Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs National Gallery í London, ríkislistasafn Breta, hefur fest kaup á meistaraverki ítalska barokkmeistarans Orazio Gentileschi (1563-1639), Móses fundinn í sefi Nílar. Verkið hefur verið í safninu í tvo áratugi en nú er eigandinn hugðist selja það ákvað safnið að kaupa. Stjórnendur fundu til lunga fjárins en leituðu einnig til almennings sem greiddi um tvær milljónir punda af verðinu, um 320 milljónir króna, en verkið kostaði þrjá og hálfan milljarð. Gentileschi starfaði í um 12 ár við bresku hirðina, er Karl I var við völd, og málaði verkið á þeim tíma. Í safninu var börnum stillt upp við verkið og þökkuðu þau löndum sínum fyrir stuðninginn. Ljósmynd/National Gallery Bretar söfnuðu fyrir meistaraverki Í Svanafólkinu hefur KristínÓmarsdóttir dregið upp nöt-urlega, grimma en jafnframtískrandi íróníska mynd af óræðum samtíma eða nálægri fram- tíð í sannkallaðri furðusögu. Í borg þar sem nákvæmt eftirlit er haft með öllum og allt á að vera niðurnjörvað – en þó koma í ljós undarleg fyrirbæri sem hið opinbera á erfitt með að skýra og skilja. Síðasta skáldsaga Kristínar, Flæk- ingurinn (2015), er ein áhugaverðasta íslenska skáldsaga síðasta áratugar. Hún gerist einnig í borginni en er af allt öðrum toga, fjallar um líf ut- angarðsmanns í raunsæislegu sam- félaginu. Hér segir af Elísabetu Evu sem starfar í innsta kjarna eftirlitsins, hjá leynilegri sérdeild innanríkis- ráðuneytisins, sinnir þar ómerki- legum rannsóknum sem eru þó tekn- ar mjög alvarlega og sýna þau ofurtök sem hið opinbera hefur á öll- um þáttum lífsins. Þótt Elísabet starfi í kjarna hins opinbera er hún hálfgerður einstæðingur; foreldr- arnir voru málfræðingar sem hurfu á málþingi í útlöndum og bróðirinn er leiðsögumaður á jökli. Þau ímynda sér að þau eigi systur sem þau leita að og hún að þeim. Í þessum eftirlitsheimi er ætlast til þess að allt sé í fullkomnu jafnvægi en það raskast í upphafi sögu þegar El- ísabet kynnist svanafólkinu í borgar- jaðrinum, verum sem eru svanir að neðan en mennskar að ofan, tala og hegða sér sem menn, og virðast hafa ákveðið að birtast Elísabetu og fá hana til að hjálpa sér við að fá við- urkenningu í sam- félagi manna. „Það er undar- legt að vera ½ manneskja og sakna hins helm- ingsins, vera ½ álft og sakna hins helmingsins. Það gefur tilefni til flókins tilfinningalífs,“ útskýrði leiðtoginn. (37) Og í sögunni eru dregnar upp skýrar andstæður milli svanafólksins, sem er meðal annars eins konar fulltrúar náttúru sem maðurinn hefur reynt að brjóta undir sig, og svo fulltrúa kúgunarafl- anna í samfélaginu, sem Elísabet til- heyrir. Það er hópur þar sem yfir- borðsmennskan ríkir og engu er að treysta – eins og Elísabet fær að kynnast þegar yfirmaðurinn, sem er stundum trúnaðarvinur hennar, ræðst á grimmilegan hátt gegn henni. En grimmdin er líka mikil meðal álftanna, sem einnig beita Elísabetu ofbeldi og skjól virðist hvergi að finna – nema kannski í tungumálinu og orðavaðli, sem höfundurinn leyfir að flæða á kostulegan og á stundum uppskrúfaðan og sundurlausan hátt. Enginn skrifar eins og Kristín Óm- arsdóttir. Frá upphafi ferilsins hefur hún beitt í verkum sínum heillandi hugmyndaflugi sem daðrar við fáran- leika en finnur alltaf óvænta jarð- tengingu. Í Svanafólkinu eru margir framúrskarandi kaflar, ekki síst sem tengjast svanafólkinu sjálfu. Í lýs- ingum á lífi Elísabetar, kerfinu og nánast vélrænu samstarfsfólkinu missir sagan þó á stundum dampinn. Höfundurinn leikur sér með tungu- málið á áhugaverðan og frumlegan hátt en framvindan höktir á stundum. Morgunblaðið/Ómar Kristín Í sögunni „eru margir fram- úrskarandi kaflar,“ skrifar rýnir. Tilefni til flókins tilfinningalífs Skáldsaga Svanafólkið bbbmn Eftir Kristínu Ómarsdóttur. Partus, 2019. Innbundin, 233 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Íþriðju bók sinni, Ys og þysútaf öllu!, skrifar grunn-skólakennarinn Hjalti Hall-dórsson um vinina Kjartan, Guðrúnu og Bolla sem fara í skólaferðalag að Laugum í Sæl- ingsdal. Vinirnir leggja af stað í ferðalagið fullir eftirvæntingar, en fljótlega eftir komuna að Laugum fara allar áætlanir vinanna þriggja um dvölina í skólabúðunum út um þúfur. Guðrún er nefnilega skotin í Kjartani, Bolli er skotinn í Guð- rúnu og Kjartan hefur að geyma leyndarmál sem hann á eftir að segja vinum sínum. Inn í söguþráðinn fléttast svo kennararnir Höskuldur og Auður og vinirnir Ingibjörg og Óli sem ganga í annan grunnskóla. Innblástur frá Laxdælu Nöfn sögupersónanna eru tæpast tilviljun, en ljóst er að Hjalti sæk- ir mikinn innblástur til Laxdælu í sögunni. Guðrúnu dreymir jafnvel drauma um gull- og silfurhringi sem minna að mörgu leyti á drauma nöfnu hennar Ósvífurs- dóttur í Laxdælu. Á heimleiðinni segist Guðrún svo hafa komið verst fram við bestu vini sína, sem er afar áberandi og skemmtileg tilvísun í Laxdælu. Þessar teng- ingar við Íslendingasöguna frægu eru ákaflega vel heppnaðar og skemmtilegar og gera bókina að hinni fínustu lesningu fyrir full- orðna. Bókin er skrifuð frá sjónarhorni aðalpersónanna og Hjalta tekst vel upp með þessum frásagnar- hætti. Texti bókarinnar er auðles- inn og einfaldur fyrir unga les- endur. Efnistök bókarinnar höfða eflaust best til jafnaldra persón- anna sem eru að ljúka miðstigi grunnskólans, en bókin vekur einnig skemmtilegar minningar fyrir þá sem hafa einhverju sinni verið í sömu sporum og vinirnir þrír. Ys og þys útaf öllu! er frum- leg og skemmtileg saga um vin- áttu, afbrýðisemi, hrekki og nýjar tilfinningar sem stundum er smá erfitt að skilja. Bókin er hin fín- asta skemmtun og tilvalin í jóla- pakkann fyrir unga lestrarhesta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frumleg Bók Hjalta er frumleg og skemmtileg saga um vináttu, afbrýði- semi, hrekki og nýjar tilfinningar sem stundum er smá erfitt að skilja. Vinir í gegnum súrt og sætt Ungmennabók Ys og þys útaf öllu! bbbmn Eftir Hjalta Halldórsson. Bókabeitan, 2019. 125 blaðsíður. LILJA HRUND AVA LÚÐVÍKSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.