Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 Stundum villgleymast í umræðunni hér hve jöfnuður er mikill á Íslandi og hve kjör eru almennt góð og fara hratt batn- andi. Mikilvægt er, um leið og reynt er að laga það sem upp á vantar, að minn- ast þess hvernig staðan er og hve miklum árangri Ísland hefur náð.    Hagstofan birti á dögunum upp-lýsingar um samanburð á svo- kölluðum Gini-stuðli fyrir Ísland önnur ríki Evrópu. Gini-stuðullinn mælir ójöfnuð og á þennan mæli- kvarða er Ísland í þriðja neðsta sæti, þ.e. Ísland státar af þriðja minnsta ójöfnuðinum í Evrópu. Þetta er tölu- vert á skjön við þá umræðu sem stundum skýtur upp kollinnum hér á landi og gengur út á að öllu sé mjög misskipt hér.    Og fyrst minnst er á tölur Hag-stofunnar er fróðlegt að skoða þróun launavísitölunnar, sem birt var fyrir helgi.    Hækkun launa hefur verið meðólíkindum mikil hér ár landi á nýliðnum árum. Það sem af er þessu ári hefur hefur launavísitalan hækkað um tæp 5% á milli ára. Í fyrra hækkaði hún um 6,5% á milli ára, um 6,8% árið 2017, um 11,4% árið 2016 og um 7,2% árið 2015. Hækkunin var á svipuðum nótum næstu ár á undan.    Í þessu sambandi þarf einnig aðhuga að því að hækkunin hefur á síðustu árum verið mest á lægstu launin. Þessi þróun, samhliða lágri verðbólgu, þætti óhugsandi í öðrum löndum, en hér er stundum látið eins og þetta sé allsendis ófullnægj- andi. Íslenskt jólaævintýri? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Veitingamenn í miðbæ Reykjavíkur lentu margir hverjir í vanda á laug- ardag þegar heita vatnið fór af vest- urhluta borgarinnar. Ein af aðalæð- um hitaveitunnar fór í sundur á móts við Valsheimilið á Hlíðarenda í eft- irmiðdaginn og hófst þá þegar við- gerð sem lauk um klukkan eitt að- faranótt sunnudagsins. Á meðan á því stóð kólnaði í húsum, fólk komst ekki í bað, sundlaugum var lokað og á veitingastöðum var ekki hægt að þvo upp, til dæmis matardiska með storkinni feitibráð sem hellt hafði verið út á skötuna. Á sumum stöðum voru stórir pottar dregnir fram og vatnið úr þeim notað í uppvaskið. „Lögnin þarna við Bústaðaveginn var sett niður fyrir rúmum 30 árum en yfirleitt eiga svona rör að duga í 70 ár. Svona bilanir geta einfaldlega alltaf komið upp, þó að þessi sé ein sú mesta sem upp hefur komið í hita- veitukerfi okkar í mjög langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, í samtali við Morgunblaðið. Eftir að bilunin kom upp var vatnslaust frá Snorrabraut vestur að Seltjarnarnesi, en það bæjarfélag er með eigin hitaveitu. Þegar svo leið á laugardaginn náði skortur til allra byggða vestan Kringlumýrarbraut- ar. „Við settum allan kraft í viðgerð- ina og náðum að ljúka þessu fljótt,“ segir Ólöf Snæhólm. sbs@mbl.is Feiti storknaði á matardiskunum  Heitavatnslaust um hávetur  Æð fór í sundur í Öskjuhlíð  Víða var vandi Morgunblaðið/Eggert Kuldi Bilun á lögninni var alvarleg en viðgerð tók nokkra klukkutíma. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing- flokksformaður Vinstri grænna, seg- ir að ekki sé tímabært að meta for- sendur fyrir því hvort hugmyndir Bjarna Benediktssonar fjármálaráð- herra um frekari skattalækkanir á næstu árum séu raunhæfar. Taka þurfi afstöðu til slíkra tillagna þegar þær liggja fyrir. Sagt var frá hug- myndum Bjarna í Morgunblaðinu á laugardaginn. „Við höfum fyrst og fremst talað fyrir lækkun á tryggingagjaldinu og bankaskattinum eins og til stóð alveg frá því að VG var í samstarfi við Samfylkinguna í ríkisstjórn. Annað hefur ekki verið ámálgað og við munum þurfa að taka á slíkum til- lögum þegar þar að kemur,“ segir Bjarkey. Eins og fram kom í máli fjármála- ráðherra byggist sýn hans á skatta- lækkanir á því að vaxtabyrði hafi lækkað og muni lækka enn frekar á næstu árum. Þegar ríkissjóður fari að njóta hagstæðari lánakjara innan fárra ára gefist færi til skattalækk- ana. Bjarkey telur að eins og sakir standa sé ekki svigrúm til frekari skattalækkana en gripið hefur verið til nú þegar. „Við stöndum ágætlega og það sem gert hefur verið til þessa tel ég að skipti máli fyrir lægstu tekjuhópana. Ef miðað er við næsta ár þá þurfum við bara að sjá hvernig gengur að komast upp úr lægðinni og ef miðað er við spár þá sýnist mér það ganga ágætlega og margt bendir til þess að efnahagskerfið taki við sér jafnvel fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Maður verður að vona að það raungerist en ég tel að við þurfum á því að halda sem við höfum úr að spila í ríkissjóði til þess að standa undir þeirri innviðauppbyggingu sem augljóslega þarf að fara í,“ sagði hún. vidargudjons@gmail.com Ekki tímabært að meta sýn Bjarna  Nýta þarf fé í innviðauppbyggingu Morgunblaðið/Eggert Bjarkey Áhersla VG er á lækkun tryggingagjalds og bankaskatts. Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14, Þorláksmessu kl. 10-20 Misty Haldari 10.900,- Buxur 3.850,- Jólagjöfin fæst hjá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.