Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 48
Tónlistarhópurinn Cauda Collective heldur tónleika í kvöld kl. 21 í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Flytjendur verða Sigrún Harðardóttir á fiðlu, Þóra Margrét Sveinsdóttir á víólu og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló. Flutt verða brot úr tíðasöngvum Þorláks helga frá aldamótunum 1300 í nýjum útsetningum hópsins, brot úr Goldberg-tilbrigðum Bachs í útsetningu fyrir strengjatríó, Int- ermezzo eftir Z. Kodaly og Pavane eftir G. Fauré. Einnig verða flutt ís- lensk þjóðlög og jólasöngvar. Flytja brot úr tíða- söngvum Þorláks MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Getur Manchester City enn veitt Liverpool keppni um enska meistaratitilinn og kom- ið í veg fyrir að nýkrýndir heims- meistarar félagsliða hreppi hann í fyrsta skipti í þrjá áratugi á kom- andi vori? Eftir sannfærandi sigur City á Leicester, 3:1, á laugardaginn er meistaralið Pep Guardiola ellefu stigum á eftir Liverpool, sem hins vegar á inni frestaðan útileik við West Ham. »32 City ellefu stigum á eftir í toppbaráttunni ÍÞRÓTTIR MENNING Liverpool varð fyrsta enska liðið í ellefu ár til að vinna heimsmeist- arakeppni félagsliða í fótbolta með því að sigra Fla- mengo frá Brasilíu í framlengdum úrslita- leik í Doha í Katar, 1:0, á laugardags- kvöldið. Roberto Firmino skoraði sigurmarkið á níundu mínútu framlengingar. Þar með hafa ríkjandi Evrópu- meistarar unnið mótið sjö ár í röð, eða frá því Chelsea tapaði fyrir Corinthians frá Bras- ilíu árið 2012. »32 Liverpool tryggði sjö- unda sigur Evrópu í röð Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Þorsteinn Eggertsson og Jó- hanna Fjóla Ólafsdóttir eru að vinna að tólf laga plötu, þar sem tíu lög verða eftir Fjólu og tvö eftir Þor- stein. Þetta er í fyrsta sinn sem lög eftir hann eru hljóðrituð en hann hef- ur samið sjö til átta hundruð texta við lög eftir aðra. Platan er væntanleg á markað skömmu eftir áramót. Fjóla og Þorsteinn rugluðu saman reytum fyrir um þrjátíu árum. Áður bjó Fjóla lengi í Svíþjóð, samdi lög, útsetti og söng með hljómsveit. Hún segir að þau hafi lengi samið og sung- ið saman heima í stofu og þegar þeim hafi dottið í hug að gefa saman út plötu hafi hugmyndin verið sú að lög- in yrðu eftir hana og textarnir eftir hann. „Ég vissi að Steini hafði samið lög, vildi að hann ætti lög á plötunni og hann tók því vel,“ segir hún. Yfir fjögur hundruð dægurlaga- textar eftir Þorstein hafa verið gefnir út á hljómplötum. Hann segir að þau Fjóla hafi oft samið saman lög og þegar þeim hafi verið boðið að vera með dagskrá í Hannesarholti hafi þau þurft að taka saman efni. Það hafi verið byrjunin á plötunni. „Það hangir saman að semja söngtexta og semja lag og ég hef samið lög frá því um 1960 en enginn hefur beðið mig um lag fyrr en Fjóla vildi koma því á framfæri.“ Textarnir tilviljun Þorsteinn söng með ýmsum hljóm- sveitum eins og til dæmis með KK sextettinum, Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og hljómsveit í Dan- mörku þegar hann var þar í mynd- listarnámi. Hann segist aldrei hafa ætlað sér að verða söngtextahöf- undur en eftir að Þórir Baldursson í Savanna tríóinu hafi hvatt sig til þess að semja texta hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir það fór fólk að biðja mig um að semja texta og hefur gert alla tíð síðan.“ Enginn einn sönglagatexti er í uppáhaldi hjá Þorsteini. „Það er breytilegt frá degi til dags og fer eft- ir skapinu hverju sinni,“ segir hann. Bætir við að Fjóla sé hrifnust af textanum „Langt úti á hafi“ og þau syngi hann við lag eftir sig á plöt- unni. „Ég samdi textann um 1981 og til stóð að hljómsveitin Upplyfting flytti hann en útgefandinn, sem hafði beðið mig að gera sjómannatexta og fékk þennan, stirðnaði upp og sagð- ist ekki gefa hann út – hann væri of hommalegur!“ Á plötunni eru tíu textar eftir Þor- stein, en Halldór Laxness og Jak- obína Sigurðardóttir eiga sinn text- ann hvort. Þorsteinn og Fjóla syngja ýmist ein eða saman. Vilhjálmur Guðjónsson í Stúdíó Vox tekur upp lögin en hjónin gefa plötuna út. „Við gefum hana út á nýju ári,“ segir Þor- steinn. Texta- og lagahöfundar Hjónin Þorsteinn Eggertsson og Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir eru að vinna að tólf laga plötu. Loks lög eftir Þorstein Eggertsson á plötu  Fjölhæfi textahöfundurinn opinberar nýja hlið á sér Góð þjónusta í tæpa öld Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 1-4 manneskjur 15.500 kr. 5-8manneskjur 19.500 kr. Verð aðra leið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.