Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 39
stiftsyfirvaldanna brauðaskipti við séra Jón Austmann og flutti búferl- um að Stórólfshvoli í Rangár- vallasýslu, tók ég nú að gefa mig töluvert við lækningum, og að sitja yfir konum bæði vegna þess að læknirinn var uppgjafa maður, heilsulinur og svo fjarlægur, að ekki var hægt að ná til hans þegar mest lá við, og bráðast bar að, enda fann ég og jafnan, að þessi mennt lét mér hvað best, og var mér hug- leiknust, hélt ég þessu áfram þang- að til læknir kom í Rangárvallasýslu 1834, þótti mér mín þá ekki lengur við þurfa. Læknarnir, sem Sigurður minnt- ist hér á, voru Sveinn Pálsson (1762-1840), héraðslæknir í austur- héraði Suður-amtsins, og Skúli Thorarensen (1805-1872). Sveinn var orðinn gamall og lúinn og bjó í Vík í Mýrdal. Hann fékk lausn frá embætti 20. nóvember 1833 og Skúli Thorarensen var skipaður 4. maí 1834 í hans stað. Hinn nýi hér- aðslæknir var nýútskrifaður frá skurðlækna-akademíunni í Kaup- mannahöfn. Skúli settist að á Mó- eiðarhvoli í Oddasókn í Rang- árvallasýslu og var því ekki langt á milli Skúla og séra Sigurðar. Sig- urður hætti að sinna lækningum eftir að Skúli var skipaður héraðs- læknir árið 1834. Þar sem ungur nýútskrifaður læknir var kominn í læknis- umdæmið gat Sigurður látið af yfir- setum og lækningum. Í Stórólfshvolssókn bjó 141 í byrjun nítjándu aldar. Það var að- eins ein lærð yfirsetukona, Ragn- hildur Sigurðardóttir (1759-1834), í Rangárvallasýslu þegar Sigurður byrjaði að sinna fæðingarhjálp. Hún fékk laun úr jarðabókarsjóði. Ekki er vitað um yfirsetukvennapróf Ragnhildar en hún bjó á Sáms- stöðum í Breiðabólsstaðarsókn í Fljótshlíð. Árið 1825 kom önnur yf- irsetukona til starfa í Rang- árvallasýslu. Hún var lærð og hét Ingibjörg Ólafsdóttir, frá Flagveltu í Stóruvallasókn. Hún hafði lokið prófi hjá Jóni Thorstensen land- lækni 4. júní 1824 og ári síðar var hún skipuð af stiftamtmanni til að gegna yfirsetustörfum í sýslunni. Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur hefur bent á að prestar á Íslandi hafi oft tekið að sér bólusetningar. Séra Sigurður sinnti því, þ.e. starfi „kúabólusetjara“, en frá árinu 1821 var læknum uppálagt, með kon- unglegum úrskurði, að kenna prest- um eða bændum að bólusetja fólk. Frá þeim tíma var óheimilt að vígja þann til prestsþjónustu sem kynni ekki skil á bólusetningu. Með þess- um úrskurði fengu prestar og bændur að stíga inn fyrir þröskuld læknisþjónustunnar og það vegna skorts á læknum. Árið 1822 fékk séra Sigurður amtsbréf um að kenna prestum, eða öðrum körlum, bólusetningar í Rangárvallasýslu. Þó að prestar tækju almennt vel í það að annast bólusetningar sinntu þeir þó fæstir lækningum og fæð- ingarhjálp eins og Sigurður. Séra Sigurður sinnti fæðingar- hjálp á árunum 1817-1855 eða í 38 ár. Hann lét af prestskap árið 1860 og lést 16. október 1865. MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Gjafabréfin eru fullkomin jólagjöf www.matarkjallarinn.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á dögunum kom út fjórði skammtur bókverka í Pastel-ritröðinni og eru útgefin verk þá orðin nítján. Þetta eru tölusett upplagsverk, hver bók kemur út í einungis eitt hundrað tölusettum eintökum, árituð af lista- manninum, og er hluti upplagsins seldur í áskrift. Í fjórðu Pastel-útgáfunni á dög- unum voru verkin Hljóðvarp eftir Áka Sebastian Frostason, Fábrot – Örleikrit fyrir örfáa leikara eftir Brynhildi Þór- arinsdóttur, Hita- stigar eftir Har- ald Jónsson, Kríur eftir Jón- ínu Björgu Helgadóttur og 49 kílómetrar er uppáhalds vega- lengdin mín – Brot úr dagbók landvarðar eftir Þórð Sævar Jóns- son. Í Pastel-ritunum birtist áður óbirt efni eftir íslenska listamenn af ýmsum sviðum hins skapandi geira. Þar geta skarast, og það í sama verkinu, myndlist, leiklist, tónlist, ritlist, bókagerð og grafísk hönnun. Meðal höfunda ritanna sem komu út árin 2017 og 2019 má nefna Meg- as, Margréti H. Blöndal, Þórgunni Oddsdóttur, Hallgerði Hallgríms- dóttur, Ragnhildi Jóhanns, Arnar Már Arngrímsson og Karólínu Rós Ólafsdóttur. Ekki beinlínis bækur Í fyrsta ritapakkanum voru meðal annars bókverk eftir Hlyn Hallsson, myndlistarmann og safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, og Krist- ínu Þóru Kjartansdóttur, sagnfræð- ing og kaupmann í menningar- staðnum Flóru á Akureyri. Flóra er einmitt útgefandi Pastel-ritanna, þau tvö sitja í nefnd um Pastel og Kristín er verkefnisstjóri. „Okkur fannst áhugavert að bjóða listamönnum að skapa verk í þessu formi, í riti, án þess að það sé bein- línis bók, og um leið upp á samvinnu ólíkra