Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 »Nýjasta kvikmyndin í Stjörnustríðs-syrpunni, The Rise of Skywalker, var frumsýnd í síðustu viku og þá meðal annars í London þar sem stjörnur myndarinnar mættu prúðbúnar og aðdáendur í gervum hinna ýmsu persóna myndanna. Aðdáendur Stjörnustríðs flykktust á frumsýningu nýjustu myndarinnar í London AFP Furðuverur Aðdáendur mættu í ýmsum gervum og hér má sjá unga konu í gervi Aayla Secura, vopnaða geislasverði, nema hvað? Stjarna Daisy Ridley og rauðir stormsveitarmenn á rauða dreglinum. Illmenni Svarthöfði og kónar hans mættu á frumsýningu. Vefurinn Metacritic hefur birt lista yfir bestu hljómplötur ársins og er plata Nick Cave and the Bad Seeds, Ghosteen, í fyrsta sæti. Listinn er fenginn með því að skoða meðaltalseinkunn gagnrýn- enda og er platan með þá hæstu, 96 stig af 100 mögulegum. Cave hefur í tvígang átt bestu plötu ársins á Metacritic á síðast- liðnum fjórum árum og hefur að- eins einn listamaður, Kandrick Lamar, náð þeim árangri frá því Metacritic-síðan var stofnuð fyrir 19 árum. Í öðru sæti er plata Weyes Blo- od, Titanic Rising, með ein- kunnina 91 af 100 og í því þriðja plata Little Simz, Grey Area, með 91 stig einnig. Í fjórða sæti er Ís- landsvinurinn Michael Kiwanuka með plötuna Kiwanuka sem hlýtur 89 stig. Í fimmta sæti er plata Ja- milu Woods, LEGACY! LEGACY! og í því sjötta plata Angel Olsen, All Mirrors. Í sjöunda sæti er plata Solange, When I Get Home og í áttunda er plata Aldous Harding, Designer og níunda plata FKA twigs, Magdalene. Tíunda sætið vermir svo plata Brittany Howard, Jaime, með 88 stig af 100 mögulegum. Best Plata Nick Cave og félaga hans í the Bad Seeds, Ghosteen, hlaut flest stig á árinu samkvæmt úttekt Metacritic. Ghosteen besta plata ársins ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.