöfalt fylgi á við þann næsta. Nú er það popúlisminn sem er mest ráðandi. Upplausnarflokkar hafa hæst og stjórna umræðunni, sem gengur út á að brjóta niður vestræna menningu og allt sem unnist hefur í sex hundruð sumur. Engir taka til varna fyrir þjóð- ina en elta öfgafólkið út í ófæruna hugsunarlaust. Mín sannfæring er sú að stór hluti kjósenda myndi vilja öfgalausan „íhaldsflokk“ með heilbrigðum gildum, til mótvægis við niðurbrotsflokkana sem nú bjóðast. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Lýðskrum, og allir eins Ljósmynd/Tim Mossholder, Unsplash Lýðskrum Fastir liðir eins og venjulega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.