listamanna, úr ólíkum áttum listageirans og af ólíkum kynslóðum. Sumir listamannanna eru að byrja en aðrir hafa verið lengi að. Við von- um að meðal listamannanna skapist nýjar tengingar og mögulega komi nýir þættir inn í verk þeirra í sam- starfinu,“ segir Kristín. Einföld en margræð Útlit Pastel-ritanna vekur eftir- tekt; í litlu broti og látlaus að ytra byrði en hvert í sinni einstöku past- ellitu mjúku kápu, heft. Ritin eru hönnuð af Júlíu Runólfsdóttur í sam- vinnu við hvern listamann. Fyrir- myndin að útlitinu mun vera fundar- gerðir sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu, sem Flóru bárust að gjöf fyrir nokkrum árum og voru sumar hverjar prentaðar hjá Prentverki Odds Björnssonar, í sama prentsal í Hafnarstræti 90 á Akureyri og ritin eru nú prentuð í. Kristín hefur sagt að líkt og fundargerðirnar séu Pastelritin ein- föld í útliti, virðast nánast of einföld. „Þau virka líkt og skýrsla sem þú færð í pósti, getur stungið í brjóst- vasann og gluggað í inni á milli verka. Um er að ræða afar ólíkar túlkanir og skráningar höfunda á margræðum veruleika okkar sam- tíma. Í sama stíl og framsetning- armáta endurspegla ritin þær fjöl- breytilegu en jafnframt sérstæðu aðferðir í efnisnálgun og framsetn- ingu, sem hverjum þeim listamanni er lagið, sem verkið kemur frá.“ Koma fram saman og lesa upp „Okkur fannst vanta, að minnsta kosti hér fyrir norðan, vettvang þar sem svona ólíkir listamenn geta komið saman og unnið saman,“ segir Kristín þegar hún er spurð úr í hug- myndirnar að baki útgáfu þessara sérstöku upplagsverka. „Þótt hver og einn skapi sitt eigið verk í rit- röðinni komum við hins vegar fram saman og lesum upp úr verkunum. Þetta menningarverkefni gengur mikið út á það; í Reykjavík höfum við komið fram í Mengi og í Lista- safni Íslands en víða hér fyrir norð- an, nú síðast í Alþýðuhúsinu á Siglu- firði. Ef þetta væru annarskonar verk, til að mynda myndlistarverk, mynd- um við sýna þau, en þar sem þetta eru rit sem mikið byggjast á textum þá lesum við upp úr þeim. Við höfum annars líka sýnt myndefni og flutt verk í tónum.“ Þegar spurt er hvernig listamenn þau Hlynur velji til samstarfs, segir Kristín þau velja listamenn saman í hópa; ritin koma út fjögur til sex saman. „Það raðast smám saman í hvern hóp. Sumir hafa samband við okkur og við setjum okkur í sam- band við aðra. Þetta hefur alltaf gerst mjög fallega.“ Nú þegar eru 19 Pastel-rit komin út, sex önnur munu líta dagsins ljós á næsta ári. Kristín segir þau hafa lagt upp með að standa að útgáfunni til og með ársins 2021 og svo komi í ljós hvert framhaldið verður. Þau hafi fengið fjármagn frá Akureyrar- bæ til að styðja við tvo ritapakka til og sækja einnig um styrk til Ey- þings, sem hefur líka styrkt fram- kvæmdina. Fyrsti ritapakkinn var fjármagnaður gegnum Flóru, sem hefur unnið að ýmiskonar menning- arverkefnum, auk sölu á listmunum. „Listamenn hafa mikinn áhuga á að taka þátt í þessu Pastel-verkefni. Við Hlynur erum tvö í nefndinni og erum ekki alveg sammála um fram- haldið, ég vil gjarnan leyfa verkefn- inu að þróast yfir í annað form en Hlynur er frekar á þeim buxunum að halda þessu eins og það er. En þetta hefur byrjað mjög vel og við sjáum bara til.“ Strax að safngripum Ritin koma einungis út í eitt hundrað tölusettum eintökum og verða því strax að safngripum. „Því verður ekki breytt,“ segir Kristín. „Segja má að sú hugmynd eigi rætur í myndlistarheiminum, að gera tak- markað upplag af listaverkum. Í bókaútgáfu eru bækur endurprent- aðar en upplag selst upp en þessi verða ekki prentuð aftur. Það stend- ur skýrt í samningum við listamenn- ina. Einhverjir þeirra hafa þó notað hluta úr Pastel-verkunum í annað verk og það er auðvitað ánægjulegt. En með kaupum á ritunum eignast fólk listaverk.“ Blaðamaður gerðist strax áskrif- andi að þessum áhugaverðu ritum og hefur notið þeirra. Áhugasamir geta gerst áskrifendur eða keypt stök rit. Þau eru seld hjá Flóru á Ak- ureyri og í Listasafni Reykjavíkur.  Pastel-ritin eru orðin 19  Fjölbreytilegur hópur mjög ólíkra höfunda Morgunblaðið/Hari Útgáfuhóf Frá upplestri úr nýjustu Pastel-ritunum í Mengi á dögunum. Brynhildur Þórarinsdóttir les úr sínu verki en sitjandi eru Kristín Þóra, Haraldur Jónsson, Þórður Sævar Jónsson og Áki Sebastian Frostason. Morgunblaðið/Einar Falur Litrík Pastel-ritin 19 sem komin eru út eru jafn fjölbreytileg og höfundarnir eru ólíkir. Í þeim eru sögur, ljóð, dagbókabrot, ljósmyndir, teikningar … Kristín Þóra Kjartansdóttir Ólíkar túlkanir og skráning- ar á margræðum veruleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.