Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 16. desember 2002 hva› f ær› flú í s k ó inn . . . . . . f rá 1 6 . - 1 9 . d e s emb er? POTTASKEFILL býður þeim sem versla í Debenhams upp á ilmandi kaffibolla hjá Te & kaffi. ASKASLEIKIR veitir 20% afslátt af salt- og piparkvörnum. HURÐASKELLIR veitir öllum 20% afslátt af sparikjólum frá Designers og Debut. SKYRGÁMUR veitir þér 20% afslátt af herraskóm. S LA M ! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - D EB 1 94 55 12 /2 00 2 S M Á R A L I N D debenhams -það er kaffið! Grímur Óli er 9 ára. Hann fæddist með klumbufætur. Eftir margar aðgerðir og stranga þjálfun hefur hann alla sömu möguleika og önnur börn og uppgötvar eitthvað nýtt á hverjum degi. Undanfarin ár hefur Gevalia kaffi lagt milljónir króna til félags- og góð gerðar mála. Í ár leggjum við okkar af mörkum til að styrkja Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum, til að opna þjónustumiðstöð fyrir foreldra og systkini. Þegar þú kaupir pakka af Gevalia kaffi renna 15 krónur til þessa verkefnis. Sýnum umhyggju í verki um jólin. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S RY D 1 91 94 11 /2 00 2 „Ég ætla að verða fornleifafræðingur þegar ég er orðinn fullorðinn.“ Vísindamenn í Banda- ríkjunum: Tónlistar- minnið staðsett WASHINGTON, AP Hvar í heilanum skyldi tónlistarminni vera stað- sett? Vísindamenn í New Hamp- shire í Bandaríkjunum segjast hafa fundið það. Þeir telja tónlistarminnið vera framan til í heilaberkinum, rétt á bak við ennið, nánar tiltekið á svæði sem á ensku vísindamáli heitir ‘rostromedial prefrontal cortex’. Þessi hluti heilans hefur það hlutverk að muna tónlist, rifja upp lagstúfa og bera kennsl á falskar nótur í gamalkunnum lag- línum. Reyndar gegnir sama svæði heilans lykilhlutverki í tilfinn- ingaviðbrögðum og stjórn tilfinn- inganna. ■ Hlutur Akureyrar í Landsvirkjun: Eignarhald ekki endur- skoðað SVEITARSTJÓRN Bæjarráð Akureyrar telur fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar við Kárahnjúka- virkjun og aukna skuldaábyrgð eig- enda þeim tengdra ekki gefa tilefni til endurskoðunar á aðild Akureyr- arbæjar að fyrirtækinu. Bæjarráð minnir á að starfandi er nefnd, skipuð fulltrúum eignaraðila Landsvirkjunar, sem fyrir þeirra hönd fylgist með vinnu fyrirtækis- ins við mat á hagkvæmni fyrirhug- aðra framkvæmda. ■ Ofsóknirnar í Bosníu: Serbnesk kona yfirheyrð HAAG, AP Alþjóðadómstóllinn í Haag byrjar yfirheyrslur yfir 72 ára gamalli konu í dag. Konan heitir Biljana Plavsic og var for- seti serbneska svæðisins í Bosníu frá 1996 til 1998. Hún átti stóran þátt í ofsóknum gegn múslimum og öðrum þjóðarbrotum á yfir- ráðasvæði sínu í Bosníu. Hún er kærð fyrir glæpi gegn mannkyn- inu og ofsóknir. Palvsic gaf sig fram í janúar 2001 og neitaði fyrst öllum ákærum, en skipti síðan um skoðun og játaði öll ákæruatriðin. Hún á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.