Fréttablaðið - 12.12.2002, Side 16

Fréttablaðið - 12.12.2002, Side 16
16 12. desember 2001 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Óvenju margar styrkbeiðnir Margrét Scheving formaður skrifar: Hjá Mæðrastyrksnefnd Kópa-vogs liggja nú fyrir óvenju margar umsóknir um stuðning. Þess vegna leitar nefndin eftir auknum stuðningi fyrirtækja, starfsmannafélaga og einstak- linga. Fjárframlög má leggja inn á reikning nefndarinnar í Spari- sjóði Kópavogs, sem er tromp- bók nr. 403774. Þar og í bönkum og á pósthúsinu í Kópavogi liggja einnig frammi gíróseðlar merktir nerndinni. Móttaka á fatnaði er í afgreiðslu Mæðra- styrksnefndar í Hamraborg 20a nú í desember á þriðjudögum kl. 16-18. Umsóknir um stuðning þarf að leggja inn á sama stað á sama tíma, en þess utan eru veittar upplýsingar í síma 867 7251. Á síðasta ári úthlutaði nefndin styrkjum að verðmæti rúmlega 1.4 milljónir króna, en rekstrar- kostnaður var einungis rúmar 22 þúsund krónur. Úthlutað var til 83 heimila með 143 börn og ung- linga. Meðalstyrkur var rúmar 17 þúsund krónur á heimili. Í Mæðrastyrksnefnd Kópavogs eru fulltrúar kvenfélaga í bæn- um, allt sjálfboðaliðar. ■ Að undanförnu hafa um 400 út-lendingar flust til Íslands í hverjum mánuði. Langflest af þessu fólki kemur hingað til að vinna og þá helst við erfið verk og illa launuð. Fjög- ur hundruð útlend- ingar á mánuði gera 1,5 prósent af íbúa- fjöldanum. Ef jafn margir útlendingar koma til Íslands á næstu árum tekur það tæp sex ár að ná 10 prósentum af mannfjölda. Fyrir eru útlendingar sem eru um 7 til 8 prósent af mannfjöldanum á Ís- landi. Þessi mikla fjölgun útlend- inga ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta er eftir íslensku leið- inni. Hér gerist ekkert jafnt og þétt. Við erum ekki þannig fólk. Hér ger- ist heldur ekkert að athuguðu máli. Við erum heldur ekki þannig fólk. Auðvitað eigum við að fagna komu útlendinga til Íslands. Þeir gera samfélagið fjölbreyttara og kröftugra og geta endurnært ís- lenska menningu. En við eigum líka að vera búin undir átök sem fylgja örum samfélagsbreytingum. Það er enn mikill ófriður í samfé- laginu vegna fólksflutninga af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Þær breytingar hófust fyrir næstum heilli öld. Samt hefur okkur ekki tekist að sætta okkur við þær. Íslendingar lifðu í mikilli ein- angrun allt fram á síðustu ár. Þeir héldu það út með því að koma sér upp skrítnum hugmyndum um eig- ið ágæti og temmilegum fordómum gagnvart öllu sem útlent var. Ef við ætlum að lifa í friði næstu áratug- ina þurfum við að umpóla þessum viðhorfum. Flestir þeirra útlendinga sem hingað koma eru hörkuduglegt fólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Sumir eru landnemar, staðráðnir í að koma sér og fjölskyldu sinni vel fyrir í landi. Aðrir ætla sér að staldra stutt við, hala inn peningum og ná í krafti þeirra betri stöðu í heimalandinu. Þetta fólk er því inn- stillt inn á íslenskt atvinnulíf sem lengst af hefur keyrt áfram á miklu og ódýru vinnuafli. Á undanförnum áratugum hafa Íslendingar sjálfir verið að hafna grunni atvinnulífsins. Þeir vilja vinna minna og ekki koma nálægt mörgum störfum. Hér er því jarð- vegur fyrir tvískipta þjóð; vinnu- fólk af útlendu bergi brotið sem vinnur á þriðja heims kjörum og húsbændur af norrænu kyni sem vinna fínni störf. Ef okkur hugnast ekki svona samfélag ættum við að velta fyrir okkur undirstöðum at- vinnulífsins. Viljum við vernda þriðja heims stöðu þess? Og halda hluta samfélagsins á stigi þriðja heimsins? ■ Þetta er hörku- duglegt fólk sem er tilbúið að leggja mik- ið á sig. Útlent vinnufólk og norrænir húsbændur skrifar um útlendinga sem vilja vinna og lifa á Íslandi. