Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 34
34 16. desember 2002 MÁNUDAGUR kl. 4LIKE MIKE kl. 4 og 6 Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50 Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10 kl. 5.50, 8 og 10.05POSSESSION SANTA CLAUSE kl. 5.55, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5 og 8 THE TUXEDO kl. 8 VIT474 SWEET HOME ALABAMA 4 og 6 VIT 461 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429 SANTA CLAUS kl. 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485 CHANGING LANES kl. 10.10 VIT479 Sýnd kl. 6 og 9.15 VIT 469 kl. 10.05DAS EXPERIMENT kl. 5.50 og 8HAFIÐ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 9.15 VIT 468 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 487 MASTER OF DISGUISE FRÉTTIR AF FÓLKI Búið er að bóka rokkhljómsveitinaMetallica á Hróarskelduhátíðina í sumar. Búist er við nýrri plötu frá sveitinni snemma á næsta ári. Nokkrar sveitir hafa þegar boðað komu sína og má þar nefna Iron Maiden og Junkie XL. Búast má við því að stórnöfnin bætist við dag- skrána alveg fram að hátíðarhöldun- um, sem verða frá 26.-29. júní þetta árið. Miðasala er hafin á www.exit.is. Leikarinn Nick Nolte hefur lýstsig sekan um að hafa verið undir stýri undir áhrifum eiturlyfja. Fyrir vikið dæmdi dóm- arinn hann í þrigg- ja ára skilorðsbund- ið fangelsi. Honum var einnig skipað að fara í 90 daga af- vötnun. Nolte var handtekinn þann 11. september á þessu ári eftir að lögreglan sá til hans þar sem hann sveigði inn á öfugan vegarhelming og keyrði um stund á móti umferð. Lyfið sem Nolte viðurkenndi að hafa tekið inn er kallað GHB. Því er blandað í drykki. Of stór skammtur þess getur leitt til þess að neytand- inn missi meðvitund. Þess vegna hefur það verið algengt vopn nauðgara á skemmtistöðum. Framleiðslufyrirtæki leikaransNicolas Cage ákvað að ná laga- sáttum við sjónvarpsþáttahöfund sem kærði það fyrir ritstuld. Maður- inn hélt því fram að höfundur kvik- myndahandrits myndarinnar „Sonny“, sem er leikstjórnar- frumraun Cage, hafi stolið af sér hugmyndinni. Höfundurinn hafði verið nemi hjá sjónvarpsþáttahöf- undinum á níunda áratuginum og gat fyrrum kennarinn borið fram ýmsar sannanir þess að fyrrum nemandi sinn hefði stolið hugmynd- inni. Hann náði að minnsta kosti að fullvissa framleiðslufyrirtæki Cage og því var brugðið á það ráð að borga manninum væna fjárupphæð. TÓNLIST Þrátt fyrir að hafa alist upp í tilveru fullri af tónum var það aldrei efst á stefnuskrá Sigríðar Eyþórsdóttur að gerast tónlistar- maður. Það er ekki nóg með að mamma hennar og pabbi hafi ver- ið virkir einstaklingar í tónlistar- lífi klakans síðustu tvo áratugi því rætur liggja lengra en það. Afi stúlkunnar var Jón Múli Árnason og móðurbróðir hennar er tónlist- armaðurinn KK. Þrátt fyrir áralanga tónlistar- hefð innan fjölskyldunnar segist hún ekki heldur finna fyrir neinni pressu. „Frekar andstæðan. Þau hafa beðið mig um að íhuga það vel hvort ég vilji fara út í þennan pakka,“ segir Sigríður og þakkar fyrir þau heilræði foreldra sinna að varast það slæma innan um allt það góða í tónlistarbransanum. Sigríður fékk tónlistarhæfi- leika sína í vöggugjöf. Þeir komu fram þegar hún var níu mánaða gömul þegar hún hóf að raula með spiladós sem hún átti, löngu áður en hún byrjaði að tala. „Ég lærði á píanó lengi en uppgötvaði ekki að ég væri söngkona fyrr en ég tók þátt í söngvarakeppni í Iðnskólan- um sextán ára. Þá varð ég í öðru sæti og fór að hugsa um hvort ég ætti að leggja þetta fyrir mig.