Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 27
Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hrefna Gunnarsdóttir. Elsku Gulla frænka. Þegar óumflýjanlegur söknuður bank- ar upp á reikar hugurinn ósjálf- rátt í minningabankann og myndaalbúmin. Ég á ekkert nema góðar og fallegar minn- ingar um þig. Þær fyrstu að sjálfsögðu úr Kjalarlandinu sem var upphafið að okkar ferðalagi saman. Mér hefur ávallt fundist þú hörkudugleg. Þú varst alltaf að stúdera eitthvað frá því ég man eftir mér. Ég leit upp til þín, þú varst ákveðin, kröftug, góðhjörtuð, húmoristi, sönn fyr- irmynd og mikil persóna. Þú varst alltaf að hugsa um aðra og að reyna að styrkja fjölskyldu- og ættarböndin. Ég man ekki öðruvísi eftir þér en á fullri ferð, með milljón verkefni fyrir stafni og ástríðuna að vopni. Þú elsk- aðir að ganga á fjöll og í berja- mó, sannkölluð fjallageit. Ég mun hér eftir alltaf hugsa til þín þegar ég þræði þúfurnar í leit að berjum eða leita uppi æv- intýri í náttúrunni. Undanfarið höfum við verið minnt á hvað tíminn er dýr- mætur, stundum knappur. Eftir að þú greindist áttum við löng og ófá samtöl og góðar stundir saman, stundum erfiðar. Ég skynjaði að þú vildir gefa öllum tíma og reyndir að skipuleggja þig vel svo þú gætir hitt sem flesta og átt gæðastundir. Ég vildi gera allt sem ég gat fyrir þig. Því miður náðum við ekki að gera allt sem við vorum bún- ar að skipuleggja eins og jóla- konfektið með Hrefnu sem við hlökkuðum svo til. Þú kallaðir eftir því að ég sendi þér myndbönd af grall- araspóunum mínum, því það kætti þig mikið og fékk þig til að hugsa um annað en veikindin. Oft voru það myndbönd af heimalærdómnum. Það var ekki leiðinlegt að heyra það frá kenn- aranum Gullu að henni fannst kennsluaðferðirnar vera til fyr- irmyndar. Stundum voru þetta myndbönd af frumlegum aðferð- um við að koma krökkunum fram úr á morgnana með mis- jöfnun árangri, sem þér fannst ægilega fyndið. Mér finnst ynd- islegt að hafa getað fengið þig til að hlæja á erfiðum tímum. Síðustu skiptin sem við náð- um að spjalla saman nýttirðu til að segja mér hvað þér þætti vænt um krakkana og að ég ætti að elta draumana mína. Þú hafð- ir áhyggjur af því að vera ekki búin að kaupa handa þeim jóla- gjöf, magnaða og óeigingjarna Gulla. Alltaf að hugsa um aðra þótt þér liði ekki sem best sjálfri. Mér fannst stórkostlegt að sjá hvað þú náðir að halda í húmorinn allt til enda þrátt fyrir allt sem var á þig lagt. Það fyrir mér er merki um mikinn kar- akter og sterka sál. Það er augljóst að þú hefur snert hjörtu margra. Við höfum séð það í gegnum tíðina, og eins núna undanfarið. Það er mikill kærleikur í þinn garð elsku Gulla, einnig til Þorgeirs sem ég veit að þú munt alltaf vera svo stolt af og vaka yfir. Enda dásamlegur frændi sem hafði besta kennarann og leiðbeinand- ann sér við hlið. Um leið og ég sendi þér kær- leikskveðjur vil ég líka biðja þig um að faðma pabba og allt okk- ar góða fólk sem dvelur í eilífð- inni og tekur á móti þér. Ég heiti því að vera ávallt til staðar fyrir Þorgeir eins og þú varst fyrir mig. Ég mun taka allt sem þú hefur kennt mér og varð- veita. Ég mun halda minningu þinni á lofti og heiðra þig um ókomna tíð. Þín frænka, Matthildur (Matta). Gulla kom eins og storm- sveipur inn í líf okkar haustið 2018 þegar