Morgunblaðið - 30.11.2019, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 30.11.2019, Qupperneq 56
Mánaðarlangri vinnusmiðju hóps- ins Leit að postulíni lýkur á morg- un, sunnudag, milli kl. 13 og 17 þeg- ar Gryfjunni í Ásmundarsal verður breytt í litla postulínsverslun þar sem sjá má og kaupa afraksturinn. Leit að postulíni var hrundið af stað árið 2016 af Brynhildi Páls- dóttur hönnuði, Ólöfu Erlu Bjarna- dóttur keramiker og Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi. Leit að postulíni lýkur með verslun á morgun LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Einn eftirsóttasti knattspyrnumað- ur í Evrópu um þessar mundir er 19 ára gamall Norðmaður. Erling Braut Håland hefur slegið í gegn hjá aust- urríska liðinu Salzburg og er á rad- arnum hjá mörgum stórliðum. Hann hefur skorað 28 mörk í fyrstu 24 leikjunum með Salzburg og átta í fyrstu fimm leikjum sínum í Meist- aradeild Evrópu. » 46 Norski strákurinn er afar eftirsóttur Stórsveit Reykjavikur stendur fyrir árlegum barna- og fjölskyldu- tónleikum undir yfirskriftinni „Jóla- fjör“ á morgun kl. 17 í Silfurbergi Hörpu. Þar gefst yngri hlustendum gott tækifæri til að skyggnast inn í töfraheim djass- og stórsveitar- tónlistar. Í ár er rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir sérstakur gestur. Hún flytur nýja jólasögu sem hún hefur samið sér- staklega fyrir þetta tilefni og til að styðja við flutninginn mun Stórsveitin leika nýja tónlist og útsetningar eftir Hauk Gröndal. Þeim til fulltingis eru söngkonan Ragnheiður Gröndal og Barna- kórinn við Tjörn- ina. Jólafjör Stórsveitar Reykjavíkur á morgun ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Orðatiltækið snemma beygist krók- urinn á vel við um Sigfríði Þóris- dóttur. Þegar hún var sex ára byrjaði hún að hjálpa móður sinni við mat- seldina í eldhúsinu, stóð á kolli við eldavélina við að þykkja og krydda sósur út á kjötbollur og velta fiski upp úr raspi. Þrjátíu árum síðar stofnaði hún fyrirtækið Pottagaldra og í ár eru 30 ár frá stofnun þess. Veikindi urðu til þess að hún varð að draga sig í hlé og nú sér sonur hennar, Kristján Hrafn Bergsveinsson, um reksturinn. „Finnst þér þetta ekki gott hjá mér?“ spyr Sigfríð um árangurinn og segir ýmislegt hafa gengið á áður en hún einhenti sér í kryddið. Hún rifjar upp að þegar hún var í hjúkrunar- fræðinámi í Lundúnum 1975 hafi hún þrætt indverska veitingastaði og í námslok hafi vinir ytra gefið henni matreiðslubókina Indian Cookery. Næstu árin hafi hún haldið 100 manna veislur á jóladag og boðið upp á indverskan hrísgrjónarétt og svína- kjöt í súrsætri sósu. „Ég féll fyrir kryddunum og lét enn frekar á þetta reyna þegar ég átti og rak veitinga- staðinn Krákuna á Laugavegi 1984 til 1988.“ Þar segist hún hafa lagt upp úr að vera með mat frá öllum heims- hornum með viðeigandi kryddi, en þess má geta að nýjasta kryddið heit- ir Vadouvan og er indversk karrí- blanda undir frönskum áhrifum. „Ég var ófrísk og eftir að ég seldi Krákuna var ég atvinnulaus, en í jan- úar 1989 skrásetti ég vörumerkið Pottagaldra hjá Einkaleyfastofu fyrir 5.000 krónur, sem mamma gaf mér,“ segir hún um næstu skref. Bætir við að nafnið hafi komið frá kokki á Krákunni. „„Þetta eru nú meiri potta- galdrarnir hjá þér,“ sagði hún eitt sinn við mig og þetta festist í minni.“ Vistvænt og sjálfbært Í apríl sama ár auglýsti Kolaportið lausa bása í bílastæðahúsinu við Seðlabankann og Sigfríð stökk til. „Ég pantaði bás, keypti krydd, bland- aði það í púnsskál, setti síðan í merkta plastpoka, handskrifaði á miðana hvað í pokunum væri, skrifaði niður uppskriftir og heftaði við pokana, dekkaði borðið í básnum og bauð kryddið til sölu úr huggulegum bast- körfum,“ útskýrir hún. „Þarna byrj- aði ég með sjö blöndur en nú er ég með um 100 vörutegundir.“ Fyrirtækið var samt ekki í for- gangi til að byrja með, því Sigfríð fékk vinnu sem kokkur í breska sendiráðinu og var þar í tvö og hálft ár. Þaðan lá leiðin í iðnrekstrarfræði í Tækniskólanum, en fljótlega byrjaði hún aftur að blanda krydd í púnsskál- inni góðu. „Ég fór á milli kvenna- vinnustaða, seldi vel, fékk hugljómun og hellti mér út í reksturinn.“ Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt og sprengt hvert húsnæðið af öðru utan af sér, en er nú vinnustaður átta manns í Kópavogi. Sigfríð hefur reglulega bætt við kryddi, krydd- blöndum og kryddolíum og leggur áherslu á að kryddið sé vistvænt, án allra aukaefna og komi frá viður- kenndum birgi í Hollandi, sem vandi sérstaklega valið á kryddbændum með tilliti til vistvænnar og sjálf- bærrar framleiðslu víða um heim. Pottagaldrar flytja kryddið inn beint frá birginum, sem gufuhreinsar það á vistvænan hátt. Hún segir að bylting hafi orðið í framleiðslunni þegar hún byrjaði að setja kryddið í merkt gler- glös. „Salan jókst um 300% á þremur mánuðum,“ rifjar hún upp og hrósar starfsfólki sínu. „Ég kynnti kryddin með réttum úti um allt land og þegar tveggja ára börn báðu um meira vissi ég að ég væri á réttri leið.“ Morgunblaðið/RAX Pottagaldrar Sigfríð Þórisdóttir með nýtt krydd. Hún byrjaði með sjö blöndur en er nú með um 100 vörutegundir Pottagaldrar í 30 ár  Sigfríð Þórisdóttir byrjaði sex ára að krydda mat ÁSKR I FTARLE IKUR MORGUNBLAÐS INS Heppinn áskrifandi hlýtur að gjöf Hästens HERLEWING® handgert rúm úr náttúrulegum efnum að verðmæti 3.225.900 kr. Fátt jafnast á við að opna Morgunblaðið eftir góðan nætursvefn. Fyrir einn af áskrifendum Moggans nær þessi ljúfa morgunstund nýjum hæðum eftir að við drögum í áskriftar- leiknum okkar föstudaginn 20. desember. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LESA MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið og Hästens eru stolt af því að vinna saman að því að gefa einum heppnum áskrifanda Morgunblaðsins Herlewing-rúm frá Hästens. Verslun Hästens á Íslandi er til húsa í Faxafeni 5, á sama stað og Betra bak. KAUPTU ÁSKRIFT Í SÍMA 569 11 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.