Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 Jól Þessar stúlkur dáðust að skreyttu jólatré í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Eggert Í upphafi 20. aldar- innar stóð íslenska þjóðin á tímamótum. Hún stefndi að því að ráða sínum málum sjálf og framfarir í mennta- málum voru nauðsyn- legar til að þjóðin gæti staðið undir sjálfstæði sínu. Forystufólk þessa tíma var mjög meðvitað um mikilvægi mennt- unar enda hófst stórsókn í skóla- málum með stofnun gagnfræðaskóla í þéttbýli og héraðsskóla í strjálbýli, Háskóli Íslands var settur á lagg- irnar 1911 og fræðslulög 1907. Með þessu hugarfari sóknar þurfum við að fara inn í 21. öldina. Menntun verður lykillinn að tækifærum fram- tíðarinnar og því tel ég nauðsynlegt að fara í þær umbætur og aðgerðir sem hér eru kynntar. Hugarfar nemenda til menntunar Jákvætt viðhorf til eigin getu hef- ur mikil áhrif á árangur. Þeir nem- endur sem álíta að hæfileikar þeirra og hæfni séu föst stærð eru líklegri til þess að gefast upp á flóknari verk- efnum og vilja forðast erfiðleika og áskoranir. Niðurstöður sýna að 73% íslenskra nemenda sem tóku þátt í síðustu PISA-könnunarprófunum eru með svokallað vaxtarviðhorf; þau trúa að með vinnusemi, góðum að- ferðum og hjálp frá öðrum geti þau þróað hæfni sína og getu. Þetta hug- arfar er bæði dýrmætt og gagnlegt því af því leiðir að auðveldara er að bæta árangur nemenda. Til að koma Íslandi í fremstu röð í menntamálum er brýnt að skoða alla þá þætti sem geta aukið möguleika hvers nem- anda því allir geta lært, og allir skipta máli. Fagráð stofnuð Brýnt er að auka fagþekkingu og styðja við starfsþróun kenn- ara í þeim efnum. Ég hef nú þegar skipað öflugt fagráð í stærð- fræði og hyggst gera slíkt hið sama fyrir ís- lensku og nátt- úrufræði. Fagráðin verða skipuð okkar færasta fólki og er markmið þeirra að gera tillögur um eflingu námssvið- anna, starfsþróun, námsgögn og aukna samfellu allra skólastiga. Fag- ráðin munu einnig vera Mennta- málastofnun til ráðgjafar við mótun og útfærslu námsgagna, verkefna um eflingu náms- og kennsluhátta, starfsþróun og ráðgjöf í skólum. Fjölgum tímum í náttúrufræði Á Íslandi eru fæstar kennslu- stundir í móðurmáli á miðstigi grunnskóla miðað við hin norrænu löndin og því viljum við breyta líkt og fjallað var um í síðustu grein minni. Sama er að segja um náttúrufræði, Ísland er með fæstar kennslustundir af Norðurlöndunum í náttúrufræði á unglingastigi og ef við horfum lengra eru kenndir 160% fleiri tímar í nátt- úruvísindum á miðstigi í Eistlandi en hér á landi. Við ætlum að leggja aukna áherslu á mikilvægi þessara greina í viðmiðunarstundaskrá. Að- stæður til kennslu í náttúruvísindum hér á landi eru einstakar og brýnt að leita leiða til þess að nýta þau tæki- færi betur til fræðslu fyrir nemendur í grunnskólum. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á sviði nátt- úruvísinda enda eigum við vís- indamenn á heimsmælikvarða, m.a. á sviðum jökla- og eldafjallarann- sókna, hafrannsókna og loftslags- mála og það verður kappsmál okkar að fjölga starfandi kennurum í nátt- úrufræði. Aðgerðir sem miða að efl- ingu þessara greina hyggjumst við vinna í góðu samráði, ekki síst við nemendurna sjálfa. Starfsþróun kennara og skólastjórnenda Við horfum til þess að stórefla starfsþróun kennara og skólastjórn- enda hér á landi með markvissum hætti í samstarfi meðal annars við Kennarasamband Íslands, kenn- aramenntunarstofnanir, skólastjórn- endur og Samband íslenskra sveitar- félaga. Öflug starfsþróun kennara er grundvöllur framfara í mennta- kerfinu okkar og mikilvægur liður í því að gera starfsumhverfi kennara framúrskarandi. Ekki hefur legið fyrir sameiginleg framtíðarsýn á málefni starfsþróunar t.d. milli ólíkra skólastiga og rekstraraðila skóla en nú eru komnar fram tillögur í þá