Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 ... stærsti uppskriftarvefur landsins! Stjórn heilbrigðiskerfisins er ekki í góðu lagi. Það er ekki þörf á að senda alla inn í sjúkrahús. Það getur valdið öngþveiti. Betra og eðlilegra er að halda áfram kerfinu eins og það var fyrir fáum áratugum. Sér- greinalæknar ráku sjálfir stofu sína og þjónuðu sjúklingum eins og þeir gátu og sendu þá í sjúkrahús ef þess var þörf. Sjúk- lingar ættu sjálfir að geta sótt til þeirra. Þetta kerfi dregur úr álagi á sjúkrahúsin. Þessi starf- semi á að vera að hluta til greidd af hinu opinbera eins og áður. Núverandi heilbrigðisyf- irvöld hafa hindrað þetta fyrir- komulag og það íþyngir Land- spítalanum. Hörður Þorleifsson er fyrrverandi sjúkrahúslæknir og sérgreinalæknir. Heilbrigðismál Ljósmynd/Unsplash Sigurður Sigurð- arson, fyrrverandi yf- irdýralæknir, segir í grein í Bændablaðinu 22. mars 2016 m.a. þetta: „Það er skoðun mín að flestum hrossum líði vel úti að vetr- inum, ef þau fá nóg af góðu fóðri, greiðan að- gang að góðu drykkjarvatni og skjól fyrir ill- viðrum annaðhvort náttúrulegt skjól eða manngerð skýli sem upp- fylla kröfur þ.e. hæð 2,5 metrar, skjólvængir gegn 3 vindáttum og 4 metrar að lengd minnst“. Sigurður, sem er mikill fagmaður og reyndur vel, kvartar svo í sömu grein yfir illri meðferð ýmissa bænda á útigangshrossum sínum. Tekur hann þessi dæmi: „Í hrakviðrum í janúar sl. (en Sigurður var þá kominn á eftirlaun) höfðu samband við mig nokkrir menn sem hafa gott vit á hrossum og báðu mig um að koma á fram- færi athugasemdum vegna illrar meðferðar á nokkrum hrossahópum á útigangi við Selfoss og í nær- sveitum. Á einum staðnum væru hátt í 70 hross, þar af nokkur folöld og engin skjól. Farið væri að sjá á hross- unum, einkum folöldunum. Á nokkrum öðrum stöðum væru hópar með færri hrossum. Hvergi væru fullnægjandi skjól, sáralítið, jafnvel ekkert gefið af heyi og ekki sinnt um að flytja að vatn í þurrfrostum.“ Þetta var í eðlilegu janúar ár- ferði, fyrir nær fjórum árum, 2016. Sigurður lýsir því svo, að menn hefðu haft samband við Mat- vælastofnun, sem skylt sé að bregð- ast við slíkum málum. Hafi lítið komið út úr því: „Ill meðferð hélt áfram og enn var haft samband,“ skrifar Sigurður. Þetta er dæmi um það að með- ferð útigangshrossa hefur lengi ver- ið misjöfn, eftir bændum, og oft að- finnsluverð. Oftar en ekki hefur mátt flokka hald sumra bænda á hestum sínum undir ámælisvert og ábyrgð- arlaust dýrahald, ef ekki dýraníð. Það er ekki eins og að þetta vandamál sé að koma upp fyrst nú, í hamförunum á dög- unum, þó að sumir reyni að rugla um- ræðuna og réttlæta langvarandi vanrækslu og vanhald útigangs- hrossa með því fár- viðri, sem nú varð, og leiddi til hörmulegs og kvalarfulls dauðdaga hundraða gripa – líka fol- alda og trippa. Undirritaður ritaði aðra grein í annan miðil á dögunum, þar sem hann gagnrýndi almennt útihrossa- hald, bæði í fortíð og nútíð, en hinn hrikalegi dauðdagi hundraða varn- arlausra og hjálparlausra dýra vakti þetta mál auðvitað upp og gaf nýtt og stórt tilefni til að taka málið aft- ur til opinberrar umræðu. Þessi skrif leiddu til mikillar og jafnvel heiftarlegrar og illgjarnar gagnrýni á undirritaðan, þar sem því var haldið fram að hann réðist á hrossabændur sem hefðu misst hesta sína í einstöku fárviðri og væru nú í mikilli sorg og harmi yfir missi gripanna, þar sem náttúran hefði tekið völdin af bændum og þeir hefðu ekki við neitt ráðið. Hefði gagnrýni mín á hendur þeim bændum því verið óviðeigandi og ósanngjörn, hreinasta bændaníð, mátti lesa úr orðum sumra. Einn, sem mun vera sagnfræð- ingur, þó að þess gæti ekki á orð- bragðinu, segir að „heilagleikinn og slepjan drjúpi af hverju orði“ í grein minni, sem segir nokkuð um höfund þessara orða en lítið um málefnið. Gagnrýni mín á útigangs- hrossahald á Íslandi beindist og beinist að stöðu þess máls almennt og í víðu samhengi. Það gátu allir séð og skilið, sem eru sæmilega vel læsir og vildu skilja. Þó að ill meðferð sumra eða margra útigangshrossa síðustu ár og áratugi hafi verið höfuðatriðið í mínum skrifum, breytir það ekki því, að ýmsir bændur hefðu sýni- lega geta varið og verndað sína hrossahjörð betur en þeir gerðu nú í fárviðrinu, einfaldlega með því að fara að gildandi landslögum. 16. október 2014 undirritaði Sig- urður Ingi, sjálfur bóndi og þá sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, reglugerð nr. 910/2014. Í henni seg- ir m.a. í gr. 10: „Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sól- arhring …“ og „óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst.