Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 – Hvað ertu nú að skrifa? spyr mamma. Hún er að koma úr golfi með pabba. Hún er í bleikum íþróttabol með bera handleggi þótt það sé 6 stiga hiti úti. – Ég er að safna sögum, svara ég, um brúðkaupsferðina upp á Vatna- jökul, afa í Ameríku og krókódílana. – Þú mættir nú stundum tala um að þú eigir foreldra, segir mamma, ekki beint reið en ég skynja tóninn og ég fæ dálitla sektarkennd. Ég var hugsi. Hvað er þetta með ömmur og afa? Sumir telja að goðafræði hafi haf- ist með forfeðradýrkun. Með því að hefja forfeður sína á stall og slétta um leið yfir misfellurnar og breyskleikann sem býr í hverj- um manni. Heil stétt manna hjálpar fólki að vinda ofan af sambandi for- eldra og barna, allt sem foreldrar gera verður við- fangsefni sálfræðinnar. Of mikil nánd eða of mikill kuldi. Fjarvera föður og móður er talin til vandræða og foreldramissir djúpstætt áfall á lífsleiðinni. Ef maður á afa og ömmu er maður einfaldlega heppinn. Ef maður á þau ekki er það ekki skil- greint sem missir. Nærvera þeirra getur fært manni óendanlega margt en ef hennar nýtur ekki við er ekki talað um skort. Á meðan samband við foreldra getur verið fullt af hnút- um er samband við afa og ömmur yf- irleitt einfalt. Afar og ömmur verða hetjur og hálfguðir í huga barna- barna á meðan foreldrarnir muldra: „Jæja, þér finnst það, en hún mamma var nú ekkert fullkomin ...“ Jón Pétursson, föðurafi minn, lifði allt öðru lífi en Björn, móðurafi minn. Hann lagði lítið upp úr starfsframa eða efnislegum gæðum en eyddi þeim mun meiri tíma í félagsmál og hug- sjónir. Þegar hann var fimmtugur hafnaði hann fastráðningu hjá Vatns- veitunni til að þau Dísa amma gætu dvalið fjóra mánuði ársins á eyðibýli forfeðra hans á Melrakkasléttu. Þau sinntu æðarvarpinu, veiddu silung og lifðu lífinu. Hann dó árið 2006 og ég sé eftir að hafa ekki náð fleiri við- tölum við hann en á þeim tíma var hugurinn allur uppi á hálendi. Jón afi fæddist fimmtán árum eftir að fyrsti bíllinn var fluttur til Íslands, áður en útvarpið kom til sögunnar. Allt sem fjölskyldan át var veitt eða ræktað á þeirra eigin jörð, þau ólu kindur, mjólkuðu kýr, veiddu silung og sel og sykur, mjöl og kaffi var nánast það eina sem þau keyptu til heimilisins þegar hann var barn. Eitt sinn sátum við inni í litla eld- húsinu í Teigagerði og afi sagði mér frá því þegar hann sigldi með fisk til Blackpool á Englandi á stríðs- árunum. Þeir voru á fiskibáti í skipa- lest sem naut verndar herskipa. Bát- urinn sigldi með öll ljós slökkt og mátti undir engum kringumstæðum nema staðar, enda gerðu kafbátar stöðugar árásir á skipalestina. Ef eitthvað gerðist átti að halda fullu stími því það var hlutverk herskip- anna að koma til bjargar. Einn morg- uninn voru þeir á ferð í logni og þoku og sigldu í gegnum brak af sokknu skipi. Þeir sáu hvítan flekk í sjónum og áttuðu sig á að þeir höfðu siglt í gegnum hóp af fljótandi hjúkr- unarkonum. Mér brá þegar hann sagði þetta en hann útskýrði það ekk- ert frekar. Hann var oft ruglaður og slappur á þessum tíma. Ég komst aldrei að því hvort hjúkrunarkon- urnar voru lífs eða liðnar eða hvernig þær komust í sjóinn, hvort spítalaskip hafði verið skotið niður. Ég er ekki viss hvort þetta var draumur eða veruleiki en myndin situr alltaf í mér. Að sigla í þoku á fullu stími gegnum flekk af fljótandi hjúkrunarkonum. Kannski var þetta dæmigerður afi. Hann fór stundum með ljóð og spurði: Hvort var þetta eftir mig eða Davíð Stefánsson frá Fagraskógi áð- ur en hann rak upp hrossahlátur. En hann hafði aldrei