Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Hlutfall unga er almennt mjög lágt í rjúpnaveiðinni í haust, samkvæmt aldursgreiningum dr. Ólafs Karls Nielsen, vistfræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Eina svæðið sem stendur upp úr með þokkalegt ungahlutfall eru Vestfirðir. Þar er hlutfall unga í veiðinni 74%. Ólafur var í gær búinn að fá til aldursgreininga 2.395 vængi frá veiðitímanum 2019 og gerir ráð fyr- ir að fá um það bil 1.000 vængi til viðbótar. Veiðimenn eru hvattir til að senda annan væng veiddra rjúpna til Náttúrufræðistofnunar Íslands, Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garða- bæ. Einnig má skila vængjum í af- greiðslu eða setja í póstkassa við aðalinngang. Upplýsingar um veiði- mann og veiðistað þurfa að fylgja. gudni@mbl.is Hlutfall unga í rjúpnaveiðinni lágt  Mikilvægt að fá vængi til greininga Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands Landshluti Fullorðnir Ungfuglar Samtals % ung- fuglar Ungar á kvenfugl Vesturland 72 157 229 69% 4,4 Vestfi rðir 180 523 703 74% 5,8 Norðvesturland 184 308 492 63% 3,3 Norðausturland 145 296 441 67% 4,1 Austurland 107 188 295 64% 3,5 Suðurland 106 129 235 55% 2,4 Samtals 794 1.601 2.395 67% 4,0 Aldursgreining veiddra rjúpna í des. 2019 Eftir að alls 2.395 fuglar hafa verið aldursgreindir Allt um sjávarútveg Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ljós voru sett á leiði Steinunnar Sveinsdóttur frá Sjöundá í Hóla- vallakirkjugarði í gærmorgun. Sveinn Valgeirsson dómkirkju- prestur tók þátt í athöfninni og signdi yfir gröfina. Með því má segja að útskúfun hinnar dæmdu konu sé endanlega lokið en prestar Dómkirkjunnar höfnuðu því að koma að því þegar jarðneskar leif- ar Steinunnar voru fluttar úr dys- inni á Skólavörðuholti fyrir rúm- um 100 árum og komið fyrir í ómerktri gröf í Kirkjugarði Reykjavíkur. Saga Steinunnar Sveinsdóttur er mörgum kunn enda hafa verið skrifaðar skáldsögur og leikrit um morðin á Sjöundá á Rauðasandi. Atburðarásin hófst með því að Steinunn og Bjarni Bjarnason felldu hugi saman og voru ákveðin í að ná saman hvað sem það kost- aði. Bæði bjuggu með fjölskyldum sínum á Sjöundá. Létu þau til skar- ar skríða vorið 1802. Þau játuðu að hafa myrt maka sína og voru dæmd til lífláts með öxi. Þau biðu fullnustu dómsins í fangelsinu í Reykjavík, Stjórnarráðshúsinu sem síðar varð. Þegar ekki fékkst böðull og þau fengu ekki náðun átti að flytja þau til Noregs til líf- láts. Nokkrum dögum áður en skipið fór lést Steinunn í tukthús- inu en Bjarni var fluttur til Kristi- ansand og hálshöggvinn og líkið huslað þar í nágrenninu. Lík Steinunnar var dysjað á Skólavörðuholti, við gömlu þjóð- leiðina frá Reykjavík til Hafnar- fjarðar. Vegfarendur köstuðu gjarnan steinum að dysinni, eins og þá var venja. Verkamenn sem voru að taka grjót fyrir hafnargerðina í janúar 1915 sáu í kistu og skipaði Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður þeim að hætta grjótnáminu. Hann tók kistuna til rannsóknar og var ákveðið að flytja jarðneskar leifar Steinunnar og koma í vígða mold. Henni var komið fyrir í suð- vesturhorni kirkjugarðsins, sem þá var, en hann hefur verið stækk- aður. Gröfin var lengi ómerkt og greftrunin var ekki færð í bækur kirkjugarðsins. Þótt þá hafi verið meira en öld liðin frá því Steinunn var dæmd og dysjuð utangarðs, eins og þá var venja með sakamenn og þá sem fyrirfóru sér, voru dómkirkju- prestarnir ekki tilbúnir að taka þátt í athöfninni. Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur var fenginn til þess að annast hana. „Ljósin sýna ákveðna ræktar- semi og að hún hafi ekki gleymst,“ sagði Sveinn Valgeirsson dóm- kirkjuprestur eftir ljósaathöfnina í Hólavallakirkjugarði í gær. Hann segir að í blessun sinni felist ákveð- in fyrirbæn. „Þetta er ágæt áminn- ing um að þeir sem mennirnir dæma eru ekki endilega dæmdir annars staðar. Þrátt fyrir allt var hún Guðsbarn, eins og allir aðrir.