hún hóf kennslu í unglingadeildinni með okkur í Foldaskóla. Hún kom inn með krafti og af mikilli eljusemi sem einkenndi hana. Alltaf var hún mætt fyrst á morgnana og farin síðust heim vegna þess að það skipti hana miklu máli að und- irbúa sig vel svo hún gæti mætt þörfum hvers og eins nemanda. Hún var alltaf tilbúin til að miðla til okkar af reynslu sinni og að gefa sér tíma til að hlusta og veita góð ráð þegar á þurfti að halda. Svona var Gulla, alltaf að hugsa um aðra og er sam- band hennar við Þorgeir, son hennar, lifandi dæmi þess. Hann var hennar augasteinn og voru þær ófáar sögurnar af honum sem við fengum að heyra og stoltið leyndi sér ekki. Þrátt fyr- ir að vera metnaðarfull og ein- beitt í vinnunni var alltaf stutt í fíflaganginn og voru þau ófá hlátrasköllin sem ómuðu þar sem við komum saman. Við fór- um til að mynda á Laugar sam- an með 9. bekkinn síðasta vetur og héldum nánast vöku fyrir nemendum með hlátri. Jafnvel þegar við hittumst undir lokin og ljóst var í hvað stefndi gátum við samt hlegið saman. Þó að tími okkar saman hafi verið stuttur var hann ákaflega dýr- mætur. Við verðum ævinlega þakklátar fyrir að hafa fengið Gullu inn í líf okkar og minn- umst hennar ávallt með hlýhug og gleði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Þorgeir og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, minningin um góða vin- konu mun lifa um ókomna tíð. Bylgja, Elín, Sigurlína (Lína) og Sara (Gleðisveitin). „Heilagi stóllinn“ og „kærast- inn“. Já, húmorinn var aldrei langt undan og þú sást gjarnan skoplegu hliðar tilverunnar. Það varð uppi fótur og fit í starfs- mannahópnum þegar þú talaðir reglulega um kærastann á sam- félagsmiðlum. Svo kom í ljós að kærastinn var göngugrindin sem þú fékkst þegar þú áttir erfitt með að ganga óstudd vegna veikinda þinna. Heilaga stólinn fékkstu að gjöf og kunnir svo vel að meta að hann var bara fyrir þig og engan annan. Þau eru mörg orðin sem koma upp í hugann þegar maður hugsar til þín eins og traust, hugrökk, umhyggjusöm og hreinskiptin. Jafnvel þó að þú værir orðin mjög veik og þróttlítil gafstu faglegan metnað aldrei eftir. Þú mættir á fagfundi í skólanum og vildir fá allt lesefni sem við kennararnir vorum að lesa. Ef þú gast ekki komið á fundi vegna veikinda þinna þá sendir þú þína greinagerð um lesefnið sem var til umfjöllunar, nei það var ekkert gefið eftir. Þú varst kennari af guðs náð, ef svo má segja. Þú lagðir allt í starfið, tal- aðir ávallt svo vel um nemendur þína og vildir ná því besta fram hjá hverjum og einum. Þær voru ófáar sögurnar þínar sem byrj- uðu á „nemendur mínir“ eða „nemandi minn“. Þú varst vakin og sofin yfir velferð þeirra, dug- leg að brjóta upp kennsluna og í huga þínum var mikilvægt að námið hentaði öllum. Þú varst til dæmis örugglega með þeim fyrstu sem lögðu fyrir „svindl- próf“ þar sem nemendur máttu koma með svindlmiða. En þú vissir að þegar upp var staðið voru þeir nánast óþarfir því að aðallærdómurinn fólst í að skrifa þá og allir komu vel undirbúnir. Þú hvikaðir aldrei frá settu marki í kennslunni og hættir ekki fyrr en verkefninu var lok- ið. Þú varst einstaklega dugleg að fara með nemendur í vett- vangsferðir, allt frá því að fara á kaffihús og í ísbúð til þess að fara á vísindasafn, í sjóferð, fjallgöngu, húsdýragarðinn og Nauthólsvík svo eitthvað sé nefnt. