Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 England Everton – Arsenal ................................... 0:0  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn og var fyrirliði Everton. Bournemouth – Burnley......................... 0:1  Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley en spilaði með varaliði félagsins um helgina. Aston Villa – Southampton...................... 1:3 Brighton – Sheffield United.................... 0:1 Newcastle – Crystal Palace..................... 1:0 Norwich – Wolves..................................... 1:2 Manchester City – Leicester................... 3:1 Watford – Manchester United................ 2:0 Tottenham – Chelsea ............................... 0:2 Staðan: Liverpool 17 16 1 0 42:14 49 Leicester 18 12 3 3 41:14 39 Manch. City 18 12 2 4 50:20 38 Chelsea 18 10 2 6 33:25 32 Sheffield Utd 18 7 7 4 22:16 28 Wolves 18 6 9 3 26:22 27 Tottenham 18 7 5 6 32:26 26 Manch. Utd 18 6 7 5 26:22 25 Newcastle 18 7 4 7 18:24 25 Burnley 18 7 3 8 23:29 24 Arsenal 18 5 8 5 24:27 23 Crystal Palace 18 6 5 7 15:20 23 Brighton 18 5 5 8 21:26 20 Bournemouth 18 5 4 9 19:25 19 Everton 18 5 4 9 20:29 19 West Ham 17 5 4 8 19:28 19 Southampton 18 5 3 10 21:37 18 Aston Villa 18 4 3 11 24:33 15 Norwich 18 3 3 12 19:37 12 Watford 18 2 6 10 11:32 12 B-deild: Millwall – Barnsley.................................. 1:2  Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 60 mín- úturnar með Millwall. Grikkland Larissa – Panionios ................................. 2:0  Ögmundur Kristinsson varði mark Lar- issa sem er í 5. sæti deildarinnar. Katar Qatar SC – Al-Arabi ................................ 1:1  Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Al-Arabi en Aron Einar Gunnarsson er frá keppni vegna meiðsla. Heimir Hallgríms- son þjálfar liðið sem er í fimmta sæti. Kýpur Apollon Limassol – Omonia Nikósía ..... 7:1  Jasmín Erla Ingadóttir lék allan leikinn með Apollon sem er ósigrað á toppnum. KNATTSPYRNA HANDBOLTI Þýskaland RN Löwen – Flensburg....................... 22:24  Alexander Petersson lék ekki með Lö- wen vegna meiðsla. Kristján Andrésson þjálfar liðið. Kiel – Wetzlar ...................................... 20:27  Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla og Viggó Kristjánsson skoraði ekki fyrir Wetzlar. Lemgo – Leipzig.................................. 26:27  Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir Lemgo. Minden – Bergischer........................... 26:23  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson ekkert. Balingen – Hannover Burgdorf ........ 33:35  Oddur Gretarsson skoraði ekki fyrir Balingen. Erlangen – Füchse Berlín .................. 34:29  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Danmörk Skanderborg – Aalborg...................... 30:30  Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla. Aarhus – GOG...................................... 20:27  Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot skot í marki GOG. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson eitt. Noregur Drammen – Elverum .......................... 31:35  Óskar Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Drammen.  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 9 mörk fyrir Elverum. Þýskaland Hamburg – Alba Berlín .................... 75:100  Martin Hermannsson skoraði 12 stig fyrir Alba og átti 8 stoðsendingar en hann lék í 20 mínútur. Spánn Unicaja Málaga – Zaragoza ............... 