Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 16
23. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.58 123.16 122.87 Sterlingspund 159.9 160.68 160.29 Kanadadalur 93.29 93.83 93.56 Dönsk króna 18.23 18.336 18.283 Norsk króna 13.67 13.75 13.71 Sænsk króna 13.031 13.107 13.069 Svissn. franki 124.97 125.67 125.32 Japanskt jen 1.1207 1.1273 1.124 SDR 168.89 169.89 169.39 Evra 136.22 136.98 136.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.7071 Hrávöruverð Gull 1474.4 ($/únsa) Ál 1765.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.56 ($/fatið) Brent 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is UpPlIfÐU HlJÓMiNn Með SeNnHeIsEr MoMeNtUm IiI Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN ● Hlutabréfaverð olíufélagsins Saudi Aramco hækkaði í fjóra daga frá skráningu á markað en tók síðan að lækka. Þegar best lét voru hlutabréf félagsins nærri 19% hærri en við skráningu en hækkunin hefur núna gengið til baka til hálfs. Að sögn Bloomberg nam lækkunin um 1,7% í viðskiptum sunnudagsins en ólíkt kauphöllum á Vesturlöndum er Tada- wul-hlutabréfamarkaðurinn opinn frá sunnudegi til fimmtudags. Markaðsgreinendur segja lækk- unina koma á óvart í ljósi þróunar ol- íuverðs og hlutabréfaverðs almennt og kann skýringin að vera að fjár- festar séu að innleysa hagnað eða að lágmarka áhættu áður en þeir gera upp fjárfestingar sínar fyrir árs- lok. ai@mbl.is Styrking Aramco geng- ur til baka að hluta Furða Lækkunin er ekki í samræmi við þróun olíuverðs upp á síðkastið. STUTT BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fjármálaeftirlitið birti á föstudag niðurstöðu athugunar á aðgerðum Landsbankans, Íslandsbanka og Kviku gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka. Áður hafði FME gert úttekt á Arion banka og voru niðurstöður þeirrar rannsókn- ar birtar í lok maí. Athugun FME var gerð í janúar hjá Landsbank- anum, í mars hjá Íslandsbanka og í maí hjá Kviku og tók aðgerðin mið bæði af lögum 64/2006 og nýjum lög- um 140/2018 um aðgerðir gegn pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðju- verka sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Fjallaði fréttavefur Kjarnans fyrstur um þetta. Rannsókn FME leiddi í ljós jafnt smáar sem stórar brotalamir í vinnubrögðum og verkferlum bak- anna en í öllum tilvikum taldi stofn- unin ekki tilefni til að gera athuga- semdir við; innri reglur og ferla, eftirlitskerfi vegna reglubundins eftirlits með viðskiptasamböndum við viðskiptamenn, alþjóðlegra þvingunaraðgerða og einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Í tilviki Íslandsbanka gerði FME athugasemdir í tveimur liðum, en í fimm liðum í tilviki hinna bankanna tveggja. Í sumum tilvikum vörðuðu athugasemdir FME þætti sem bankarnir höfðu þegar hafist handa við að lagfæra þegar athugunin fór fram. Hjá öllum bönkunum þremur fann FME að því að vantaði upp á skjalfestingu á mati bankanna á áreiðanleika upplýsinga. Einnig þótti FME að skortur væri á að upp- lýsingar um viðskiptamenn bank- anna væru uppfærðar reglulega. „Ferlar í samræmi við lög“ Í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins í gær sagði fulltrúi Landsbankans að bankinn væri ánægður með niðurstöðu at- hugunarinnar og teldi hana endur- spegla þá miklu áherslu sem bankinn leggur á þennan mála- flokk. „Niður- staðan sýnir að innri reglur, ferl- ar og verklag vegna málaflokksins eru í samræmi við lög og reglur,“ segir í svari Rut- ar Gunnarsdóttur regluvarðar bankans. Jafnframt segir í svarinu að þegar hafi verið brugðist við at- hugsemdum FME. Landsbankinn svaraði einnig skriflega og sagði vinnu bankans alltaf miða að því að uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins að öllu leyti. „Landsbankinn hefur þegar upp- fyllt athugasemdir Fjármálaeftir- litsins að undanskilinni einni at- hugasemd en vinna við að uppfylla hana er langt komin,“ segir í svarinu sem Rúnar Pálmason, fjöl- miðlafulltrú bankans, sendi. „Bank- inn leggur mikla áherslu á varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og hefur eflt þetta eft- irlit með margvíslegum hætti á undanförnum árum. Rafrænt eftir- lit hefur verið aukið og starfsfólki sem vinnur að þessum málaflokki hefur verið fjölgað.“ Skjalfesting ekki fullnægjandi Marinó Örn Tryggvason, banka- stjóri Kviku, segir að bankinn hafi talið sig starfa að fullu í samræmi við ákvæði laganna enda voru ekki gerðar athugasemdir við verklag eða einstök mál í vettvangsathugun FME sem framkvæmd var á ár- unum 2016 og 2017. „Það er mik- ilvægt að benda á að bankinn aflaði í öllum tilvikum upplýsinga um raunverulega eigendur fyrirtækja einstakra viðskiptamanna og lagði sjálfstætt mat á áreiðanleika þeirra upplýsinga. Skjalfesting á því mati var ekki fullnægjandi að mati FME og hefur bankinn breytt verklagi til að mæta þeirri athugasemd,“ segir Marinó í skriflegu svari til blaðsins og bætir við að niðurstöður úttekt- arinnar bendi til að verklag og framkvæmd bankans, bæði á eldri og nýjum lögum, sé að langmestu leyti í samræmi við túlkun FME. Að sögn Marinós hefur bankinn þegar hafist handa við úrbætur og verður þeim lokið innan þess frests sem FME veitti. Fundu gloppur í vörnum gegn peningaþvætti Morgunblaðið/Golli Framför Bankarnir hafa ráðist í úrbætur í samræmi við athugasemdir Fjármálaeftirlitsins og í mörgum tilvikum er þeim þegar lokið.  FME gerir athugasemdir við vinnubrögð hjá þremur íslenskum bönkum Rut Gunnarsdóttir Marinó Örn Tryggvason Rúnar Pálmason Útlit er fyrir að árið 2019 verði besta ár sögunnar fyrir almenna fjárfesta. Í umfjöllun Reuters um þróun markaða á árinu kemur fram að samanlögð hækkun hluta- bréfa á heimsvísu nemi u.þ.b. 10.000 milljörðum dala en samhliða því hafa skuldabréf hækkað mikið, og olíuverð hækkað um nærri 25%. Hækkun S&P 500-vísitölunnar nemur um 30% og alþjóðavísitala MSCI hefur styrkst um 24% á árinu. Mælt í bandaríkjadölum hafa lykilhlutabréfavísitölur Evr- ópu, Japans, Kína og Brasilíu hækkað allar hækkað um a.m.k. 20%. Að mati sérfræðinga skrifast þetta m.a. á örvunaraðgerðir kín- verskra stjórnvalda og vaxta- lækkun Seðlabanka Bandaríkj- anna. Bandarísk ríkisskuldabréf hækkuðu um 9,4% en þýsk rík- isskuldabréf um 5,5% og hafa ekki styrkst svo mikið á einu ári í heil fimm ár. Best hefur árið verið á rúss- neska hlutabréfamarkaðinum sem hækkaði um 40% mælt í dölum, einkum vegna þróunar olíuverðs. Rúblan styrktist í takt við olíuna og var í hópi þeirra þriggja gjald- miðla sem styrktust mest á árinu. ai@mbl.is Stórgott ár að baki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.