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að samverustundirnar verði ekki fleiri. Þín verður sárt saknað og stórt skarð er nú höggvið í starfsmannahópinn sem erfitt er að sætta sig við. Ættingjum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um Gullu okkar mun ávallt verða okkur kær. Anna, Júlíana og starfsfólk Hamraskóla. Það gerist stundum á lífsleið- inni að á vegi okkar verða stjörnur sem fá stærra pláss í hjarta manns en aðrir. Elsku Gulla okkar er ein af þessum stjörnum. Það má segja að hún hafi komið, séð og sigrað litla vanstillta bekkinn í Hamraskóla. Ekki bara hvað nemendur varð- ar heldur allan foreldrahópinn í leiðinni. Við fylgdumst að í þrjú ár og þegar þeim tíma lauk fluttist hún með þeim út í Foldaskóla. Þau voru svo mikill og stór hluti af henni að hún skipti um starfsvettvang til að geta verið nær þeim. Þetta gera bara stjörnur. Gulla var enginn venjulegur kennari. Hún var heiðarleg í samskiptum, kunni að byggja upp traust, var klár, hlý og skemmtileg. Umfram allt kunni hún að lifa í núinu og búa til frá- bærar minningar sem dætur okkar búa að alla tíð. Gulla var til dæmis kennarinn sem hleypti nemendum sínum út í miðnæt- ursund á Reykjum þegar hinir áttu að fara að sofa. Til hvers að sofa þegar við getum haft fjör og notið okkar í sveitinni. Hún dansaði, spilaði, fór í óteljandi ferðir og kenndi þeim í leiðinni á lífið og gleðina sem hún átti nóg af. Við hlökkuðum mikið til að fá hana aftur í Hamraskóla í haust, en þar ætlaði hún að kenna bræðrunum sem höfðu heyrt svo mikið um þennan frábæra kenn- ara. Við kveðjum elsku Gullu með virðingu, hlýju og miklum sökn- uði. Um leið og við þökkum henni yndislega samfylgd send- um við Þorgeiri syni hennar, sem hún var endalaust stolt af, fjölskyldunni og öðrum ástvin- um innilegar samúðarkveðjur. Stjarnan hennar Gullu mun skína skært um ókomna framtíð. Guðrún Elín, Berglind Nína, Anna Rut, Snædís, Ír- is, Fjóla og Júlía Margrét. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Ljós kviknar og ljós slokknar. Það er undarlegt þetta líf og alls engin leið að spá fyrir hvernig leið okkar verður í gegnum það og enginn veit hvenær ljósið slokknar. Allt of snemma hefur ljós Gullu vinkonu okkar og skóla- systur úr Kennaraháskólanum slokknað hér á jörðinni en það ljómar áfram í minningunum um hana. Við kynntumst í Kenn- araháskóla Íslands haustið 1994 og fylgdumst að í gegnum námið og áfram að námi loknu. Einstakur kraftur og dugn- aður einkenndi Gullu í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var hrókur alls fagnaðar, tilbúin að taka þátt, tilbúin að leggja sitt af mörkum af óeig- ingirni og gleði. Fjöldi nemenda hefur fengið að njóta góðs af kennslu hennar og umönnun og lét hún sér afar annt um alla sína nemendur. Gulla hafði einstakan húmor og þá sérstaklega fyrir sjálfri sér. Hún sagði skemmtilega frá og var góður penni. Í gegnum erfið veikindi hennar var húm- orinn aldrei fjarri og var hún oft fljót að benda á spaugilegar hliðar á ýmsum atvikum sem upp komu. Síðustu mánuði gáfust ómet- anleg tækifæri til að skiptast á kveðjum og skilaboðum og að hittast og rifja upp gamla tíma. Þær kveðjustundir eru huggun okkar í vinkonuhópnum og við munum geyma þessar dýrmætu stundir sem