75:81  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig fyrir Zaragoza, tók 2 fráköst og átti eina stoðsendingu. Hann lék í 14 mínútur. Svíþjóð Södertälje – Borås............................... 64:81  Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig fyrir Borås, átti 8 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Hann lék í 30 mínútur. KÖRFUBOLTI ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Getur Manchester City enn veitt Liv- erpool keppni um enska meistaratit- ilinn og komið í veg fyrir að nýkrýnd- ir heimsmeistarar félagsliða hreppi hann í fyrsta skipti í þrjá áratugi á komandi vori? Eftir sannfærandi sigur City á Leicester, 3:1, á laugardaginn er meistaralið Pep Guardiola ellefu stig- um á eftir Liverpool, sem hins vegar á inni frestaðan útileik við West Ham. Leicester er tíu stigum á eftir Liver- pool í öðru sætinu en ef litið er raun- hæfum augum á stöðuna stendur Jür- gen Klopp og hans mönnum meiri ógn af City en Leicester. City getur enn náð 98 stigunum sem liðið vann deildina á síðasta vetur en þarf þá að vinna alla tuttugu leikina sem eftir eru. Að því sögðu er afar áhugaverð við- ureign milli Leicester og Liverpool framundan á fimmtudagskvöldið kemur, á öðrum degi jóla. Ef Liver- pool á að tapa einhvers staðar stigum þá ætti það helst að vera á útivelli gegn liðinu í öðru sæti. Brendan Rod- gers, fyrrverandi stjóri Liverpool, hefur gert frábæra hluti með Leicest- er í vetur en liðið hefur unnið 12 leiki af átján, með Jamie Vardy í aðal- hlutverki, en hann skoraði sitt 17. mark í átján leikjum Leicester í tap- leiknum gegn Manchester City. Jólaumferðirnar eru jafnan áhuga- verðar og nú fer í hönd álagstími hjá ensku liðunum. Níu stig eru í húfi í þremur leikjum á einni viku.  Leicester og Liverpool mætast eins og áður sagði í 19. umferðinni á fimmtudagskvöldið en sólarhring síð- ar leikur Manchester City við Wolves á útivelli.  Á laugardaginn kemur, 28. des- ember, á Leicester útileik við West Ham í 20. umferðinni en á sunnudag er Liverpool á heimavelli gegn Wolv- es og City á heimavelli gegn Sheffield United.  Á nýársdag verður Manchester City aftur á heimavelli, þá gegn Ever- ton, en Leicester verður aftur á úti- velli og mætir Newcastle í 21. um- ferðinni. Liverpool spilar á fimmtudagskvöld, 2. janúar, og á þá heimaleik gegn Sheffield United. Ef Liverpool verður enn með tíu til ellefu stiga forskot á keppinautana að þessum leikjum loknum verður liðið enn líklega en fyrr til að ljúka þrauta- göngunni miklu í átt að enska meist- aratitlinum vorið 2020. Sætur sigur Chelsea á Mourinho og Tottenham Chelsea vann afar mikilvægan og sætan útisigur á Tottenham í gær, 2:0, með tveimur mörkum frá Willian í fyrri hálfleik, og styrkti verulega stöðu sína í fjórða sætinu. José Mour- inho mátti þar þola sitt annað tap í fjórum síðustu leikjunum í deildinni sem stjóri Tottenham. Rétt eins og Tottenham varð Man- chester United fyrir áfalli í gær þegar liðið tapaði fyrir botnliði Watford, 2:0. Ismaila Sarr og Troy Deeney skor- uðu á fyrstu tíu mínútum síðari hálf- leiks og engu breytti þó Paul Pogba kæmi inn á og spilaði sinn fyrsta leik síðan í september. Nýliðar Sheffield United halda áfram að koma á óvart og eru í fimmta sæti eftir útisigur á Brighton, 1:0, þar sem Ollie McBurnie skoraði sigurmarkið, og Wolves er í sjötta sæti eftir 2:1 útisigur á Norwich þar sem Raúl Jimenez skoraði sigur- markið. Á City enn þá möguleika?  