Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019  Auðvitað þurfti að huga að meðlætinu.  Kartöflurnar voru flysjaðar og forsoðnar í sex mínútur í söltuðu vatni. Þá var vatninu hellt frá og þeim velt upp úr hveitinu. Næst voru þær steiktar í andafitu þangað til þær tóku á sig lit og svo voru þær færðar í eldfast mót þar sem þær voru steiktar í ofni í klukkustund þangað til þær voru fallega brún- aðar. Fullkomnar ofnsteiktar kart- öflur. Strengjabaunirnar voru snyrt- ar og svo steiktar upp úr smjöri og hvítlauk. Þá var hvítvíni bætt á pönnuna, saltað og piprað. Áfengið var soðið nær alveg niður. Seljurótin var flysjuð og skorin í bita og soðin í söltuðu vatni þangað til bitanir voru mjúkir í gegn. Þá var vatninu hellt frá og smjöri og rjóma bætt saman við og maukað með töfrasprota þangað til hún var fallega kremuð. Bragðbætt með salti og pip- ar. Þegar kjötið er tilbúið er smjör brætt á pönnu. Þegar smjörið hefur tekið fallegan lit er kjötið brúnað að utan. Svo er bara að raða á diskana. Fyrst seljurótarmús, kjötbitum tyllt ofan á, skreytt með strengjabaunum og kartöflum raðað á diskinn. Nóg af sósu. Með matnum nutum við Baron De Ley Gran Reserva frá því 2012. Þetta er þrælgott vín sem ég hef bragðað áður, annan árgang þó. Þetta vín fær 4,1 í einkunn á Vivino. Dökkt í glasi og ilmar af dökkum ávexti; plómur og krydd á tungu með góðri fyllingu og fínu jafnvægi. Eft- irbragð lifir á tungu.  Svo var bara að skreyta steik- ina með smáræði af fersku timían og setjast niður og skála með gestunum. Gleðilega hátíð! Ljósmyndir/Ragnar Freyr Ingvarsson Ekki spara sósuna Svo er bara að raða á diskana. Fyrst seljurótarmús, kjötbitum tyllt ofan á, skreytt með strengjabaunum og kartöflum raðað. Stjarna máltíðarinnar „Á meðan kjötið var í vatnsbaðinu þurfti að huga að sósunni. Ég nuddaði beinin upp úr jómfrúarolíu, saltaði og pipraði.“ Alvöruinnpökkun Þá er að binda hrygginn vel upp. Flókin og tímafrek Þessi upp- skrift krefst tíma og vand- virkni en útkoman er alveg upp á tíu og vel þess virði. flögurnar ásamt helmingnum af hakkinu og salsasósunni. Leggðu annað lag af snakkflögum ofan á og endurtaktu skref 5. Settu inn í ofn. Rétturinn er tilbú- inn þegar osturinn er bráðinn og far- inn að brúnast örlítið. Sýrði rjóminn fer saman við þegar rétturinn kemur úr ofninum. Ráð: Hægt er að elda chiliið með hakkinu í stað þess að strá því yfir snakkflögurnar. Meistarar í eldhúsinu Hver veit nema næsti hittarinn í íslensku sjónvarpi verði Eldað með Emmsjé og Frikka Dór? Gæðavörur í umhverfisvænum umbúðum Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Hollt, bragðgott og þæginlegt Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust Sölustaðir: Hagkaup, Melabúð, Fjarðarkaup og Matarbúr Kaju Akranes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.