Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
UNDIR ÞESSU MERKI
SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli
49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500
kr., gull m. demanti 55.000 kr.,)
silfurhúð 3.500 kr.
ERNA, Skipholti 3,
sími 552 0775,
www.erna.is - Póstsendum
Fallega jólabjallan frá ERNU
Fallaega jólabjallan frá Ernu kr.
8.500,- Jólabjallan 2019 er nýr
söfnunargripur frá ERNU. Hönnun;
Ösp Ásgeirsdóttir. Sjá úrval jólagjafa
á síðunni erna.is.
ERNA, Skipholti 3,
s. 552 0775,www.erna.is
SANDBLÁSTUR
www.blastur.is
Sími 555 6005
Helluhrauni 6, 220 Hf.
Félagsstarf eldri borgara
Dalbraut 18-20 Myndlist í vinnustofu kl. 9.30. Brids kl. 13 í borðsal.
Dalbraut 27 Jólapíla í parketsal kl. 14.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Skötu-
veisla kl. 11.30, LOKAÐ kl. 13. Aðfangadagur LOKAÐ. Jóladagur LOK-
AÐ. Annar í jólum LOKAÐ. Opnum aftur föstudaginn 27. desember
eins og venjulega.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Þorláksmessuskata í hádeginu kl. 11.30-
12.30 og kaffiveitingar frá kl. 14.30 til 15.30. Heitt á könnunni fyrir
hádegi. Nánari uppl. í síma 411-9450. Verið öll hjartanlega velkomin.
Garðabær Lokað Þorláksmessu.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Út-
skurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong kl. 10-11. Leikfimi Helgu
Ben kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna.
Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í
Egilshöll, allir velkomnir og gleðileg samvera á eftir. Þorláksmessu-
skötuveisla í dag frá kl. 11.30 í Borgum, skráning hefur farið fram,
gleði og gaman að góðum sið. Með góðri ósk um gleðilega hátíð.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, Gönguhópurinn kl. 13.30, bíó í betri stof-
unni kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Nú er skipulagt félags og tómstundastarf komið í
jólafrí. Þó verður hellt uppá fyrir kaffikrókinn alla virka daga kl. 10.30.
Starfsfólk félags og tómstundastarfsins óskar ykkur öllum gleðilegrar
hátíðar, árs og friðar. Þökkum góðar stundir á líðandi ári.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Raðauglýsingar
Vantar þig
rafvirkja?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Gullu tókst að vera kennarinn
sem allir elska, þótt hún
skammaði mann af og til og
stranga hliðin kæmi í ljós. Mann
langaði einfaldlega að gera sitt
besta til að þóknast henni. Svo
var hún alltaf tilbúin í smá fjör
og gaman.
Einu sinni þegar hún átti af-
mæli mætti hún í skólann með
fangið fullt af kræsingum á
hlaðborð og þurfti meira að
segja að fá aðstoðarkennarann
til að hjálpa sér að sækja allt
heila klabbið út í bíl. Þann dag-
inn fengum við að sleppa næst-
um öllum skólanum til að leika
okkur og borða snakk og kökur.
Allur skólinn öfundaði okkur af
að eiga svona góðan kennara.
Við viljum leyfa okkur að full-
yrða að Gulla hafi verið miklu
meira en bara góður kennari.
Hún vildi einfaldlega gleðja okk-
ur, þótt það væri hún sem ætti
afmæli. Hún naut þess einfald-
lega að gleðja aðra. Hún lét líka
verkin tala þegar kom að okkur,
við vorum ekki mikið í því að
hlusta.
Þegar heimilisfræðikennarinn
okkar fór í veikindaleyfi eina
önnina tók Gulla að sér að baka
með okkur. Hún kunni ekkert á
kerfið. Sá helmingur bekksins
sem átti að vera í heimilisfræði
endaði á því að baka kleinu-
hringi með henni hálfan daginn.
Svo þegar allir komu inn úr frí-
mínútum fór heimilisfræðihóp-
urinn upp í umsjónarstofu þar
sem hinir biðu og við borðuðum
gúmmelaðið saman. Gulla sá
nefnilega til þess að við bök-
uðum extra skammt, nákvæm-
lega af þessari ástæðu.
Hún var endalaust að hugsa
um okkur og varð svo glöð þeg-
ar við gáfum til baka. Dæmi um
hugulsemi hennar er að þegar
krakkarnir í bekknum með of-
næmi fengu óætan mat í hádeg-
inu ákvað Gulla alltaf að skipta
sínum hádegismat á milli þeirra.