“ Fyrir tæpum áratug létu afkom- endur Steinunnar merkja leiði hennar með krossi og minningar- marki. Jóhann Kristjánsson, áhugamaður um sögu Steinunnar og atburðanna á Sjöundá, og nokkrir vinir hans hafa nú í annað skipti sett jólaljós á leiðið. Hann segist gera það af virðingu við þessa konu sem svo lengi hefur verið útskúfuð en sem betur fer lækni tíminn öll sár að lokum. Blessun tveimur öldum eftir andlát  Jólaljós sett við gröf Steinunnar frá Sjöundá Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Við leiðið Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur, Jóhann Kristjánsson, Sigurður Ingvarsson og Gauti Höskuldsson í Hólavallagarði. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Heildarlaun hjá félagsmönnum stéttarfélagsins Einingar-Iðju hafa hækkað um rúm fimm prósent frá því í október í fyrra og eru með- altalslaun rúmlega 523 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í launakönnun stéttarfélagsins sem Gallup fram- kvæmdi. Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, segir að hækkunin sýni að lífskjarasamningurinn sem Eining- Iðja skrifaði undir, ásamt fleiri stéttarfélögum, sé að skila þeim kjarabótum sem kveðið var á um í samningnum. Þrátt fyrir það er ánægja með samninginn lítil og einungis tak- markaður hluti félagsmanna virðist þekkja hann. Sömuleiðis kemur fram í könnuninni að 43,3% svar- enda hafi frestað eða hætt við það að fara til tannlæknis af fjárhags- ástæðum á síðustu 12 mánuðum. Einnig hefur hátt hlutfall frestað læknisheimsóknum og lyfjakaupum. „Það er ekki eðlilegt og það er það sem kemur verst út úr þessari könnun. Líka það að 11% hafi áhyggjur af smálánum. Við vitum það að þessi laun eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir og það eru margir sem eiga mjög erfitt,“ segir Björn. 14% þekkja samninginn Um 20% þeirra sem svöruðu könnuninni voru ánægðir eða frekar ánægðir með lífskjarasamninginn. Einungis 14% svarenda sögðust þekkja lífskjarasamninginn mjög vel eða frekar vel. Björn segir að það komi sér á óvart en Eining-Iðja hafi kynnt samninginn vel fyrir sín- um félagsmönnum og muni halda áfram að gera það. Eftir því sem svarendur þekktu samninginn bet- ur, þeim mun ánægðari voru þeir með hann. „Þó að þetta hafi verið kynnt vel í upphafi þá er ýmislegt í þessum samningi svolítið flókið. Til dæmis hagvaxtaraukinn, vinnutímastytt- ingar og fleira.“ Einungis 16,2% eru mjög eða frekar ánægð með aðkomu stjórn- valda að lífskjarasamningnum. „Menn treysta því kannski ekki alveg að þetta sé eitthvað í hendi. Menn vilja sjá það í framkvæmd,“ segir Björn. Hann fagnar niðurstöðum könn- unarinnar sem snúa að þjónustu Einingar-Iðju en 78,1% svarenda voru ánægðir með hana. Margir eiga mjög erfitt  Meðallaun hjá Einingu-Iðju eru um 520 þúsund samkvæmt launakönnun  Margir félagsmenn fresta eða hætta við læknisheimsóknir og lyfjakaup Morgunblaðið/Hari Kjör Kjarabætur hafa fylgt lífs- kjarasamningnum frá því í mars. Jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveit- arinnar í Reykjavík var lokað um klukkan fjögur í gær en þá seldi sveitin sitt síðasta tré. „Þetta er algjört lúxusvanda- mál,“ segir Hjalti Björnsson, for- maður sveitarinnar. „Við höfum alltaf reynt að eiga tré alveg fram á aðfangadag enda með marga fastakúnna sem koma til okkar rétt fyrir jól, sérstaklega á Þor- láksmessu.“ Nú hafi salan hins vegar komið þeim í opna skjöldu. „Við njótum auðvitað velvildar fólks sem vill styrkja okkur, og eftir að við lokuðum streymdi enn að fjöldi fólks sem vildi kaupa tré,“ segir Hjalti. Alls seldi Flug- björgunarsveitin yfir 2.000 tré, mestmegnis íslenska stafafuru, blágreni og rauðgreni, en einnig normannsþin innfluttan frá Dan- mörku. „Það er ljóst að við mun- um tryggja okkur fleiri tré næst,“ segir Hjalti og bætir við að vin- sældir íslensku trjánna aukist stöðugt. Seldu síðasta jóla- tréð síðdegis í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.