Fréttablaðið - 12.12.2002, Síða 21
„Það er að sjálfsögðu óviðunandi
að loka fjárhagsáætlun með 10-
12% afgang af heildarrekstri
sveitarfélagsins. Rekstrarstaða
íslenskra sveitarfélaga er um-
hugsunarefni. Með því að fletta
árbók sveitarfélaga sjá menn
hversu aðþrengd sveitarfélög eru
orðin í rekstri sínum,“ sagði Hall-
dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar.
Hann var ómyrkur í máli þegar
hann mælti fyrir fjárhagsáætlun
Ísafjarðar á dögunum. Þegar bæj-
arráð setti ramma í upphafi vinnu
við fjárhagsáætlun næsta árs var
reiknað með tæplega 14% afgangi
frá rekstri. Þar með hefðu um
86% tekna farið í rekstur. Mark-
miðin náðust ekki, niðurstaðan er
10% afgangur frá rekstri. Níu af
hverjum tíu krónum sem inn-
heimtast hjá bænum fara því í
rekstur málaflokka.
„Því miður virðist þetta vera
mjög algeng rekstrarniðurstaða
sveitarfélaga í landinu. Rekstrar-
afgangurinn þarf að vera um 30%
til að standa undir afborgunum
lána og eðlilegri endurnýjunar- og
viðhaldsþörf mannvirkja. Því
miður er orðið nokkuð langt síðan
sveitarfélög landsins, að örfáum
„þenslusveitarfélögum“ undan-
skildum, hafa séð slíka rekstrar-
niðurstöðu,“ sagði Halldór og
bætti við að stöðugt hefði sigið á
ógæfuhliðina í þessum efnum í
tæpan áratug.
„Sérstaklega þó frá árinu 1996
en þá tóku sveitarfélögin yfir
rekstur grunnskólanna. Það var
gæfuspor varðandi þjónustu og
faglegt starf skólanna en enn
vantar á tekjuhliðina. Í kringum
1996 og árin á eftir eru nokkrar
stórar sameiningar og þær hafa
ekki haft fjárhagslega hagræð-
ingu í för með sér heldur hefur
þjónusta stærstu sveitarfélag-
anna í viðkomandi sameiningum
verið færð yfir til þeirra minni,
sem er eðlilegt þegar um eitt sam-
einað sveitarfélag er að ræða,“
sagði Halldór.
En tilflutningi verkefna frá
ríki til sveitarfélaga hafa ekki
fylgt nauðsynlegar tekjur og
vantar þar verulega upp á að mati
sveitarstjórnarmanna.
„Í slíkri stöðu verður eitthvað
eða allt af eftirfarandi að gerast.
Ríkisvaldið verður að viðurkenna
tekjuþörf sveitarfélaganna í sam-
ræmi við tillögur tekjustofna-
nefndar frá október 2000. Sam-
kvæmt niðurstöðu nefndarinnar
vantar enn 4 milljarða króna til
sveitarfélaganna. Þá verða sveit-
arfélögin að óbreyttu að hækka
gjaldskrár og alla greiðslu fyrir
þjónustu verulega, eða þar til slíkt
stendur undir öllum kostnaði.
Loks þarf að endurskilgreina
þjónustuhlutverk sveitarfélaga og
draga úr þjónustu þar til tekjur
standa undir rekstri, afborgunum
lána og eðlilegum framkvæmd-
um,“ sagði Halldór og byggir þar
á upplýsingum úr árbók sveitarfé-
laga sem sýna fram á að rekstur
sveitarfélaganna gengur ekki að
óbreyttum forsendum.
„Ísafjarðarbær er í þessum
hópi. Við þurfum að efla samstöðu
sveitarfélaganna og ná fram okkar
markmiðum svo sveitarfélögin
verði rekstrarhæfar einingar að
nýju. Gangi það ekki eftir verða
sveitarfélögin að endurskilgreina
þjónustuhlutverk sitt. En það
verða þau að gera í góðu samstarfi,
því í þessum geira eltir hver annan
í þjónustu við íbúana. Ísafjarðar-
bær hefur sem betur fer ýmsa
kosti til að draga frekar úr rekstr-
arkostnaði og sama gildir um önn-
ur sveitarfélög. Leiðir til að draga
úr rekstrarkostnaði byggjast með-
al annars á því að ná betri samn-
ingum við ríkisvaldið í verkefnum
sem eru á óskilgreindu eða illa
skilgreindu samstarfssvæði ríkis
og sveitarfélaga. Þarna og með al-
mennum aðhaldsaðgerðum er
hægt að ná einhverjum prósentum
í hagræðingu. Þá þurfum við líka
að horfa til aðgerða sem auka tekj-
ur, fjölga íbúum og auka almennt
hag íbúanna,“ sagði Halldór Hall-
dórsson. ■
FIMMTUDAGUR 12. desember 2002
Dala-Yrja
Sígildur veisluostur
sem fer vel á ostabakka.
Höfðingi
Bragðmildur hvítmygluostur
sem hefur slegið í gegn.
Dala-Brie
Á ostabakkann og með
kexi og ávöxtum.
Lúxus-Yrja
Bragðmild og góð eins og
hún kemur fyrir eða í matargerð.
Camembert
Einn og sér, á ostabakkann
og í matargerð.
Hvítur kastali
Með ferskum ávöxtum
eða einn og sér.
Stóri-Dímon
Ómissandi þegar vanda á
til veislunnar.
Gullostur
Bragðmikill hvítmygluostur,
glæsilegur á veisluborðið.
Mascarpone
Rjómaostur með ítölskum keim.