okkar minningaljós. Minningar um góða vinkonu og skólasystur lifa og þökkum við fyrir samfylgdina, jólaboðin, rökræðurnar, hlátrasköllin og fyrir þá dýrmætu gjöf að fá að vera samferða í lífinu. Stærsta gleði og hennar mesta ljós í lífinu er sonur henn- ar, Þorgeir Örn, sem hún eign- aðist á meðan við vorum saman í námi. Við skólasystur hennar fylgdumst með þeirri gleði sem fylgdi henni í móðurhlutverkinu og endalausum kærleika og stolti yfir syninum. Missir hans er mikill og við biðjum góðan Guð að styrkja hann og fjöl- skylduna alla. Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar. Þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kælreik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. (Gísli frá Uppsölum) Minning dýrmætrar konu lif- ir. Kveðja frá kennóvinkonum. Hrund Hlöðversdóttir, Guðrún Íris Valsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir , Magnea Sverrisdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Anna María Skúladóttir, Iðunn Kjartansdóttir , Berglind Bjarnadóttir. Þó farin sért þá enn þú ert í huga mér Minning þín fögur skín í heimi hér. Allt þitt lið, - börn og við þakkar þér. (Anna Þóra Jónsdóttir) Það er með tár í augum og söknuði sem við, starfsfólk áður Borgaskóla, kveðjum Gullu. Hún var kennari við skólann þar sem hún ávann sér virðingu og vænt- umþykju, ekki bara starfsmanna heldur einnig foreldra og nem- enda. Hún var kennari af guðs náð, var einstaklega góð við nemendur, umvafði þá ástúð og sinnti þeim hverjum og einum af athygli. Henni var sérstaklega annt um velferð þeirra og fylgd- ist með þeim löngu eftir að þeir höfðu lokið skólagöngu sinni hjá okkur. Hún var mjög skapandi, vann ótrúlegustu verkefni með nemendum þar sem kraftur hennar og frumkvæði kom skýrt í ljós. Nemendur lögðu sig fram hjá henni því hún var skemmti- leg, kraftmikil og metnaðarfull fyrir þeirra hönd. Það gustaði því oft af henni þegar mikið lá við og undir í starfinu hjá henni. Hún var jákvæð og gott að starfa með henni, var mælsk og rökföst og hafði þekkingu á mál- efnum bæði almennt jafnt sem og skólastarfi. Skólaþróun var henni mjög hugleikin, hún hafði skarpa sýn á skólastarf, umbæt- ur í kennslu og sérstaklega verkefnagerð. Þar var hún á heimavelli, óþrjótandi brunnur nýrra verkefna og hugmynda og það voru ekki aðeins nemendur sem nutu góðs af heldur aðrir kennarar og starfsmenn. Og svo var hún líka svo skemmtileg. Það var mikið hleg- ið í kringum Gullu. Hún sagði skemmtilega frá og oftar en ekki voru sögurnar sem hún sagði af sjálfri sér og hvatvísi sinni. Það voru ófáar þær stund- ir þar sem Gulla skemmti mann- skapnum með fyndnum sögum. Það voru góð ár sem við unn- um saman í Borgaskóla. Gulla var með hugmyndaauðgi sinni og metnaði ein af styrkum stoð- um skólastarfsins og gaf mikið af sér til þess að skólastarfið og nemendur gætu dafnað og þroskast vel. Enginn lifir lífinu án þess að á reyni en Gulla tókst á við allt slíkt með æðruleysi og hug- rekki. Hún var heilsteypt og góð manneskja sem við minnumst með hlýhug og gott að geta rifj- að upp, þó að án hennar sé, sög- urnar hennar og hláturinn sem þeim fylgdu. Við sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Borgaskóla, Inga Þ. Halldórsdóttir. Kveðja frá Félagi sjálfstæð- ismanna í Grafarvogi Orð verða fátækleg