Svo borðaði hún sjálf ekki neitt.
Þegar við vorum ekki í stuði
til að læra hló hún bara að okk-
ur og sagði okkur að gera það
samt. Hún hafði svo mikinn
húmor fyrir vitleysisganginum í
okkur og var alltaf brosandi.
Takk. Takk Gulla, fyrir að
vera til staðar. Takk fyrir að
gera lífið að leik. Takk fyrir allt.
Við söknum þín og þú varst
heimsins besti kennari. Við
sendum fjölskyldu Gullu, vinum
og samstarfsfólki innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd krakkanna í 7. GB
2016-2017,
Eva Margrét Sigurðardóttir
og Edda Borg Helgadóttir.
Við fráfall Guðlaugar Björg-
vinsdóttur verður mér hugsað til
mannkosta hennar sem og mik-
illa og óeigingjarnra kennslu-
starfa. Sem kennari var Gulla
full eldmóðs og lagði sig alla
fram um árangur og velferð
nemenda.
Gulla var ætíð reiðubúin að
ræða menntamál af hreinskilni
og hispursleysi og kom ábend-
ingum um málaflokkinn á fram-
færi við borgarfulltrúa þegar
hún taldi þörf krefja. Stjórn-
málamenn geta því miður ekki
alltaf treyst á þær upplýsingar,
sem rétt er að þeim í opinberum
ráðum og því er mikilvægt að
geta jafnframt aflað traustra
upplýsinga frá kennurum og
öðru framlínustarfsfólki sem
gjörþekkir allar aðstæður á
vettvangi. Í þessu efni var dýr-
mætt að njóta ráðgjafar Gullu
sem var í senn margspök og ól-
júgfróð. Ætíð gekk ég ríkari af
hennar fundi, hvort sem sam-
tölin snerust um almenna stöðu
grunnskólans, árangur í ein-
stökum námsgreinum eða þjón-
ustu við hópa sem stóðu höllum
fæti í skólakerfinu. Gulla var
glöggur greinandi en um leið
lausnarmiðuð og hafði skýra sýn
á æskilega þróun í skólamálum.
Sú sýn hennar var innblásin af
ríkum metnaði kennarans, vel-
vilja og virðingu gagnvart nem-
endum en jafnframt raunsæi
gagnvart takmarkandi þáttum
eins og fjárveitingum. Hún
hvatti stjórnmálamenn óspart til
að heimsækja grunnskólana og
kynnast þannig starfinu þar af
eigin raun.
Fyrir tíu árum bauð Gulla
mér að heimsækja Borgaskóla.
Hluti af dagskránni þar var
fundur með 10. bekkingum, sem
voru gagnrýnir á hvernig staðið
var að framkvæmd samræmdu
prófanna. Gulla skipulagði fund-
inn og bjó nemendur undir hann
með því markmiði að skoðanir
þeirra á samræmdu prófunum
og námsmatsmálum almennt
gætu skilað sér milliliðalaust til
mín sem var þá formaður
Menntaráðs. Er þetta tvímæla-
laust einn besti fundur sem ég
hef átt um menntamál. Nemend-
urnir fjölluðu um málefnið með
gagnrýnum hætti og urðu skoð-
anaskipti mun fjörugri, frjórri
og málefnalegri en ég átti að
venjast úr borgarstjórn.
Fyrir þremur árum bauð
Gulla mér að heimsækja
Hamraskóla og fylgjast með
kennslu þar í tilefni af umræðu
sem þá átti sér stað um kenn-
arastarfið. Ég settist þá á skóla-
bekk í 7. GB eina morgunstund
og sá hvernig stjórnsemi Gullu
nýttist til fullnustu í fjölmennri
bekkjardeild. Hún fór á milli
borða eins og hvítur stormsveip-
ur og sá um að allir gætu haldið
áfram á sínum hraða. Var með
ólíkindum hversu vel hún gat
haldið blönduðum hópnum að
verki þar sem nemendur voru
misjafnlega á vegi staddir. Á
meðan við „nemendurnir“ hvíld-
umst í hádegishléi sinnti hún
gæslu í matsal og einstaklings-
bundnum erindum nemenda,
sem fylgdi síst minna álag en
kennslan um morguninn. „Öllum
mönnum kom hann til nokkurs
þroska,“ segir í Heimskringlu
um Erling Skjálgsson á Sóla.
