Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 SAMNINGAR VIÐ ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is Hægt er að bóka tjónaskoðun hj LÁTTU OKKUR UM MÁLIÐ • BÍLARÉTTINGAR • PLASTVIÐGERÐIR • SPRAUTUN á okkur á net n • Fagleg þjónusta • Vönduð vinnubrögð • Frítt tjónamat HSRETTING.IS 547 0330 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Llibre Vermell – Maríusöngvar frá miðöldum nefnist þriðja platan sem Umbra sendir frá sér. „Llibre Ver- mell eða Rauða bókin, sem er frá 14. öld, er eitt fárra handrita sem björg- uðust úr Montserrat-klaustrinu í Katalóníu eftir að hermann Napó- leons jöfnuðu það við jörðu 1811,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngkona og flautuleikari Umbru, þegar hún er spurð um uppruna tón- listarinnar á nýju plötunni. „Handritið veitir dýrmæta innsýn í bæði trúarlega og veraldlega til- veru pílagríma á 14. öld sem höfðu viðdvöl í klausturbænum Montser- rat, en söngvarnir voru ætlaðir þeim til dægrastyttingar, enda er skýrt tekið fram í inngangi handritsins að þetta sé tónlist til að skemmta sér við,“ segir Lilja Dögg og tekur fram að óhætt sé að lýsa mörgum laganna sem popptónlist síns tíma. „Flest laganna eru með alþýðleg- um brag og taktföst, svo líklegt má telja að dansinn hafi dunað þegar þau voru flutt,“ segir Lilja Dögg og tekur fram að í bland séu einnig sálmalög en leiða megi líkur að því að flutningsmáti söngvanna hafi ver- ið afar fjölbreyttur. Því eldra því betra „Við höfum sérhæft okkur í tón- list fyrri tíma og má segja að móttó- ið okkar sé því elda því betra,“ segir Lilja Dögg kímin þegar tónlistarval Umbru er borið undir hana. „Allt eftir 1500 er nýtt efni fyrir okkur. Við reynum að fara eins langt aftur og við getum. Samtímis höfum við líka verið að flytja glænýtt efni sér- samið fyrir okkur. Tónlistin í Rauðu bókinni er mjög opin til túlkunar, útfærslu og sköpunar sem okkur finnst spennandi,“ segir Lilja Dögg og bendir á að í handritinu sé bara að finna lagboða, þ.e. laglínur, sem ekki séu útsettar með neinum hætti. „Það gefur okkur gott rými til að skapa,“ segir Lilja Dögg og rifjar upp að hún hafi farið með sam- starfskonum sínum í Umbru í vinnu- búðir úti á landi til að útsetja tónlist- ina. Umbru skipa auk Lilju Daggar þær Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir á fiðlu, Arngerður María Árnadóttir á keltneska hörpu og orgel og Alex- andra Kjeld á kontrabassa en allar syngja þær líka á plötunni. Auk þeirra tók Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari þátt í sköpunarferlinu. „Þetta er heljarinnar mikil vinna enda þykkur vefur af útsetningum. En þetta er bæði skapandi og skemmtileg,“ segir Lilja Dögg og bendir á að verkefninu hafi vaxið ás- megin með útsetningunum. „Smám saman stækkaði tónlistar- hópurinn. Við fengum Kristófer Rodriguez Svönuson slagverksleik- ara til liðs við okkur og síðan Eggert Pálsson slagverksleikara og loks Marinu Albero sem spilar á psalteri- um,“ segir Lilja Dögg og útskýrir að psalterium sé ásláttarstrengja- hljóðfæri sem búi yfir himneskum hljómi sem henti vel inn í hljóðheim Umbru. „Marina er frá Katalóníu og gat hjálpað okkur með framburðinn, því textarnir eru ýmist sungnir á latínu eða katalónsku sem er ekki á allra færi þó að þetta sé mjög skemmtilegt tungumál. Marina er eins og við með grunn í djasstónlist þó að hún flytji síðan miðaldatónlist úti um allan heim. Hún er stórkost- legur spunameistari sem smell- passar inn í okkar nálgun,“ segir Lilja Dögg og bendir á að Þórdís sé einnig mikill spunameistari. „Loks fannst okkur tilvalið að fá til liðs við okkur karlakór til að ým- ist stækka litrófið í viðlögunum, taka undir með okkur eða syngjast á við okkur,“ segir Lilja Dögg og vísar þar til sönghópsins Cantores Islandiae sem Ágúst Ingi Ágústsson stjórnar en auk hans syngja í kórn- um þeir Atli Freyr Steinþórsson, Gísli Jóhann Grétarsson, Gísli Magna Sigríðarson, Hreiðar Ingi Þorsteinsson og Þröstur Freyr Gylfason. „Þeir hafa sérhæft sig í miðaldasöng,“ segir Lilja Dögg og tekur fram að það þurfi vissan nör- disma til að sérhæfa sig í flutningi miðaldatónlistar. Mikill meðbyr erlendis „Við í Umbru höfum alltaf