“. Enn- fremur: „Fóðrun skal hagað þannig að öll hross í hverjum hópi komist að fóðrinu samtímis.“ Í 18. gr. sömu reglugerðar segir um „útiganga“: „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægj- andi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggj- um sem mynda skjól úr helstu átt- um. Hver skjólveggur skal að lág- marki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls.“ Í lögum nr. 55/2013, sem fram- angreind reglugerð byggist á, segir svo í 1. gr. Markmið: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíð- an, hungur og þorsta, ótta og þján- ingu, sársauka, meiðsli og sjúk- dóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur.“ Þessi lög og ofannefnd reglugerð mynda þann ramma, sem bændum ber að fylgja í sínu hrossa- og dýra- haldi. Þeir sem geta sagt við sjálfa sig: Ég reyndi eftir megni að fylgja þessum ramma, bæði í gegnum tíð- ina og nú, geta haft góða samvisku. Verið sáttir við sig og sitt. Hinir ekki. Það er ekki ég sem er að dæma einn eða neinn, ég er að vitna í lög landsins og fara þess á leit við dýra- haldara og eftirlitsaðila, að þessum lögum sé fylgt. Dýrin geta ekki tal- að fyrir sig sjálf, einhver verður því að reyna að gera það. Að lokum má vekja athygli á því, að það eru um 75.000 hestar í land- inu, en aðeins hússkjól fyrir um 15.000 þeirra. Þá má líka spyrja, hversu víða eru varnarveggir, sem vernda dýrin úr þremur vind- og veðuráttum, þegar veðurhamfarir verða, fyrir hin 60.000 greyin? Eftir Ole Anton Bieltvedt » Þeir sem geta sagt: Ég reyndi eftir megni að fylgja lögum og reglugerðum, í gegn- um tíðina og nú, geta verið sáttir við sig og sitt. Hinir ekki. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Þrautaganga og þjáning þarfasta þjónsins Jón Steinar Gunn- laugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um sam- skipti hans við tvo af dómurum Lands- réttar á meðan meið- yrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum. Samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu gildir sú regla að málsmeðferð fyr- ir dómi á að vera réttlát. Til að tryggja það verður dómstóll að vera sjálfstæður og óvilhallur. Hér er ekki nóg að dómstóll sé það í raun heldur verður hann að gefa það til kynna á öllum stigum máls- meðferðar og með ytri ásýnd sinni. Þessum reglum er meðal annars ætlað að tryggja að máls- aðilar sitji við sama borð og að þeim sé ekki mismunað við máls- meðferðina. Með hliðsjón af þessum augljósu grundvallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt einslega við hann. Það kom því mjög á óvart þegar það kom í ljós fyrir tilviljun að Jón Steinar hafði rætt málið í einkasamtölum við Hervöru Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar, og Kristbjörgu Stephensen, dómsformann í mál- inu. Enn sérkennilegra er að þess- ir tveir dómarar Landsréttar skuli hafa ákveðið að halda þessum samtölum leyndum fyrir mér og umbjóðanda mínum. Ein af ástæðum þess að svona samskipti þekkjast ekki og eiga ekki að fara fram er að málsaðil- inn sem ekki fær að taka þátt í þeim veit í raun og veru ekki hvað hefur farið á milli gagnaðila og dómara. Sú er ein- mitt raunin í þessu til- viki. Þó liggur fyrir að Jón Steinar ræddi um val á dómurum í einkasamtali við for- seta Landsréttar áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvaða dómarar skipuðu dóm í málinu. Það er ein- faldlega staðreynd því sú ákvörðun var tekin í september 2019 en Jón Steinar segir sjálfur að hann hafi rætt við forseta Landsréttar í febrúar 2019. Lögum samkvæmt á tilviljun að ráða því hvaða dómarar skipa dóm í einstökum málum í Landsrétti og úthlutar forseti Landsréttar mál- um til dómara réttarins. Eðli málsins samkvæmt eiga málsaðilar ekki að hafa nein áhrif á það hvaða dómarar eru valdir til að dæma mál viðkomandi. Það er því ljóst að með innvígðu og inn- múruðu símtali Jóns Steinars og Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar, um skipun dóms í málinu var brotið gegn þessum grundvallarreglum. Þess vegna var ákvörðun forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu ólögmæt. Innvígt og innmúrað símtal Eftir Vilhjálm H. Vilhjálmsson Vilhjálmur H. Vilhjálmsson »Með hliðsjón af þess- um augljósu grund- vallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt eins- lega við hann. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og lögmaður Benedikts Bogasonar. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.