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON KOSTAR MINNA Nú gerum vi› enn betur og gefum 70% afslátt vi› kassann. Lagersölunni l‡kur svo laugardaginn 21. desember. SÍ‹USTU DAGAR!!! A‹EINS A‹ KEILUGRANDA 1, 200 METRA FRÁ JL HÚSINU í lagerhúsnæ›i Krónunnar OPI‹ VIRKA DAGA 12-18 OG 11-16 UM HELGAR 70%afsláttur LAGERSALA Á JÓLASKRAUTI, GJAFAVÖRU, VERKFÆRUM, BÚSÁHÖLDUM OG MÖRGU FLEIRA! LAUNAKÖNNUN „Vandamál núver- andi ríkisstjórnar er að hana skortir vilja og leiðir til að glíma við þennan vanda. Þess vegna þrífst þetta mein og fitnar eins og púkinn á fjósbitanum hjá hinu op- inbera. Samfylkingin mun kalla eftir svörum fjármálaráðherra og krefjast úrbóta,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, vegna könnunar á kynjabundnum launamun sem gerð var á vegum Evrópusam- bandsins. Kannaður var launamunur kynjanna í þremur starfsgrein- um, hjá framhaldsskólakennur- um, verkfræðingum og fisk- vinnslustarfsfólki. Að auki var launamunur kannaður í matvæla- iðnaði þar sem fiskvinnsla kom ekki við sögu. Launamunur karla og kvenna hér á landi er með þeim mesta sem þekkist í sex aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Grikklandi, Noregi og Íslandi. Munurinn er 39% í opinberum störfum á Íslandi en 6-21% í sam- anburðarlöndunum. Þegar kemur að almennum vinnumarkaði er munurinn 27% hér en 16-27% í hinum löndunum fimm. „Tölurnar eiga við um greitt tímakaup og eru ekki vegnar með tilliti til menntunar, starfsreynslu eða annars. Hluta munarins má skýra með löngum vinnutíma karlmanna sem gerir að verkum að yfirvinna vegur mjög þungt í þeirra heildarlaunum. Það sem hins vegar vekur athygli er hve mikill munur er milli Íslands og annarra landa. Hér er gríðarmikil atvinnuþátttaka, ekki síst meðal kvenna. Einnig virðist vera meiri launamunur í opinbera geiranum hér en á almennum markaði, þar hefur Ísland sérstöðu. Þá gæti ein skýringin verið sú að menntun kvenna á Íslandi skili þeim minna en kynsystrum þeirra erlendis, en menntunarstig er hærra í opin- bera geiranum en á almennum vinnumarkaði,“ sagði Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands, en hún vann að könuninni. Enn ein skýring gæti verið kynjaskipting íslensks vinnu- markaðar. 60% starfsmanna ríkis- ins eru konur og yfir 70% hjá sveitarfélögum. Síðast en ekki síst má velta því fyrir sér hvort dreifstýrðir samn- ingar skili konum minna en körl- um, hvort ákvarðanir sem teknar eru af yfirmönnum einstakra stofnana hins opinbera um upp- bætur ýmiss konar eins og bíla- styrki, óunna yfirvinnu og fleira, skil sér síður til kvenna en karla. „En það er mikilvægt að rann- saka betur í hverju sérstaða Ís- lands liggur og hvar við þurfum að taka á til að draga úr þessum launamun,“ sagði Þorgerður Ein- arsdóttir. the@frettabladid.is Sláandi launa- munur hjá hinu opinbera Karlar hjá íslenska ríkinu með 39% hærri laun en konur. Kynjabundinn launamunur 7 til 21% í nágrannalöndunum. Menntun virðist skila ís- lenskum konum minna en kynsystrum þeirra nágrannalöndunum. LAUNAMUNUR KYNJANNA – GREITT TÍMAKAUP Almennur Opinberi markaður geirinn Austurríki 19% 14% Danmörk 16% 7% Grikkland 23% - Ísland 27% 39% Noregur 24% 12% Bretland 27% 21% ÍSLENDINGAR Mestur launamunur kynja hjá opinberum starfsmönnum á Íslandi. STJÓRNMÁL Ekki eru til sundurliðaðar upplýsingar um kynja- og aldursskipt- ingu þeirra sem koma á bráðamóttöku með óút- skýrða áverka. Þetta kem- ur fram í svari heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingvarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðis- flokks. „Þetta svar veldur mér vissulega vonbrigðum,“ segir Sigríður. „Ég var að reyna að draga fram um hversu mikið dulið ofbeldi er að ræða, svo sem heim- ilisofbeldi og ofbeldi handrukkara.“ Hún segir að sér hafi brugðið mjög þegar hún frétti af rann- sókn sem sýndi að helsta dánarorsök vestrænna kvenna á aldrinum 20-40 ára væri ofbeldi sem þær væru beittar. Meðal annars þess vegna hafi hún viljað leita upp- lýsinga um hversu mikið væri um dulið ofbeldi. „Það er mjög auðvelt að kæra atburði ef það er brotist inn og teknir af okkur hlutir en erfiðara þegar er brotist inn í sálina á fólki. Þess vegna er erfitt að stíga skrefið og kæra jafnvel sína nán- ustu vegna atburða sem gerast innan veggja heimilisins. ■ Skráning óútskýrðra áverka: Skortir upplýsingar um dulið ofbeldi SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR Veldur vonbrigðum að fá ekki upplýsingar sem geta lýst ljósi á útbreiðslu heimilisof- beldis og ofbeldis handrukkara.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.