Fréttablaðið - 12.12.2002, Side 32

Fréttablaðið - 12.12.2002, Side 32
FUNDIR 12.10 Viðar Hreinsson les úr bók sinni um Stephan G. Stephansson í Bókasal Þjóðmenningarhúss. Einnig segir hann frá skáldinu og svarar fyrirspurnum áheyrenda. Tilefni lestrarins er að í bókasal Þjóðmenningarhúss er að finna eiginhandrit og bréf Stephans G. Sýningin er í tengslum við kynn- ingu Landsbókasafns á bók- menntum Vestur-Íslendinga. 16.00 Kristjana Einarsdóttir gengst undir 4. árs próf við líffræðiskor Raunvísindadeildar Háskóla Ís- lands og heldur fyrirlestur um verkefni sitt: Áhætta á krabba- meini í brjósti með tilliti til stökk- breytingar í BRCA2 og breytileika í MnSOD geni. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu G6 að Grensásvegi 12 og er öllum opinn meðan hús- rúm leyfir. 16.15 Ólafur B. Einarsson flytur erindið: Æðakölkun og fikrun (migration) fruma í málstofu læknadeildar í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð. 17.00 Stofnfundur Félags fagfólks í heilbrigðisþjónustu um offitu verður haldinn á Grand Hótel, Gallerí. Mikilvægt er að allir sem hafa áhuga á málefninu gerist fé- lagar og mæti. Sigurður Guð- mundsson landlæknir tekur þátt í málþingi. 20.00 Samvera á aðventu fyrir syrgj- endur, sem sérstaklega er ætluð þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við, verður í Grensás- kirkju. Hún er fyrir alla fjölskyld- una og öllum opin. Þau sem vilja geta tendrað ljós til að minnast ástvina sinna. Eggert Kaaber leik- ari segir jólasögu, sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson annast hugvekju og sr. Miyako Þórðarson túlkar á táknmáli. UPPÁKOMUR 20.00 Vefsetrið ljóð.is efnir til upplestr- arkvöldsins - Gleðileg ljóð - á Dubliner, Hafnarstræti, þar sem skáld lesa úr nýútkomnum ljóða- bókum. Auk þeirra munu notend- ur vefsetursins ljóð.is lesa úr sín- um ljóðum. Meðal þeirra er fram koma eru: Baldur Óskarsson, Bjarni Bernharður, Einar Már Guðmundsson, Ingibjörg Har- aldsdóttir og Ísak Harðarson. 20.00 Glaðst verður í jólaanda á Súfist- anum, bókakaffi í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi, þegar Guðrún Helgadóttir les úr bók sinni Öðruvísi dagar, Steinunn Sigurðardóttir úr bók sinni Hundrað dyr í golunni, Brynhild- ur Björnsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson flytja jólalag úr sönglagahefti Hreiðars Inga Þor- steinssonar og Englakórinn syng- ur jólalög. 20.00 Boðið er upp á notalega kaffihúsa- stemningu í forsal Borgarleikhúss- ins þar sem rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum og ljúfir tónar ramma inn stundina. Arnaldur Indriðason, Einar Már Guðmunds- son, Einar Kárason, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn lesa úr nýút- komnum bókum sínum. 21.00 Sesar A heldur útgáfutónleika á Grand Rokk. Móri, Bæjarins Bestu, Vivid Brain, Messíaz og fleiri troða upp. 20.30 Félagarnir Eiríkur og Hjörleifur í Hundur í óskilum eru þeir einu sem hafa rappað Gunnar á Hlíð- arenda. Nú ætla þeir að fagna nýjum hljómdiski sem er að koma glóðvolgur í verslanir þessa dagana með útgáfutónleikum í Ketilhúsinu á Akureyri. 20.30 Guðrún Eva Mínervudóttir les úr skáldsögu sinni, Sagan af sjó- reknu píanóunum, og Hrafn Jök- ulsson úr ljóðabók Jóns Thorodd- sens, Flugur, sem fyrst kom út árið 1922, í Faktorshúsinu á Ísa- firði. Sagan af sjóreknu píanóun- um er fjórða skáldsaga Guðrúnar Evu og hefur hlotið afar góðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda. Flugur var fyrsta íslenska bókin sem einvörðungu hafði að geyma prósaljóð. Jón fæddist á Ísafirði 1898 og lést í Kaupmannahöfn 1924. TÓNLEIKAR 20.30 Kammerkór Langholtskirkju heldur útgáfutónleika í Lang- holtskirkju í tilefni af útkomu nýs hljómdisks. LEIKHÚS 20.00 Með vífið í lúkunum sýnt í allra síðasta sinn á Stóra sviði Borgar- leikhússins. SÝNINGAR Magnús Guðjónsson og Gunnar Geir sýna í húsi Gráa kattarins, Hafnargötu 18 í Keflavík. Magnús sýnir verk sem unnin eru í grjót og smíðajárn. Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lág- myndir frá ýmsum tímabilum. Sýningin stendur út desember og verður opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema sunnudaga. Einar Hákonarson og Óli G. Jóhanns- son sýna verk sín í Húsi málaranna við Eiðistorg. Í nýjum sýningarsal í Húsi mál- aranna sýna Bragi Ásgeirsson, Einar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Jó- hanna Bogadóttir og Kjartan Guðjóns- son. Sýningin stendur til 23. desember og er opin frá 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga. Ingvar Þorvaldsson sýnir olíumálverk á Kaffi Mílanó út desembermánuð. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. Samspil nefnist sýning sem stendur yfir í Hafnarborg. Um er að ræða samsýn- ingu Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafs- dóttur, Kristínar Geirsdóttur Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Sambönd Íslands nefnist alþjóðleg sýn- ing sem stendur yfir í Hafnarborg, Strandgötu í Hafnarfirði. Sýningin stend- ur til 22. desember. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Sýningin Reyfi stendur yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Myndlistarkon- urnar Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir vinna saman undir nafn- inu Tó-Tó og á sýningunni sýna þær flókareyfi úr lambsull. Sýningin stendur til 22. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru mál- verk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hall- grímskirkju er haldin í boði Listvinafé- lags Hallgrímskirkju og stendur til loka febrúarmánaðar. Sýning á jólamyndum teiknarans Brian Pilkington stendur yfir í Kaffistofu Hafn- arborgar. Sýningin er opin alla daga og lýkur 22. desember. Ólöf Kjaran sýnir í Rauðu stofunni í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir listakonan Undir og ofan á. Sýn- ingin stendur til 13. desember. Sigríður Gísladóttir stórgöldrótt-mynd- listakona sýnir Vörður í Salnum #39, nýju galleríi við Hverfisgötu 39. Sýningin stendur til 12. desember. Sýningin Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin samanstendur af málverkum og ljós- myndum danska myndlistarmannsins Martin Bigum frá árunum 1997-2002. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá- myndir og skúlptúra sem unnin eru í anda jólanna í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, Listagili. Sýningin stendur til 23. desember og er opin alla daga frá klukkan 14 til 18. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Sýningin stendur til 22. febrúar. Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil, stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. 32 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR Hljómsveitin Feðgarnir Nóvember – Desember Jólahlaðborð frá 29. nóvember Skötuveisla 23. desember Velkominn í jólahlaðborðið okkar Einar Geirsson Yfirmatreiðslumaður Opnunartími Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00 Kvöld alla daga frá 18.00 tveir fiskar ( við Reykjavíkurhöfn ) Geirsgata 9 • 101 reykjavik sími 511 - 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? LEIKHÚS Leikritið Með vífið í lúk- unum hverfur af fjölunum eftir síðustu aukasýningu sem verður í kvöld, fimmtudagskvöld, í Borg- arleikhúsinu. Leikritið var frum- sýnt vorið 2001, á næstsíðasta leikári, og hefur verið sýnt alls 64 sinnum fyrir nærri 25.000 áhorf- endur. Það eru Steinn Ármann Magnússon, Helga Braga Jóns- dóttir, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem fara með aðalhlutverkin í leikritinu. ■ STEINN ÁRMANN MAGNÚSSON Einn af aðalleikurunum í hinni vinsælu leiksýningu Með vífið í lúkunum. Með vífið í lúkunum: Síðasta sýning í kvöld SÝNING Hinn 7. desember síðast- liðinn opnaði Borgarskjalasafn Reykjavíkur sýninguna Reykja- vík í hers höndum í samvinnu við Þór Whitehead sagnfræðing. Á sýningunni gefur að líta skjöl, muni og ljósmyndir frá veru hers- ins í Reykjavík 1941-1944. Ljós- myndirnar, sem eru rösklega 50, eiga einkum að veita innsýn í dvöl Bandaríkjahers í Reykjavík árin 1941-1944. Þær koma frá Þjóð- skjalasafni Bandaríkjanna og hafa margar hverjar ekki áður sést á Íslandi. Enn fremur eru skjöl úr safni Borgarskjalasafns Reykjavíkur um veru setuliðsins í Reykjavík sem sýna samskipti við íbúa bæjarins, uppbyggingu braggahverfa hersins, herstjórn- arkort og margt fleira. Á sýning- unni er reynt að endurskapa and- rúmsloft stríðsáranna með hlöðn- um sandpokabyrgjum, minjum og tónlist sem setuliðið hafði með sér til Íslands, en ljósmyndirnar sýna vel bæjarbraginn í Reykja- vík á árum seinni heimsstyrjald- ar, stríðstól herjanna og sam- skipti hermanna við bæjarbúa, meðal annars frá margfrægum dansleikjum hersins, en þær myndir hafa ekki áður sést hér á landi. Sýning Borgarskjalasafns Reykjavíkur stendur til 2. febrúar 2003 og er opin alla daga kl. 12 til 17 í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Aðgangur er ókeypis. ■ HERMENN Á ARNARHÓLI Ljósmyndir sem eru til sýnis á Borgarskjalasafni hafa margar ekki sést á Íslandi áður. Sýning í Borgarskjalasafni: Reykjavík í hers höndum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.