Finnst mér þessi setning lýsa
Gullu vel.
Sakna ég þess að geta ekki
oftar skipst á skoðunum og
gamanyrðum við Gullu og þegið
heilræði frá henni. En minningu
um yndislega konu og einstak-
lega kraftmikinn kennara, sem
margir eiga mikið að þakka,
mun ég halda í heiðri á meðan
mér endast dagar.
Fjölskyldu Gullu sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Kjartan Magnússon.
Við Gulla kynntumst eigin-
lega almennilega í meistaranám-
inu. Vissum hvor af annarri fyr-
ir þann tíma en þarna smullum
við saman. Ég fór svo að vinna í
ritveri Menntavísindasviðs og
hún eins og grár köttur á bóka-
safninu. Þá var þetta komið. Við
fórum svo að vinna saman í
Hamraskóla, fyrst hvor í sínu
lagi, en svo var ég fengin til að
vera með henni í bekk. Þetta
voru ævintýralegir tímar og
urðu enn skemmtilegri þegar
Katla kom inn til okkar sem
stuðningsfulltrúi. Þetta voru
góðir tímar, skemmtilegir og á
köflum léttgeggjaðir. Kaffiboll-
arnir sem þessar tvær tóku með
sér upp, gleymdu alltaf að fara
með niður aftur og enduðu ein-
hverja hluta vegna alltaf á mínu
skrifborði. Nammiskúffan henn-
ar Gullu, gleraugu sem voru í
sameign, löng símtöl á kvöldin,
smá rauðvínssötur og trúnó hjá
okkur tveimur eða þremur,
ógleymanlegar verslunarmanna-
helgar í bústaðnum hjá pabba
hennar Kötlu eða bara í næsta
bústað og brekkusöngur og svo
epíska Londonferðin. Persinn
sem elskaði konurnar frá Ís-
landi, hobbitasturtan ógleyman-
lega, að maður hafi ekki pissað á
sig af hlátri þegar einni rasskinn
eða brjósti var skvett inn og út.
Ég átti í erfiðleikum með að at-
hafna mig í þessari sturtu og
Gulla var auðvitað stærri en ég.
Þetta var frekar lélegt hótel og
Gulla miður sín því myndirnar á
netinu voru svo ansi fínar. En
við gátum endalaust hlegið að
þessu. Og svo skóbúðin hennar
Gullu hvar ég sat með körlun-
um, mökunum, og fékk kampa-
vín á meðan Gulla mátaði stóra
skó og dýra. Þess vegna var nú
boðið upp á eðalveitingar, svona
til að mýkja höggið þegar kom
að því að borga. Ég drakk
kampavínið af bestu lyst og var
álitsgjafi. Þvílík ferð. Við vorum
einmitt að spá í aðra ferð fyrir
síðasta vetrarfrí þegar Gulla
fékk kallið um að henni væri
ekki ætlað að fara í þá ferð. Hún
fékk það verkefni að fara í allt
aðra ferð, vegferð sem hún
þurfti að takast á við sjálf án
ferðafélaga, hennar hinsta ferð.
Eftir sitjum við slegin, sorg-
mædd og döpur. Hugsið ykkur
öll börnin sem fá ekki að njóta
handleiðslu hennar né samveru.
Æska dagsins í dag hefur misst
mikið þegar einn besti kennari
landsins er fallinn í valinn. Gulla
var kennari af guðs náð og alltaf
þegar hún hringdi í foreldra
kynnti hún sig sem Gullu kenn-
ara. Enda var hún kennari. Hún
var einstök, hún var best og hún
var fyndnust.
Blessuð sé minning þín, elsku,
hjartans Gulla mín. Þú varst
samstarfskona og vinkona af lífi
og sál, þú varst einstök. Ég
sakna þín.
Arndís.
Guðlaug
Björgvinsdóttir
✝ Halldór fædd-ist á Hamri í
Nauteyrarhreppi
12. júlí 1925. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
13. desember 2019.
Foreldrar hans
voru Hallbera Jón-
ína Hannesdóttir
og Guðmundur
Torfason vinnufólk
á Hamri. Halldór
bjó hjá fósturforeldrum sínum
Hávarði og Sigríði á Hamri
fyrir tvö börn, Þóru Guðlaugu
Bragadóttur, f. 1953, d. 2001,
og Jónas Hallgrím Bragason, f.