á stund- um sem þessum, en minning- arnar ylja nú þegar við kveðjum góða vinkonu. Gulla átti sæti í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi um árabil og var afar viljug til allra verka. Hún stóð vaktina í prófkjörum, fundum, kosningarvökum og öðrum við- burðum. Ávallt röggsöm, bjart- sýn og full af ríkri réttlætis- kennd. Sú réttlætiskennd skein einnig vel í gegn þegar talið barst að starfi hennar sem kennari. Gulla bar umhyggju fyrir nemendum sínum, ræddi starfið sitt af alúð og hafði skýra sýn á það hvernig skólakerfið ætti að virka fyrir öll börn og hvar væru tækifæri til úrbóta. Nú í nóvember fóru fé- lagsmenn, að Gullu meðtalinni, í heimsókn til sjálfstæðismanna á Akranesi. Sú ferð og þær minn- ingar sem hún skilur eftir sig er okkur nú einstaklega dýrmæt. Að sjá vinkonu okkar sjálfri sér líka, þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri farinn að láta til sín taka á þeim tíma, blés von í brjóst og á þeim tíma var það óhugsandi að svo skammur tími væri eftir. Gulla var afskaplega stolt af Þorgeiri syni sínum og samband þeirra mæðgina var augljóslega alveg einstakt. Í veikindum hennar hefur komið skýrlega í ljós að hún lætur eftir sig góðan dreng sem mun halda minningu móður sinnar fallega á lofti. Missir Þorgeirs og annarra að- standenda er mikill og vil ég fyrir hönd félagsins senda þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þorvaldur Tolli Ásgeirsson, formaður FSG. Guðlaug kenndi okkur í 5., 6, og 7. bekk í Hamraskóla árin 2014-2017. Fyrir okkur var hún Gulla kennari og við vorum svo heppin að fá að kalla hana það. Hún var yndisleg manneskja. Þegar hún byrjaði að kenna okkur fyrir fimm árum í Hamra- skóla sagðist hún heita Guðlaug en vinir sínir kölluðu sig bara Gullu. Náttúrlega fórum við mjög fljótlega að álíta okkur vini hennar, enda var hún alltaf svo dásamleg og góð við okkur bekkinn. Á þessum þremur ár- um sem hún kenndi okkur sann- aði hún að kennarar eru ekki bara strangir og leiðinlegir. Hún var eins og mamma 2.0 og ein af fáum sem gátu haft einhvern hemil á okkur, sem er mikið sagt. (Við vorum þá 24 krakka- skrattar.)  SJÁ SÍÐU 28 MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 Faðir minn, JÓHANN EYFELLS, myndlistarmaður og prófessor, lést á hjúkrunarheimili í Fredericksburg, Texas, þriðjudaginn 3. desember. Útför fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. desember klukkan 15. Ingólfur Eyfells og aðrir aðstandendur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓN BJÖRGVINSSON, Ísafold, Strikinu 3, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 19. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Björgvin Magnússon Björk Tryggvadóttir Ólafía Margrét Magnúsdóttir Sæmundur Pálsson Guðný Rósa Magnúsdóttir Gunnar Guðjónsson Erla Magnúsdóttir Þórður Höskuldsson og afabörn Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, ANNA VALGERÐUR GISSURARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 19. desember. Jarðarför verður frá Kópavogskirkju mánudaginn 13. janúar kl. 13.00. Jóna Ingvarsdóttir Sigurður I. Grímsson Ingunn Ingvarsdóttir Alan Ford Örn Ingi Ingvarsson Kristjana Ragnarsdóttir Einar Ingvarsson Kristín Rut Haraldsdóttir Hrefna Ingvarsdóttir Þórarinn G. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.