sagt neitt í líkingu við þetta. Ég ákvað að spyrja pabba hvort hann kannaðist við þessa sögu, en hann var ekki einu sinni viss um að afi hefði yfirleitt siglt á stríðsárunum og systir hans pabba var ekki heldur viss. Tíminn líður, hlutir gleymast og næsta kynslóð tapar minningum ef gleymist að spyrja, skrifa eða hljóð- rita. Björn afi er 98 ára og enn á lífi og hann man allt. Ég get spurt hann út í aðgerð árið 1970 og hann man hvaða læknir vísaði til hans viðkomandi sjúklingi. Systkini hans eiga sér líka merkilega sögu. Arndís Þorbjarn- ardóttir, afasystir mín, fæddist árið 1910. Þegar hún var rétt um tvítugt hélt hún utan til Oxford til að passa börn hjá ungum prófessor í mið- aldabókmenntum. Hann var óþekkt- ur á þeim tíma og var rétt að byrja á bók, sem hann kallaði Hobbitann, til að hafa ofan fyrir Christopher, yngsta syni sínum. Ég hitti Arndísi ekki oft en heim- sótti hana einu sinni á elliheimilið Grund þegar afi var á landinu í kring- um aldamótin 2000. Þau sátu saman uppi í rúmi eins og unglingar í litlu risherbergi og spjölluðu saman. Hún sagði mér að heimilislífið hefði verið nokkuð dauflegt hjá Tolkien- fjölskyldunni. Frúin virtist ekki una sér í Oxford og hafði einhverja minni- máttarkennd í þessu hámenntaða samfélagi. Hún átti marga kjóla sem hún fór aldrei í og píanó sem hún spil- aði aldrei á. Það fór í taugarnar á henni að hafa unga konu á heimilinu sem talaði álfamál við heimilisföð- urinn, enda vildi hann æfa sig í að tala íslensku og frúin átti það til að býsn- ast yfir því. Arndís sagði strákunum sögur fyrir háttinn, sögur af skrímslum, tröllum, huldufólki, eld- fjöllum og lífinu í torfkofum. Hún sagði mér að Tolkien hafi átt það til að sitja fyrir utan herbergið og hlusta á sögurnar, en það fór reyndar líka illa í húsfreyjuna. Arndís passaði Christopher sem var víst frekar orkumikill og kenndi honum íslenska leiki og vísur. Arndís sagði mér að þegar hún las Hobbitann hafi margt komið henni kunnuglega fyrir sjónir. Ég sé Tolkien fyrir mér þar sem hann situr með pípu í bókaherberg- inu sínu þegar hann heyrir hlátra- sköll utan úr garði þar sem Arndís og börnin dansa í hring: Í grænni lautu þar geymi ég hringinn, sem mér var gefinn og hvar er hann nú? Tolkien biður Arndísi um að þýða vísuna og hún segir hlæjandi: „In the green meadows, I am hiding the ring, that was given to me, but where is it now?“ Heima á Íslandi var uppgangur og bjartsýni á þessum tíma þrátt fyrir heimskreppuna. Um sumarsólstöður 1930 átti að minnast þúsund ára af- mælis Alþingis á Þingvöllum og undirbúningur fyrir hátíðina hafði staðið í fimm ár. Kristján X Danakon- ungur ætlaði að setja hátíðina og von Goðafræði fyrir samtímann Bókarkafli | Í bókinni Um tímann og vatnið er Andri Snær Magnason bæði persónulegur og vís- indalegur – fléttar leið að loftslagsvísindunum með goðsögnum um heilagar kýr, sögum af for- feðrum og ættingjum og viðtölum við Dalai Lama. Útkoman verður ferðasaga, heimssaga og áminning um að lifa í sátt við komandi kynslóðir. Heppni Andri Snær Magnason segir suma telja að goðafræði hafi hafist með forfeðradýrkun. Dekkjaþjónusta Úrval fólksbíla- og jeppadekkja SAMEINUÐ GÆÐI Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is Heyrnarhlíf með Bluetooth® tengimöguleika við 2 síma, útvarpi og umhverfishljóðnema. Hægt er að hlusta á tónlist sem og taka handfrjáls símtöl í mjög hávaðasömu umhverfi þar semmíkrafónnin útilokar allan umhverfishávaða. Tengist við smáforrit í síma. Heyrnarhlíf PeltorWS Alert XPI Bluetooth ®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.