Dásamlegur í deserta.
Jólaostakaka
Trönuberjasultan gefur
sannkallað jólabragð.
Gráðaostur
Tilvalinn til matargerðar.
Góður einn og sér.
Rjómaostur
Á kexið, brauðið,
í sósur og ídýfur
Piparostur
Góður í heitar sósur.
Þegar íslensku ostarnir eru bornir fram,
einir sér, á ostabakka eða til að kóróna
matargerðina – þá er hátíð!
Engin jól án þeirra!
HALLDÓR HALLDÓRSSON
Boðar gjaldskrárhækkanir og endurskoðun
þjónustu sveitarfélaga, fáist ekki auknar
tekjur frá ríkinu vegna flutnings verkefna
frá ríki til sveitarfélaga.
Kostnaður foreldra með eitt
barn í leikskóla í Mosfellsbæ
eykst um 60 þúsund krónur á ári
samkvæmt tillögum meirihluta
sjálfstæðismanna í bæjarstjórn
Mosfellsbæjar. Miðast þetta ein-
ungis við hækkun leikskóla-
gjalda og fæðis í leikskóla, en að
auki boðar meirihlutinn fjölda
annarra hækkanna.
Haraldur Sverrisson, formað-
ur bæjarráðs, segir að skuldir
Mosfellsbæjar hafi aukist um
2,7 milljarða króna á þeim átta
árum sem fyrrverandi meiri-
hluti hafi verið við völd. Í lok
ársins verði þær 3,1 milljarður
sem samsvari því að hver íbúi
bæjarins skuldi um 500 þúsund
krónur.
Þröstur Karlsson, oddviti
framsóknarmanna í minnihluta
bæjarstjórnar, gagnrýnir harð-
lega fyrirætlanir meirihlutans
og segir þær koma langverst
niður á ungum barnafjölskyld-
um.
„Þetta er náttúrulega alveg
skelfilegt, að ætla ungum barna-
fjölskyldum að greiða niður
skuldir bæjarins,“ segir Þröstur.
„Eftirlitsnefnd sveitarfélaga
hafði farið yfir fjármál bæjarins
og sá ekkert athugavert við þau.
Nefndinni fannst traustvekjandi
hvernig við hugðumst greiða
skuldirnar niður.“
Þröstur segir að í Mosfellsbæ
sé hæst meðaltal á Íslandi af
ungu fólki með börn. Í kosninga-
baráttunni hafi sjálfstæðismenn
sagt að þeir myndu ekki leggja
meiri álögur á fólkið í bænum
heldur hagræða í rekstri sveit-
arfélagins.
„Þeir hafa einfaldlega farið á
taugum og eru að skrúfa öll
gjöld upp í topp. Það er ekkert
erfitt að reka sveitarfélag ef all-
ar álögur eru skrúfaðar upp í
topp. Það er alveg ljóst að sumt
af þessu fólki fer að hugsa sig
um hvort það vilji búa áfram í
bænum við þessar aðstæður.“
Haraldur segir að fyrrver-
andi meirihluti hafi fjarmagnað
reksturinn með lántökum. Um
1,2 milljarða króna lántaka hafi
farið í reksturinn, eða um 150
milljónir á ári.
„Það gefur augaleið að svona
er ekki hægt að halda áfram til
lengdar,“ segir Haraldur. „Fyrir-
tæki eða heimili sem rekur sig
með þessum hætti fer á endan-
um á höfuðið og það er það sem
við erum að reyna að koma í veg
fyrir.“
Haraldur segir að verið sé að
skera rekstrarkostnað bæjarins
niður um 7%. Til lengri tíma lit-
ið sé það leiðin sem meirihlutinn
ætli að fara. Aðstæðurnar núna
hafi hins vegar verið þannig að
einnig hafi þurft að hækka álög-
ur.
„Þó þjónustugjöldin séu að
hækka dálítið mikið í prósentu-
tölu þá verða þau enn lægri en hjá
nágrannasveitarfélögunum.“ ■
TILLÖGUR MEIRIHLUTA SJÁLFSTÆÐISMANNA Í BÆJARSTJÓRN
MOSFELLSBÆJAR
Álagningarprósenta: 2002 2003 Hækkun
Útsvarsprósenta 12,650 12,940 2,29%
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis 0,320 0,360 12,5%
Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis 1 1,2 20%
Lóðaleiga íbúðarhúsnæðis 0,1 0,4 300%
Lóðaleiga atvinnuhúsnæðis 1 1,2 20%
Sorphirðugjald 6,5 7,2 10,77%
Krónur: 2002 2003
Leikskólagjald 16.100 20.000 24,22%*
Fæði leikskóla 4.800 6.000 25%*
Skólasel 110 180 63,64%*
Íþrótta- og tómstundaskóli 110 180 63,64%
Gæsluvöllur 100 150 50%
Skólamáltíðir 180 220 22,22%
Árskort í sund 13.000 17.500 34,62%
*Hækkar í tveimur áföngum. Fyrst 1. janúar og síðan um mitt árið 2003.
BÆJARSKRIFSTOFUR MOSFELLSBÆJAR
Haraldur Sverrisson, formaður bæjarráðs,
segir að skuldir Mosfellsbæjar hafi aukist
um 2,7 milljarða króna á þeim átta árum
sem fyrrverandi meirihluti hafi verið við
völd. Í lok ársins verði þær 3,1 milljarður
sem samsvari því að hver íbúi bæjarins
skuldi um 500 þúsund krónur.
Mosfellsbær:
Barnafjölskyldur
greiða meira
Ísafjörður:
Í þrot að
óbreyttu