unnið heilmikla rannsóknarvinnu í tengslum við allar plötur okkar,“ segir Lilja Dögg en meðal fyrri platna hópsins er Sólhvörf sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 í flokki þjóðlagatónlistar. „Við miðlum alltaf hluta af þeirri rannsóknarvinnu í bæklingunum sem fylgja plötunum okkar en gæt- um hæglega gefið út heila bók í hvert sinn,“ segir Lilja Dögg og seg- ir hópinn lánsaman að hafa komist á samning hjá Dimmu. „Okkur finnst skipta máli að gefa tónlistina út í áþreifanlegu formi, en ekki bara á efnisveitum, enda hugsum við plöt- una sem listaverk þar sem tónlistin og sjónræn hönnun haldast í hend- ur,“ segir Lilja Dögg og tekur fram að systurnar Lilja og Ingibjörg Birgisdætur sjái um myndefni og hönnun. Umbra fylgdi nýju plötunni eftir með tónleikum fyrr í þessum mán- uði en að sögn Lilju Daggar mun efni plötunnar hljóma á fleiri tón- leikum á nýju ári. „Það er brjálað að gera hjá okkur því við verðum á ferð og flugi á tónlistarhátíðum víða er- lendis á næsta ári. Við finnum fyrir miklum meðbyr erlendis,“ segir Lilja Dögg og tekur fram að snemma á næsta ári muni Umbra einnig halda tónleika hérlendis. „Hinn 26. janúar, á Myrkum mús- íkdögum, flytjum við stórt og flott óperuverk eftir Kristínu Þóru Har- aldsdóttur sem heitir Blóðhófnir og byggist á ljóðabálki Gerðar Kristn- ýjar. Hinn 12. febrúar spilum við síðan á Tríbrártónleikum í Salnum,“ segir Lilja Dögg og vísar á facebooksíðu hópsins fyrir nánari upplýsingar og tónleikafréttir. Líklegt að dansinn hafi dunað  Umbra sendir frá sér Llibre Vermell – Maríusöngva frá miðöldum  Tónlistarhópurinn verður á ferð og flugi á nýju ári á tónlistarhátíðum erlendis  Flytur Blóðhófni á Myrkum músíkdögum Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir Umbra Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir með fiðlu, Arngerður María Árnadóttir með keltneska hörpu, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngkona og flautuleikari, og Alexandra Kjeld með kontrabassa en allar syngja þær á plötunni. Enska leikkonan Ruth Wilson sagði starfi sínu lausu við bandarísku sjón- varpsþættina The Affair vegna kyn- lífsatriða sem hún þurfti að leika í, að því er fram kemur á vef The Hollywood Reporter. Fimm þátta- raðir hafa verið gerðar og hófu þætt- irnir göngu sína árið 2014. Hefur Wilson m.a. hlotið Golden Globe- verðlaunin fyrir leik sinn í þeim. Kom það aðdáendum þáttanna því nokkuð á óvart þegar hún hætti að leika í þeim og mátti Wilson ekki greina frá ástæðunni fyrir því vegna samnings við framleiðanda þátt- anna, Showtime. Nú hafa innanbúðarmenn greint frá því að Wilson hafi unnið við fjandsamlegar aðstæður. Wilson sagði starfi sínu við þætt- ina lausu sumarið 2018 án skýringa. Hún hélt í kynningarferð vegna kvikmyndar sem hún var að leika í nokkru síðar og var ítrekað spurð út í uppsögnina. Gat hún ekki greint frá ástæðunni en sagði hana ekki laun eða önnur hlutverk sem henni hefðu boðist. Hvatti hún blaðamenn til að ræða við Söruh Treem, svokall- aðan „showrunner“ þáttanna. Þegar leitað var svara hjá öðrum sem unnu við þættina kom í ljós að Wilson hefði verið ósátt við tiltekin kynlífs- atriði í þáttunum og hversu oft hún þyrfti að vera nakin við tökur. Mun hún hafa talið nekt óþarfa í sumum atriða þáttanna og í einu tilfelli spurt hvers vegna hún þyrfti að sýna meira hold en karlkyns mótleikari hennar. Þessar umkvartanir eru sagðar hafa mætt litlum skilningi hjá þeim sem voru við stjórnvölinn og Wilson fengið á sig þann stimpil að vera erfið í samstarfi. Treem fyrrnefnd var ein þeirra sem skelltu skollaeyrum við óánægju leikkon- unnar. Einn heimildarmanna Holly- wood Reporter segist margoft hafa orðið vitni að því að Treem reyndi að ginna leikara með fagurmælum til þess að afklæðast, jafnvel þótt þeim þætti það óþægilegt og hefðu ekki samið um það. Fyrir vikið hafi and- rúmsloftið við tökur oft verið „eitr- að“, eins og því er lýst. Treem neitar öllum ásökunum og segist aldrei hafa þrýst á leikara að gera eitthvað sem þeir ekki vildu gera. AFP Ósátt Leikkonan Ruth Wilson. Hætti vegna kynlífsatriða og eitraðs andrúmslofts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.