Vann sannfærandi sigur á Leicester AFP Sigur Gabriel Jesus fagnað eftir að hann innsiglaði 3:1 sigur Manchester City á Leicester. Riyad Mahrez og Ilkay Gündogan gerðu hin mörkin. Stjarnan hefur samið við körfu- boltamanninn Urald King um að leika með liðinu í úrvalsdeild karla eftir áramótin. King lék með Val á árunum 2016-2018, fyrst í 1. deild og svo í þeirri efstu. Hann lék með Tindastóli frá hausti 2018 og fram í febrúar 2019 en spilaði síðan í Frakklandi. Um er að ræða mikinn liðsstyrk fyrir topplið Stjörnunnar sem fær einnig landsliðsmanninn Gunnar Ólafsson til liðs við sig þeg- ar félagsskiptaglugginn verður opnaður í janúar en hann kemur frá Real Oviedo á Spáni. King á leiðinni í Garðabæinn Morgunblaðið/Hari Stjarnan Urald King og Hlynur Bæringsson verða samherjar. Carlo Ancelotti var ráðinn knatt- spyrnustjóri Everton á laugardags- morguninn og hann fylgdist með úr stúkunni á Goodison Park þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Arsenal í tilþrifalitlum leik í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór Sigurðs- son var fyrirliði liðsins, lék á miðj- unni og náði sér ekki sérstaklega á strik. Hann var gagnrýndur tals- vert fyrir frammistöðuna og blaða- maður Liverpool Echo sagði m.a. að Gylfi væri leikmaður stórbrot- inna tilþrifa. „En hvað gerist þegar tilþrifin eru ekki til staðar?“ Ancelotti sá ekki mikil tilþrif AFP Everton Carlo Ancelotti fylgist með úr stúkunni á Goodison Park. Þrír af íslensku landsliðsmönn- unum í hand- knattleik sem Guðmundur Þ. Guðmundsson valdi í nítján manna hóp sinn fyrir Evr- ópukeppnina í næsta mánuði áttu sérstaklega góða leiki með liðum sínum um helgina.  Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot og var með rúmlega 40 pró- sent markvörslu þegar lið hans, GOG, vann sannfærandi útisigur á Aarhus, 27:20, í dönsku úrvalsdeild- inni á laugardaginn.  Sigvaldi Björn Guðjónsson skor- aði níu mörk úr jafnmörgum skotum þegar lið hans Elverum sigraði Drammen á útivelli, 35:31, í toppslag í norsku úrvalsdeildinni. Drammen náði þriggja stiga forystu.  Bjarki Már Elísson var enn í lyk- ilhlutverki hjá Lemgo og skoraði 8 mörk fyrir liðið gegn Leipzig í Þýskalandi. Framlag hans dugði þó ekki því Lemgo tapaði, 26:27. Hinsvegar voru ekki eins góðar fréttir af Alexander Petersson, sem er í landsliðinu á ný eftir rúmlega þriggja ára fjarveru. Hann gat ekki spilað með Löwen gegn Flensburg í toppslag í Þýskalandi vegna meiðsla í læri. Þrír stórgóðir en einn meiddur Viktor Gísli Hallgrímsson Liverpool varð fyrsta enska liðið í ellefu ár til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta með því að sigra Flamengo frá Brasilíu í framlengdum úrslitaleik í Doha í Katar, 1:0, á laugardagskvöldið. Roberto Firmino skoraði sigurmarkið á níundu mín- útu framlengingar. Þar með hafa ríkjandi Evrópumeistarar unnið mótið sjö ár í röð, eða frá því Chelsea tapaði fyrir Corinthians frá Brasilíu árið 2012. Frá þeim tíma hefur Real Madrid sigrað fjórum sinnum, Bayern München, Barcelona og Liverpool einu sinni hvert félag en félögin hafa ávallt fylgt eftir sigri sínum í Meistaradeild Evrópu með því að vinna heimsbik- arinn. Þetta er fyrra árið af tveimur sem Katar er gest- gjafi mótsins en frá 2009 hefur FIFA jafnan út- hlutað mótshaldinu tvö ár í röð. Leikið verður aftur í Katar að ári en síðan liggur leiðin til Kína árið 2021, samkvæmt áætlun Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins. vs@mbl.is AFP Heimsmeistarar Jordan Henderson fyrirliði Liverpool lyftir bikarnum í Doha eftir sigurinn á Flamengo. Tryggði Evrópu sjöunda í röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.