Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 Hluti af pistli um úrvalsdeild karla þar sem fjallað er um Íslandsmeist- ara KR. Hlógu alla leið á Grund Þegar Íslandsmót karla hófst í lok apríl 2019 virtust flestir á því að mesta spennan væri ekki fólgin í því hvaða lið yrði Ís- landsmeistari heldur hverjir kæmu næstir á eftir Vals- mönnum. KR-ingar voru þar oft nefndir til sögunnar, ekki síst vegna þess að þeir enduðu tíma- bilið 2018 mjög vel og voru nánast ósigrandi allan veturinn. En margt fór öðruvísi en ætlað var. Valsmenn voru aldrei nálægt toppi deildarinnar en þar komu KR- ingar sér fyrir í júnímánuði, juku forskotið í júlí og ágúst og fögnuðu sínum 27. Íslandsmeistaratitli strax í 20. umferð deildarinnar. Héldu svo bara áfram að breikka bilið og þegar upp var staðið enduðu þeir fjórtán stigum á undan næsta liði, Breiða- bliki. Eitt af því sem talið var vinna gegn KR-ingum var aldur leik- manna liðsins. Einhvers staðar voru þeir kallaðir Elliheimilið Grund og því fögnuðu „gömlu“ mennirnir Ósk- ar Örn Hauksson og Pálmi Rafn Pálmason með því að láta mynda sig með Íslandsbikarinn fyrir framan umrætt elliheimili eftir að mótinu lauk. Þetta aldurstal var dálítið orð- um aukið. Vissulega voru fjórir af þeim ellefu sem mest spiluðu komnir yfir þrítugt en aðrir fimm fastamenn voru á aldrinum 27-29 ára og svo var í byrjunarliðinu 18 ára strákur sem var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar, Finnur Tómas Pálma- son. Enda er aldur afstæður á margan hátt, eins og kannski sást á því að grannar KR-inga á Seltjarnarnesi, Gróttumenn, voru með alla sína leik- menn 25 ára og yngri en unnu samt 1. deildina. Rúnar Kristinsson sannaði enn og aftur hæfni sína sem þjálfari. Hann var með lið í mótun 2018, framfar- irnar þá voru augljósar, og upp- skeran var Íslandsmeistaratitillinn þar sem ekkert lið í deildinni sýndi stöðugleika á borð við þann sem Vesturbæingar bjuggu yfir. Þeir töpuðu ekki leik gegn þeim liðum sem töldust þeirra keppinautar því einu ósigrarnir voru gegn Grindavík og HK sem enduðu í ellefta og níunda sæti. Heimavöllurinn fékk hið skemmtilega nafn Meistaravellir fyrir þetta Íslandsmót og stóð undir nafni sem óvinnandi vígi. Níu sigrar og tvö jafntefli – 29 stig. Óskar Örn Hauksson hefur lengi verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar en á sínu 35. aldursári og því sextánda í röð í deildinni sýndi hann allar sínar bestu hliðar. Hafi einhver einn leikmaður verð- skuldað að taka við Íslandsbikarnum var það Njarðvíkingurinn knái. Rún- ar kom á óvart þegar hann fékk Arn- þór Inga Kristinsson á miðjuna og gerði Kennie Chopart að hægri bak- verði. Markvarslan var talin mögu- legt vandamál fyrir mót en Rúnar svaraði því með yfirlýsingu um að Beitir Ólafsson væri besti markvörð- ur deildarinnar. Einhverjir voru búnir að afskrifa Arnór Svein Að- alsteinsson sem síðan myndaði besta miðvarðapar deildarinnar með hin- um unga Finni Tómasi. Ekki skemmdi fyrir að Kristinn Jónsson átti sitt besta tímabil í mörg ár og samvinna hans og Óskars á vinstri vængnum hjá KR var mögnuð. KR var einfaldlega með gríðarlega öfl- uga liðsheild og næga breidd til að fylla í skörðin þegar meiðsli og bönn komu til sögunnar. Einstaklega verðugir Íslandsmeistarar. Íslandsmeistarar á Meistaravelli Bókarkafli | Árleg fótboltasamantekt Víðis Sig- urðssonar er komin út og heitir Íslensk knatt- spyrna 2019. Í bókinni er sagt frá keppni ársins í öllum deildum karla og kvenna, öllum liðum og leikmönnum, bikarkeppni karla og kvenna, öllum landsleikjum í máli og myndum, öllum Evrópu- leikjum og svo má telja. Morgunblaðið/Hari Á Meistaravelli Leikmenn og stuðningsmenn KR bíða kátir eftir að taka við Íslandsbikarnum í Frostaskjóli. Opið virka daga kl. 11-18, laugardag og sunnudag kl. 13-17, Þorláksmessu kl. 11-19, lokað aðfangadag.Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 S Versluninni lokað 30% afsláttur af öllum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.