veru. Tillögurnar eru fjöl- breyttar og tengjast m.a. ráðuneyt- inu, sveitarfélögum, menntun kenn- ara og skólunum sjálfum. Það er mjög dýrmætt að fá þær til umfjöll- unar og útfærslu, ekki síst í sam- hengi við ný lög um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda sem taka munu gildi í ársbyrjun 2020. Eflum menntarannsóknir Starfræktir eru margir sjóðir sem veita styrki til málefna sem heyra undir mennta- og menningar- málaráðuneytið. Einnig er fyrir hendi Félag um menntarannsóknir (FUM) sem stendur fyrir umræðu um menntarannsóknir og kemur að útgáfu Tímarits um mennta- rannsóknir. Meðal markmiða félags- ins er að efla þekkingu og færni fé- lagsmanna til að leggja stund á rannsóknir á menntamálum og stuðla að útbreiðslu þekkingar á rannsóknum og þróunarstarfi. Breytingar á menntakerfi og menntastefna þurfa að byggjast á rannsóknum og því hyggjumst við leita leiða til að efla mennta- rannsóknir í samvinnu við háskóla, FUM, Kennarasambandið og Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Stefna stjórnvalda í vísindamálum í gegnum innlenda samkeppnissjóði þarf einnig að taka mið af áherslu á menntarannsóknir á Íslandi. Íslenskan í sókn Aðgerðaáætlun sem byggist á þingsályktun um hvernig efla megi íslensku sem opinbert mál hér á landi verður kynnt á næstu miss- erum. Meðal þeirra aðgerða sem þar eru sérstaklega tilgreindar eru mót- un tillagna um stuðning við starfsemi skólabókasafna, þróun og aðgengi að rafrænu kennsluefni í íslensku, end- urskoðun fyrirkomulags náms- gagnagerðar og hvernig styrkja megi stöðu nemenda með annað móðurmál en íslensku og stuðla að jákvæðri umræðu og fræðslu í sam- félaginu um fjölbreytileika tungu- málsins. Þar er einnig fjallað um mikilvægi læsis og lesskilnings fyrir tungumálið okkar. Lesskilningur leggur grunn að öðru námi og mark- mið okkar er að leggja mun meiri áherslu á þjálfun hans í öllum náms- greinum því ef hugsun og skilningur á móðurmálinu er frjór og fjöl- breyttur erum við betur í stakk búin til þess að læra og meðtaka aðra þekkingu. Skýrara námsmat Það er áherslumál okkar að efla námsmat og endurgjöf til nemenda og kennara. Ljóst er að miðla þarf betur til nemenda, foreldra og skóla- fólks hvernig haga skuli námsmati og notkun hæfniviðmiða í grunn- skólum. Mikið er í húfi að allir geti nýtt sér þau og að framsetning þeirra og endurgjöf skóla sé skýr og skilvirk; þannig er líklegra að allir nái betri árangri í námi. Á næstunni munum við kynna tillögur sem að því lúta og niðurstöður könnunar sem gerð var á innleiðingu aðalnámskrár grunnskólanna. Einnig verða brátt kynntar tillögur starfshóps um markmið og hlutverk samræmdra könnunarprófa. Sú gagnaöflun og greiningarvinna sem hefur átt sér stað að undanförnu mun nýtast vel við að efla menntakerfið okkar. Fjöl- margir hafa komið að þeirri vinnu og kann ég þeim góðar þakkir fyrir mikilvægt framlag. Okkar bíða spennandi verkefni Niðurstöður síðustu PISA- könnunar sýna okkur að meirihluti ís- lenskra nemenda hefur sterka hvöt til þess að ná góðum tökum á verk- efnum, trú á getu sinni, þau setja sér metnaðarfull markmið, leggja mikið upp úr mikilvægi menntunar og eru líkleg til að klára háskólanám. Okkar bíða sannarlega spennandi verkefni og mörg þeirra eru vissulega flókin. En með réttu hugarfari og trú á verk- efnunum sem fram undan eru mun árangurinn ekki láta á sér standa. Setjum markið hátt og vinnum að því saman að vegur þjóðarinnar og tæki- færi séu tryggð. Styrkjum mennta- kerfið með markvissum aðgerðum sem tryggja að lífskjör og velsæld verði góð á 21. öldinni. Eftir Lilju Alfreðsdóttur »Menntun verður lykillinn að tækifær- um framtíðarinnar og því tel ég nauðsynlegt að fara í þær umbætur og aðgerðir sem hér eru kynntar. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra. Ísland í fremstu röð II Rauði kross Íslands hefur ákveðið að efna til söfnunarátaks vegna neyðar af völd- um þurrka og skógar- elda í Namibíu. Af þessu tilefni lögðu margir við hlustir. Kannski vegna þess að í ljós hefur komið að Ís- lendingar hafa verið að skrifa sögu sína í því landi á sambærilegan hátt og nýlenduríki Evrópu skrásettu sína sögu með gjörðum sínum, einkum á nítjándu og tuttugustu öldinni, en einnig fyrir þann tíma og síðar, allt fram á okkar dag, um alla Afr- íku, víða í Asíu og Rómönsku Am- eríku. Á nú að næla sér í syndaaflausn? Þetta voru viðbrögð einhverra þeg- ar spurnir bárust af því að nokkrir einstaklingar undir forystu Hjálm- ars Árnasonar, fyrrverandi alþingismanns, vildu rétta þessu söfnunarátaki hjálparhönd. Tilefni er svo sannarlega til þess að brennimerkt land leiti eftir frið- þægingu og eru því vangaveltur í þessa veru engan veginn út í hött. En menn eru feimnir. Í klausu sem birtist á leiðarasíðu dagblaðs í vikunni er það sagt vera „sér- kennilegt að Namibía hafi orðið fyrir valinu. Namibía er langt frá því að vera verst statt meðal Afríkuríkja og fjöldi ríkja sem verr standa“. Það er mikið rétt að þar í álfu er víða örbirgð að finna, óbærilegar hitabylgjur, mann- skæða gróðurelda, sárt hungur og ágenga sjúkdóma. Þótt enginn sem til þekkir véfengi neyðina í Namibíu kann engu að síður að vera nokk- uð til í þessu skrifi á sama hátt og til voru þjáðari þjóðir en Ís- lendingar árið 1973 þegar gosið varð í Heimaey og Vest- mannaeyingar hrökt- ust á brott frá heim- ilum sínum. Þá misstu margir aleiguna. En þjóðin sjálf var ekki örsnauð, eins og Namibíumenn eru, og því í stakk búin að veita bágstöddum aðstoð, svara kalli um samstöðu. Og frá öðrum löndum barst líka hjálp. Hún var vel þegin. Gripdeildirnar í Namibíu, sem allir Íslendingar þekkja nú til, eru ekki einkamál nokkurra útgerð- armanna og vitorðsmanna þeirra. Í góðri trú veittu Íslendingar þróun- araðstoð sem síðan var notuð sem leiktjöld fyrir miskunnarlaust arð- rán. Rannsókn á því ráni er nú haf- in og ástæða til að fylgjast vel með henni. Það er þó ekki almennings að gera upp sakir. Það eiga dómstólar að gera og síðan þarf að skila þýf- inu aftur á heimaslóð. Fyrir Hjálmari og félögum vakir hins vegar að treysta á dómgreind hjálparstofnunar um að beina hjálparfé þangað sem þess gerist þörf. Og nú segir Rauði kross Íslands okkur að með myndarlegu átaki megi gera brunna og leggja vatns- lagnir sem geri þurrkasvæði í Namibíu sjálfbær. Átakinu sé beint að svæðum sem þrjú hundruð þús- und manns byggi og sé í fyrstu horft til átján þúsund manna byggðar sem sé í mestri neyð. Þessar fólksfjöldatölur samsvara annars vegar fólksfjölda Íslands og hins vegar Akureyrar. Þegar spurt er hvort Namibía sé nokkuð sérstök – hvort hún þurfi nokkuð á hjálp að halda umfram önnur ríki, þá er svarið þetta: Namibía er vissulega sérstök vegna náttúruhamfara en einnig vegna þeirrar sögu sem Íslend- ingar eiga þar. Vissulega á það ekki að verða okkar eina takmark að sækjast eft- ir velvild í Namibíu, fremur en Færeyingar gerðu í Vestmanna- eyjagosinu, heldur er það velvildin innra með okkur sem öllu máli skiptir; velvild í garð þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á mann- gerðu kerfi sem við höfum smíðað, kerfi sem byggist á braski með auðlindir þjóðanna. Nú er þörf á skilningi og velvilja í garð þeirra sem svikult brask hefur leikið grátt. Og auðvitað er Namibía sérstök. Við vorum þar. Greinin er endurbirt vegna mistaka í uppsetningu í Sunnudagsblaði. Til hjálpar í Namibíu – til tilbreytingar Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson » Og nú segir Rauði kross Íslands okkur að með myndarlegu átaki megi gera brunna og leggja vatnslagnir sem geri þurrkasvæði í Namibíu sjálfbær. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.