Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 DESEMBER TILBOÐ Gerðu vel við þig, eða einhvern semþér þykir vænt um, þessi jól 15% afsláttur NÚNA af gjafabré fum hjá okkur Laserlyfting Gelísprautun HydroDeluxe 15-20% afsláttur: Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is „Ég er alinn upp við svínahamborg- arhrygg frá blautu barnsbeini en eig- inkona mín, Snædís Eva, ólst upp við rjúpur. Á aðfangadag held ég því oft- ast í hefðirnar – og reyni að sætta báða arma fjölskyldunnar. Aðra há- tíðardaga er í raun frítt spil. Kalkún- inn kemur auðvitað sterkur inn og svo hangikjötið. Fyrir þá sem hafa aðgang að villibráð er í raun fátt há- tíðlegra. Þessi uppskrift verður end- urtekin – líklega á áramótum,“ segir Ragnar um uppskriftina. „Þetta er ekki flókin uppskrift en hún krefst tíma. Þetta er elda- mennska sem þarf fjórar til fimm klukkustundir, sem í raun ætti ekki að koma að sök. Bróðurpartur vinn- unnar er fólginn í því að bíða eftir soði eða eftir því að hryggurinn verði klár í vatnsbaðinu. Og þó að ég hafi eldað hrygginn „sous vide“ er lítið mál að elda hann í ofni. Ætli ég myndi ekki ráðleggja að elda hann við 160 gráður og nota kjarnhita- mæli. Það skiptir eiginlega höfuðmáli því auðvitað vill maður ekki klúðra jólaeldamennskunni. Hvaða kjarnhiti er svo æskilegur er mat hvers og eins, ég kaus að hafa kjötið medium rare og stillti tækið á 54 gráður.“ Úrbeinað og fyllt hreindýr með fullkomnu meðlæti Eða fyrir þá sem vilja flóknari tit- ilinn: Úrbeinaður og fylltur hreindýra- hryggur, eldaður sous vide, með púrtvínssósu frá grunni, seljurót- armús, hvítlaukssteiktum strengja- baunum og fullkomnum ofn- steiktum kartöflum Fyrir sex til átta hreindýrahryggur handfylli bláber villibráðarkryddblanda frá Kryddhús- inu 1 msk. blóðberg 2 msk. jómfrúarolía 1 msk. ferskt timían 1 msk. ferskt rósmarín Sósan 2 gulrætur 2 sellerístangir 1 gulur laukur 2 hvítlauksrif 2 lárviðarlauf 100 ml púrtvín 2 l af vatni salt og pipar smjörbolla (60 g smjör, 60 g hveiti) Edmont Fallot cassis-bragðbætt sinn- ep (í staðinn fyrir sinnep og sultu) Meðlætið 1 seljurót 100 g smjör 150 ml rjómi salt og pipar – 250 g strengjabaunir 50 g smjör 1 hvítlauksrif 100 ml hvítvín salt og pipar – 700 g kartöflur 2 msk. hveiti 2 msk. andarfita salt og pipar  Fyrsta skrefið er að úrbeina hrygginn. Það mun reynast ein- hverjum aðeins snúið. Það er upplagt að lesa sér aðeins til áður en hafist er handa. Án efa er hægt að leita fanga á netinu og áreiðanlega má finna ein- hver myndskeið. Hér er myndskeið þar sem verið er að úrbeina lamba- hrygg sem gott er að hafa til hlið- sjónar. Galdurinn er að fylgja bein- inu í hvívetna.  Næsta skref er að nudda kjötið með jómfrúarolíu og bragðbæta með kryddblöndunni, blóðbergi, ferskum kryddjurtum og bláberjum.  Þá er að binda hrygginn upp og koma fyrir í poka og innsigla með vakúmvél. Eins og ég nefndi hér að ofan stillti ég tækið á 54 gráður og eldaði kjöt- bitana í þrjár klukkustundir.  Á meðan kjötið var í vatns- baðinu þurfti að huga að sósunni. Ég nuddaði beinin upp úr jómfrúarolíu, saltaði og pipraði og brúnaði í heitum ofni í nokkrar mínútur. Sneiddi gul- rætur, sellerí, lauk og hvítlauk í bita og steikti upp úr olíu. Saltaði og pipr- aði. Brúnuðu kjötinu var svo bætt saman við ásamt lárviðarlaufunum og blandað vel saman.  Bætti svo við púrtvíninu og sauð áfengið upp. Næst var bætt við vatni, það hitað að suðu og látið krauma í tvær klukkustundir. Soðið var svo síað og soðið áfram niður þar til um 700 ml voru eftir. Sósan var þykkt með smjörbollu, bragðbætt með sinnepi, salti og pip- ar. Fullkomin! Úrbeinað og fyllt hreindýr með fullkomnu meðlæti Læknirinn í eldhúsinu bauð sínum nánustu upp á þessa mögnuðu veislu á dögunum og hér deilum við uppskriftunum sem eru eins og klæðskera- sniðnar fyrir eldhús/sælkeranagginn sem veit ekk- ert skemmtilegra en að bardúsa í eldhúsinu. Sjálfur segist læknirinn, eða Ragnar Freyr Ingvars- son eins og hann kallast víst, vera mikill íhalds- maður þegar kemur að því að elda fyrir jólin. Undirbúningur Mikilvægt er að nudda kjötið með jómfrúarolíu og bragð- bæta með kryddblöndunni, blóðbergi, ferskum kryddjurtum og bláberjum. Eins og þjóðin veit gaf meistari Frikki Dór út tímamótaverk á dög- unum sem kallast Léttir réttir með Frikka Dór og mun mögulega breyta því hvernig æska landsins hugsar um mat. Mögulega. Frikki er fremur vin- sæll og fær ýmsa vini sína til að elda með sér og hér erum við með upp- skrift sem kemur úr smiðju Emmsé Gauta. Það áttu nú ekki margir von á því að geta slegið um sig á næsta kvenfélagsfundi með Orginal Emmsé-nachos eins og við kjósum að kalla þennan rétt. Super nachos Emmsé Gauta 300 g nautahakk 1 pakki taco mix ½ bolli vatn 1-2 rauður chili ostasósa eftir smekk 1 krukka salsasósa (250 g) 1 dolla sýrður rjómi (180 g) 400 g saltaðar tortillasnakkflögur ostur eftir smekk Aðferð: Steiktu hakkið á pönnu á miðlungshita þar til það er ljósbrúnt í gegn. Hitaðu ofninn í 200°C og stilltu á blástur. Bættu taco mix út á pönnuna ásamt vatni og eldaðu þar til vatnið er að mestu gufað upp. Raðaðu nú snakkflögunum þétt á ofnplötu með bökunarpappír undir. Settu ost, ostasósu og chili yfir Eldað með Emmsjé Gauta Alvöru nachos Þetta er engin kett- lingauppskrift krakkar mínir held- ur harðkjarna nachos fyrir gourmet nagga með góðan smekk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.