Fréttablaðið - 12.12.2002, Síða 19

Fréttablaðið - 12.12.2002, Síða 19
19FIMMTUDAGUR 12. desember 2002 KÚREKI Í KLÍPU Kúrekinn Birch Negaard frá Buffalo gerði hvað hann gat til að hafa stjórn á illvígu nautinu í úrslitakeppninni í nautaati sem haldin er í Las Vegas á Bandaríkjunum. Neegard er efstur eftir fimm daga keppni. AP/M YN D GAMLIR FÉLAGAR Scottie Pippen reynir að gæta Michael Jor- dan, fyrrverandi samherja síns hjá Chicago Bulls. Jordan lék ekki gegn Pippen og fé- lögum á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Pippen og Jordan: Andstæð- ingar í fyrsta sinn KÖRFUBOLTI Scottie Pippen, leik- maður Portland Trailblazers, hafði betur í einvígi gegn Michael Jordan, fyrrverandi samherja sín- um hjá Chicago Bulls, og félögum í Washington Wizards í fyrra- kvöld. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir félagar mætast á vellinum síðan þeir voru saman í meistaraliði Chicago Bulls. Leikurinn endaði með sigri Trailblazers 98:79 og skoraði Pippen 14 stig, tók 7 frá- köst og átti 5 stoðsendingar. Jord- an skoraði 14 stig fyrir Wizards. Í öðrum leikjum vann Dallas Mavericks lið L.A. Clippers 122:95 og L.A. Lakers tapaði fyrir Golden State Warriors 106:102. ■ AP/M YN D Síðari leikirnir í þriðju um-ferð Evrópukeppni félagsliða fara fram í kvöld. Liverpool tekur á móti hollenska liðinu Vitesse Arnhem á Anfield Road en enska liðið vann fyrri leik- inn 1:0. Leeds leikur við Malaga á Englandi en fyrri leikurinn fór 0:0. Þá tekur Fulham á móti Eyjólfi Sverrissyni og félögum í Herthu Berlín. Fyrri viður- eignin endaði 2:1 fyrir Herthu. Spænska stórliðinu Barcelonahefur verið bannað að spila næstu tvo heimaleiki sína á Nou Camp-leikvanginum vegna óláta sem urðu í viðureigninni við Real Madrid á dögunum. Fé- lagið var einnig sektað um rúm- ar 340 þúsund krónur. Stöðva þurfti leikinn í 15 mínútur vegna óláta. Köstuðu áhorfend- ur meðal annars lauslegum hlutum í Luis Figo, leikmann Real og fyrrverandi leikmann Barcelona. FÓTBOLTI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.