1959, sem Halldór ól upp. Þóra
var gift Halldóri Kr. Stefáns-
syni sem er látinn, þau áttu tvö
börn, Elínu Huldu, f. 1976, hún
á tvö börn, Pétur Inga og
Selmu Dóru, og Stefán sem bú-
settur er í Danmörku. Jónas er
kvæntur Guðrúnu Sólveigu
Guðmundsdóttur, eiga þau tvö
börn, Braga, f. 1990, og Lilju, f.
1992. Saman áttu Halldór og
Hulda Höllu Ósk, f. 1965, synir
hennar eru Tómas, f. 1993,
Stígur, f. 1994, og Reynir, f.
1999.
Útför Halldórs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 23. des-
ember 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
fram undir tvítugt
en þá flutti hann til
Reykjavíkur þar
sem hann vann hin
ýmsu verka-
mannastörf, lengst
af við járnabind-
ingar. Seint á átt-
unda áratugnum
fór hann að vinna
hjá ISAL og vann
þar til starfsloka.
Halldór giftist 24.
desember 1972 Huldu Þórarins-
dóttur sem lést 2011. Hulda átti
Mínar fyrstu minningar um
afa minn og ömmu eru í Fögru-
brekku þar sem við systkinin
vorum stundum á meðan
mamma var að vinna í sjopp-
unni hinum megin við götuna
og pabbi að vinna í Straumsvík.
Ég man ekki eftir öðru en að
það hafi alltaf verið gaman. Þar
lékum við okkur með leikföng
sem mamma og systkini hennar
áttu þegar þau voru lítil. Við
gátum unað okkur lengi við alls
konar leiki. Þegar við vorum
orðin mjög hávær þá heyrðist
stundum í ömmu að við yrðum
nú að lækka í okkur og hætta
að stappa svona niður fótum
því annars myndi fólkið á neðri
hæðinni koma upp. Þegar vel lá
á afa gat hann lyft augabrún-
unum þannig að það var eins og
þær dyttu ásamt toppinum sem
var alltaf vandlega greiddur.
En í stuttu máli sagt þá eru
æskuminningarnar allar fullar
af væntumþykju og gleði sem
tengjast ömmu og afa í Fögru-
brekku.
Afi var ótrúlega ljúfur og
góður maður. Lundin létt og
stutt í brosið. Í æsku man ég
ekki eftir að hann hafi skipt
skapi. Pabbi og afi voru miklir
mátar þrátt fyrir aldursmuninn
og eyddu miklum tíma saman.
Þeir voru duglegir á tímabili að
fara í langa göngutúra eða fara
á gönguskíði saman. Þeir áttu
nefnilega svo ótrúlega margt
sameiginlegt. Þá ekki bara að
heita það sama heldur áttu þeir
líka sama afmælisdag og unnu
á sama vinnustað.
Afi var alltaf ótrúlega heilsu-
hraustur og sterkur maður.
Eftir að pabbi dó kom hann oft
með mér upp í hesthús til að
hjálpa mér að taka á móti
heyinu. Það stoppaði hann ekki
að selflytja nokkur tonn af
heyi, eða koma og hjálpa mér
að þrífa hesthúsið og mála. En
þess má geta að hann var far-
inn að nálgast áttrætt á þeim
tíma.
Síðustu ár var það venja hjá
mér að fara til afa kl. 10 á
sunnudagsmorgnum, og virtust
þessar gæðastundir okkar
skipta hann jafn miklu máli og
mig. Oft beið kaffibollinn á
borðinu eftir mér ef ég tafðist.
Það var spjallað um alla heima
og geima. Stundum voru skoð-
aðar gamlar myndir og hann
rifjaði upp gamla tíma, ég sagði
honum frá hvað ég var að gera
hverju sinni og sýndi honum
gjarnan myndir og myndbönd á
símanum hjá mér. Það fannst
honum gaman. Honum fannst
nú ekki verra ef ég kom með
hundinn með mér og þótti ótrú-
lega merkilegt hvað hann var
alltaf þægur og rólegur. Afi var
nefnilega mikill dýramaður.
En nú er þínum tíma lokið
hérna með okkur og þín verður
sárt saknað. Ég geri ráð fyrir
að mamma, pabbi, amma og all-
ir hinir séu búnir að taka á
móti þér með opinn faðm.
Ég vil þakka þér fyrir tím-
ann sem við áttum saman og ég
mun alltaf minnast sunnudags-
morgnanna okkar saman með
söknuði og gleði í hjarta.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Elín Hulda.
Halldór Sigurður
Guðmundsson