Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 16. desember 2002 Miele - kostirnir eru ótvíræðir Miele ryksugurnar eru hannaðar og prófaðar til að endast venjulegu heimili í 20 ár. Þær hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir afköst, formfegurð og þægindi í notkun. Þær eru búnar 1800W mótor, lofthreinsisíum og mjúkum parkethjólum. Ríkulegur staðalbúnaður og mikið úrval aukahluta skapar hina fullkomnu ryksugu sérhvers heimilis. Öflugt vopn í baráttunni við ofnæmiseinkenni af völdum rykagna á heimilinu. Miele HEPA-loftsían: M E I R A E N B A R A R Y K S U G A Ármúla 13a, sími 540 5000 frjalsi@frjalsi.is Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Sóltúni 26 í Ármúla 13a. Við tökum því á móti viðskiptavinum okkar á nýjum stað frá og með deginum í dag. Sóltún 26 Ármúli 13a Við erum flutt A B X / S ÍA 9 02 17 64 Blaðamaður var svo ljón-heppinn að rekast á Stekkj- arstaur þar sem hann var ný- kominn af fjalli í byggð og tókst að króa hann af í smá spjall. Að- spurður hver væru eftirminni- legustu jólin hans sagði hann fyrst humm og ha og hugsaði þangað til hann varð eldrauður framan. „Ég er náttúrulega bú- inn að vera á ferli um jólin í 272 ár, svo það er af mörgu að taka. En það var sko svolítið vand- ræðalegt þegar ég mætti á vit- laust jólaball. Við höfðum nefnilega verið pantaðir við Giljagaur til að dansa með krökkunum á jólaballi hjá Odd- fellow. Svo kom í ljós að Odd- fellow er á mörgum stöðum og af því við erum hræðilegir klaufar að tala í síma tókst okk- ur ekki að fá almennilegar upp- lýsingar,“ segir Stekkjarstaur, sem arkaði með Giljagaur suð- ur í Hafnarfjörð þar sem þeir fundu loks hús Oddfellow- manna í bænum . „Við urðum náttúrulega svakalega glaðir og hoppuðum strax í dansinn með krökkunum. En við vorum ekki búnir að fara nema sextán hringi í kringum jólatréð þegar Gluggagægir og Hurðaskellir skunduðu inn á ballið og sögðu okkur að við hlytum að vera á kolvitlausu jólaballi. Þeir hefðu verið pantaðir í Hafnarfjörð- inn.“ Stekkjarstaur roðnar pínulítið þegar hann rifjar upp þessa sögu. „Þetta kemur til af því við erum svo lélegir að hringja og svona, en sem betur fór fundum við út hvar við áttum að vera og komum þangað á síðustu stundu. Þetta varð svo barasta al- veg skelfilega skemmtilegt jólaball.“ Stekkjarstaur segist pínulít- ið spældur af því það er enginn snjór, en hann segist ánægður með krakkana og foreldra þeir- ra. „Mér sýnist að mömmurnar og pabbarnir gefi sér góðan tíma til að vera með börnunum sínum og ég held svei mér þá að allir séu bara afslappaðri núna en fyrir nokkrum árum,“ segir Stekkjarstaur, en má svo ekki vera að því að spjalla meira því hann þarf að fara að æfa nýjustu danssporin fyrir jólaböllin. ■ STEKKJARSTAUR Er ofsalega glaður að vera kominn til byggða og hlakkar til að hitta fullt af frábærum krökkum um jólin. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Pelsar frá 12.900 Mokkajakkar og kápur Tilboð á vendipelsum – áður kr. 24.900 – nú 12.500 Hattar, húfur og kanínuskinn kr 2.900 Eftirminnileg jól Stekkjarstaur: Kann illa á síma og fór á kolvit- laust jólaball

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.