Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 34

Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Atvinnuauglýsingar Háskóli Íslands leitar að öflugum leiðtoga fyrir Félagsvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum háskólans. Forseti Félagsvísindasviðs starfar í umboði rektors. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga. Ráðið verður í starfið til fimm ára og er áætlað að ráða í starfið frá 1. júlí 2020. Á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglur sem háskólaráð hefur sett getur rektor ákveðið að framlengja ráðningu forseta fræðasviðs til fimm ára í senn. Forseti fræðasviðs er ráðinn af rektor að fenginni umsögn sérstakrar nefndar um ráðninguna. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2020. Sækja skal um starfið á starfatorg.is. Með umsókn þarf að fylgja greinargerð um framtíðarsýn umsækjenda og hvernig hann hyggst vinna samkvæmt stefnu Háskóla Íslands 2016-2021. Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Ísaksdóttir, sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands, netfang ragnhildurisaks@hi.is, sími 525-4355. Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknaháskóli og stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun landsins. Um 1.500 starfsmenn starfa í föstum störfum við skólann og um 2.200 eru lausráðnir. Nemendur við skólann eru um 13.000. Háskóli Íslands starfar á fimm fræðasviðum, býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám í öllum helstu fræðigreinum. Á Félagsvísindasviði starfa á þriðja hundrað manns að kennslu og rannsóknum. Vísindafólk sviðsins stundar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónustu- rannsóknir og lögð er áhersla á fjölbreytta miðlun þekkingar, öflugar samræður víð íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið. Forseti fræðasviðs ber m.a. ábyrgð á: • Útfærslu og framkvæmd stefnu Háskóla Íslands á vettvangi fræðasviðs • Fjármálum og rekstri fræðasviðs og stofnana sem undir það heyra • Gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu • Starfsmannamálum • Öflugri liðsheild og faglegu samstarfi • Tengslum við innlenda og erlenda samstarfsaðila • Stjórnsýslu og stoðþjónustu fræðasviðsins Umsækjendur skulu hafa: • Akademískt hæfi sem og þekkingu og reynslu á háskóla- og/eða rannsóknaumhverfi, • Leiðtogahæfileika, • Metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn, • Ríka samskiptahæfni, • Farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun. P ip ar \T BW A \ S ÍA FORSETI FÉLAGSVÍSINDASVIÐS ÖRYGGISVÖRÐUR SECURITY GUARD Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu öryggisvarðar lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 8. desem- ber 2019. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Security Guard. The closing date for this postion is December 8, 2019. Application instruct- ions and further information can be found on the Embassy’s homepage: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA) Tilkynningar Breytingar á deiliskipulagi við Fljótsdalshérað. Óveruleg breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæði Egilsstaða. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 8. maí sl., tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða sem snýr að Lagarási 21–33. Á sama fundi lagði bæjar- stjórn til að deiliskipulag fengi málsmeðferð í sam- ræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í gildi er deiliskipulag Norðvestursvæði Egilsstaða, samþykkt af bæjarstjórn þann 06.02.2013 og öðlaðist gildi við auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þann 15.04.2013. Breytingin tekur til lóða nr. 21-33 við Lagarás. Óveruleg breytingu á deiliskipulagi við Þrándarstaði, Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 2. október 2019 sl., tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Þrándarstaði, Fljóts- dalshéraði. Á sama fundi lagði bæjarstjórn til að deiliskipulag fengi málsmeðferð í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða tilfærslu um á byggingarreit á lóð nr. 7 til suðurs. Lóðin er við götu C samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Óveruleg breytingu á deiliskipulagi við Tunguás, Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 20. nóvember sl., tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Við Tunguás, Fljóts- dalshéraði. Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu og er unnið á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Um er að ræða deiliskipulag fyrir svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð og verslunar- og þjónustusvæði í gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Deiliskipulagið er unnið á grunni landskipta sem unnin var af Steinsholti ehf. árið 2013. Í gildi er deili- skipulag fyrir svæðið frá 2005 og verður það fellt út gildi við gildistöku nýs deiliskipulags. Deiliskipulagið fellur ekki undir lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana þar sem deiliskipulagið felur ekki í sér framkvæmdir sem taldar eru upp í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Gerð verður grein fyrir áhrifum deiliskipu- lagsins á umhverfið í samræmi við gr. 5.4 í skipu- lagsreglugerð nr. 90/2013. Raðauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.