Fréttablaðið - 12.12.2002, Síða 36

Fréttablaðið - 12.12.2002, Síða 36
36 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR TÓNLIST TÓNLIST Það var ekki öfundsvert hlutverk hjá Rottweiler að þurfa að fylgja á eftir fyrstu breiðskíf- unni, sem sló svo rækilega í gegn fyrir síðustu jól. Önnur breiðskífa sveitarinn- ar, „Þú skuldar“, olli mér von- brigðum. Á diskinum eru 12 lög og þrjú þeirra eiga skilið að vera þar en restin er bara rest – upp- fylling. Þrátt fyrir að platan hafi á heildina litið verið langt frá því að uppfylla væntingar mínar, þá verður ekki framhjá því litið að nokkrum sinnum tekst Rottweilerhundunum einkar vel upp. Sérstaklega er Bent góður í „Vaknaðu“ og þá er titillag plöt- unnar einnig verulega gott. Þessi tvö lög eiga það sammerkt að undirtónninn í þeim er klass- ískur, þar sem gítar og selló leiða laglínuna áfram. Jihad er einnig ferskt lag með hápólitísk- um texta. Þetta þrennt dugir bara ekki til að rífa plötuna upp úr algjörri meðalmennsku. Rappið á Íslandi er svolítið eins og stangarstökk kvenna, það er tiltölulega auðvelt að bæta metið – verða bestur. En það verður sífellt erfiðara. Rottweiler, Móri á metið í dag og „þið skuldið“ okkur eina góða plötu. Trausti Hafliðason X ROTTWEILER: Þú skuldar Þið skuldið M I Ð B O R G A R GJAFAKORTIÐ Allur pakkinn í einni jólagjöf N O N N I O G M A N N I | Y D D A TÓNLEIKAR Breska rokkhjómsveitin Coldplay hefur ákveðið að spila fram öllum tækjabúnaði sínum á tónleikum sínum í Laugardalshöll. Piltarnir hafa upp á síðkastið verið á tónleikaferð um Bandaríkin með risaskjái og afar sérstaka sviðs- mynd. Hún er ansi mikil í smíðum og var því ekki búist við því að hún myndi fylgja sveitinni hingað, aðal- lega vegna gífurlegs flutnings- kostnaðar til landsins. Samkvæmt fréttatilkynningu tónleikahaldara vildu liðsmenn gera tónleikana sem eftirminnilegasta fyrir áhorfendur. Þess vegna var ákveðið að taka allan búnaðinn með þrátt fyrir kostnað og aukið erfiði. Góðu drengirnir í Coldplay vilja greinilega óska landsmönnum gleði- legra jóla. En eru um 500 miðar eftir á tón- leika Coldplay og Ash í Laugardals- höll þann 19. desember. ■ Coldplay sparar ekki í tækjaflutningi: Mæta með risaskjái í Höllina COLDPLAY Enn eru um 500 miðar eftir á tónleika Coldplay og Ash í Laugardalshöll þann 19. desember. FÓLK Jule Mark Lusman, einn þeir- ra lækna sem útfyllti lyfseðla á sterk verkjalyf fyrir Winonu Ryder, hefur verið sviptur lækn- ingaleyfi sínu. Við athugun á ferli hans hefur komið í ljós að Lus- man hafi oft farið í húsvitjanir til fjölda frægs fólks í Hollywood og nágrenni. Þar er hann ásakaður um að hafa framkvæmt yfir- borðskenndar athuganir og svo fyllt út lyfseðla fyrir sterk og ávanabindandi verkjalyf. Lus- man er skráður sem sérfræðing- ur í skurðaðgerðum með leysi- geisla. Lusman sagði í blaðavið- tali að meðferðin á sér væri óréttlát. Þó nokkuð er um að læknar skrifi út sterk verkjalyf fyrir „sárþjáðar“ stjörnur í Hollywood. ■ Winona Ryder: Læknirinn fær reisupassann „SÁRÞJÁÐAR“ STJÖRNUR Winona Ryder hafði lyfseðilsskyld verkjalyf undir höndum er hún var handtekin. NICK CAVE Óhætt er að segja að tvennir tónleikar ástralska tónlistarmannsins Nick Cave hafi vakið mikla lukku. Hann kom fram ásamt sveitinni Dirty Three, sem vanalega sér ekki um undirleik fyrir hann á tónleikum, og færði það tónleikunum allsérstakt yfirbragð. Cave lék valin lög af ferli sínum en þó aðallega af plötunum „The Boatman’s Call“ og „No More Shall We Part“. Hann laumaði þó með eldri slögurum á borð við „The Mercy Seat“, „Stagger Lee“ og lagi frá árum sínum í The Birthday Party, „Wildworld“. Í gær skoðaði Cave land og þjóð og skellti sér meðal annars í Bláa lónið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.