“ Árið eftir það ævintýri fór hana að langa í hljómsveit og aug- lýsti einfaldlega í blaðinu eftir að- ild í eina slíka. Bassaleikarinn Jökull Jörgensen hafði samband og fljótlega bættust þeir Birgir Ólafsson, Ragnar Örn Emilsson og Oddur Sigurbjörnsson í hópinn. Saman hafa þau starfað undir nafninu Santiago í þrjú ár þrátt fyrir að hafa látið lítið á sér bera fram að þessu. Frumraun sveitarinnar, breið- skífan „Girl“, er nú komin í búðir og fékk hún í kjölfarið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum „bjartasta vonin“. Þrátt fyrir að sveitin hafi verið tilbúin í plötugerð í nokkurn tíma kom sú hugmynd upp óvænt í haust. „Við vorum að spila á Gauknum og Jón Skuggi sá um hljóðið. Eftir tónleik- ana ákvað hann að gefa okkur út og við vorum farin að taka upp í hljóð- verinu hans viku seinna,“ segir Sigríður að lokum. Hún hefur þar með, 21 árs gömul, hafið sinn eigin kafla í tónlistarsögu fjölskyldu sinnar. biggi@frettabladid.is SIGRÍÐUR ÚR SANTIAGO Sigríður eignaðist son í apríl. Hún segir það ganga vel að samræma móðurhlutverkið tónlistarsköpun sinni. „Ég er náttúrulega dóttir tveggja tónlistarmanna og á rosalega góða fjölskyldu sem hjálpar mér mikið.“ Og greinilega ekki bara í fjölskyldulífinu því systir hennar og Ellen Kristjánsdóttir mamma hennar syngja bakraddir á plötunni. Eyþór Gunnarsson pabbi hennar leikur einnig á orgel í nokkrum lögum. Söng áður en hún lærði að tala Ég hef átt í ástar- og haturssam-bandi við rokkhljómsveitina Pearl Jam alveg frá því að fyrsta plata „Ten“ kom út árið ‘91. Þá var ég fimmtán ára nýbylgjuaðdáandi og gat aldrei almennilega gert upp minn hug hvað mér ætti að finnast um þessa sveit. Fyrir mér stóð hún einhvern veginn alltaf föst í skugga Nirvana auk þess sem mér fannst söngstíll Eddie Vedder til- gerðarlegur og leiðinlegur. Vissu- lega góður, en bara leiðinlegur. Ég hef þó öðlast aukna virð- ingu fyrir Pearl Jam og Vedder í gegnum árin. Sérstaklega þar sem þeir hafa náð að þróa stíl sinn áfram án þess að missa einkenni sín. Í dag get ég svo nefnt fjölda laga sem mér finnst bara nokkuð góð. Á nýju plötunni „Riot Act“ kafa þeir svo enn dýpra í bandarískar rætur sínar. Þeir eru örlítið að mýkjast á fertugsaldrinum og það fer þeim vel. Nokkur lög á plöt- unni minna örlítið á The Band og Bruce Springsteen. Annars hljómar sveitin bara eins og Pearl Jam. Vedder virðist vera hættur egóstælum í raddbeitingu og það fer honum mun betur. Uppáhalds lög voru „Can’t Keep“, „I Am Mine“ og besta lag plötunnar „Thumbing My Way“. Vel heppnuð plata hjá Pearl Jam, sú besta síðan „Vitalogy“ kom út. Birgir Örn Steinarsson Bragðgóð perlusulta PEARL JAM: Riot Act TÓNLIST Lagið „Neon Lights“ með Santiago hefur ómað ótt og títt á Rás 2 síðustu vikur. Söngkona sveitarinnar er Sigríður Eyþórsdóttir. Hún er dóttir Ellenar Kristjáns- dóttir söngkonu og Eyþórs Gunnarssonar hljómborðsleikara. KVIKMYNDIR Leikkonan Nicole Kidm- an er orðuð við hlutverk í næstu mynd ástralska leikstjórans Baz Luhrmann. Hún mun vera í miklu uppáhaldi hjá leikstjóranum eftir að þau unnu saman að gerð „Moul- in Rouge!“ Myndin fjallar um ævi Alexand- ers mikla og hefur leikarinn Leon- ardo DiCaprio tekið að sér aðalhlut- verkið. Kidman hefur lýst yfir áhuga sínum að leika móður hans, Olympiu, í myndinni. Samkvæmt fréttavefnum hollywoodreporter.com mun per- sóna Kidman eldast um tugi ára í gegnum myndina. Myndin mun fylgja öllu æviskeiði Alexanders, frá blautu barnsbeini þar til hann vinnur lönd fyrir Grikki. Samningsviðræður við leikkon- una munu hefjast snemma á næsta ári og á hún að vera full áhuga. DiCaprio hefur áður unnið með Luhrmann en hann fór með aðal- hlutverkið í mynd hans „Romeo + Juliet“ árið 1996. ■ Ný mynd Baz Luhrmann: Mun Kidman leika móður DiCaprio? NICOLE KIDMAN Svo gæti farið að Kidman komi til með að leika eitt aðalhlutverkanna í næstu mynd Baz Luhrmann. Blóm og gjafavara aðventukransar og skreytingar. Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.