Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 30
Nú fer að líða að því að lands-menn flykkist í gróðrarstöðv- ar og skógræktarlönd til að kaupa sér jólatré. Enn sem áður er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja rétta tréð fyrir stofuna enda að mörgu að gæta. Í þessu sem öðru reynast Íslendingar ákaflega fastheldnir. „Þetta er ákaflega hefðbundinn markaður. Fjölskyldur koma ár eftir ár að kaupa jólatré og gera úr því ákveðna athöfn,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Blómavals. „Normannsþinurinn er alltaf langvinsælastur hjá okk- ur enda er hann dökkgrænn og fallegur og heldur barrinu mjög vel. Það er líka alltaf ákveðinn hópur sem vill furu en barrheldn- in virðist vera það sem skiptir mestu máli hjá fólki.“ Innlend jólatré hafa átt undir högg að sækja enda þykja þau ekki halda sér jafn vel og nor- mannsþinurinn. Rauðgreni og stafafura eru íslensk barrtré sem vaxa hægt í harðbýlu landi og verða því oft mjög þétt og falleg. Ókosturinn er aftur sá að þau fella barrið hratt ef ekki er reynt að halda í þeim lífi með einhverju móti. Því er það svo að aðeins um 25% seldra jólatrjáa hér á landi eru innlend tré en afgangurinn innfluttur frá Danmörku. Skóg- rækt ríkisins leggur áherslu á að bæta markaðshlutdeild íslensku trjánna og bendir á að þau séu umhverfisvæn og skapi atvinnu á landsbyggðinni. Barrheldnina má enn fremur auka til muna með réttri meðhöndlun. Lítil breyting hefur verið á lög- un jólatrjánna frá ári til árs og virðist sem þessi markaður láti tískusveiflur alveg framhjá sér fara. Kristinn segir að fólk kjósi yfirleitt þétt tré og breið tré. „Fólk vill bosmamikil og íturvax- in tré og þau mega alls ekki vera gisin.“ Meðalhæðin á þeim trjám sem Blómaval selur er um 175 cm. Þó eru dæmi þess að fólki kaupi allt upp í 3 metra há tré til að hafa í stofum þar sem hátt er til lofts en þá eru þau oft hlutfallslega minni um sig og gisnari. Kristinn hefur tekið eftir því að sala á jólatrjám virðist fara fyrr af stað nú en undanfarin ár. „Í fyrra seldust jólatrén upp og ég held að fólk sé hreinlega hrætt um að þau klárist aftur núna,“ segir Kristinn, sem efast um að lands- menn séu farnir að setja trén upp fyrr en áður hefur tíðkast. Sala á gervijólatrjám hefur verið nokkuð jöfn undanfarin ár og áætlar Kristinn að um helm- ingur þeirra sem eru með jólatré á annað borð séu með slík tré. „Eftir því sem fólk eldist verður algengara að það fari yfir í gervi- trén.“ Kristinn viðurkennir að lít- il breyting sé á útliti gervitrjánna frá ári til árs enda Íslendingar íhaldsamir enn sem fyrr. ■ 30 Dreifing: Rún heildverslun, sími: 568 0656 Söluaðilar: Herra Hafnarfjörður • 66°N • Intersport • Guðsteinn Eyjólfsson Íslenskir Karlmenn • Herrahúsið • Ellingsen • Bjarg, Akranesi • Hjá Siggu Þrastar, Ísafirði • Olíufélag útvegsmanna, Ísafirði • JMJ, Akureyri • Joes Akyreyri • Lækurinn, Neskaupstað • Lónið, Höfn • Verslunin 66, Vestmannaeyjum • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • Intersport, Selfossi Borðalmanak Múlalundar er lausnin fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir verkefni mánaðarins. Þau fást í helstu ritfangaverslunum landsins og söludeild Múlalundar. Borðmottan undir almanakið myndar ramma og gefur fínleikann. Við hjá Múlalundi getum merkt borðmottuna heiti fyrirtækis eða nafni einstaklings. RÖÐ OG REGLA Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is Alla daga við hendina! Jólatré óháð tískusveiflum Á jólatrésmörkuðum landsins eru á boðstólum barrtré af ýmsum gerðum. Þessi tré búa yfir mismunandi eiginleikum en Íslendingar virðast vera nokkuð sammála um hvað vegur þyngst. JÓLATRÉ Á jólatrésmörkuðum er hægt að kaupa innlend og erlend jólatré af ýmsum teg- undum en skógræktarfélög víða um land bjóða fólki að sækja sín eigin tré í valda skóga. Egill Ólafsson söngvari: Önd að hætti danskra Við borðum alltaf önd, það eralveg ófrávíkjanlegt,“ segir Egill Ólafsson tónlistarmaður. „Þetta er siður frá ömmu henn- ar Tinnu, sem var dönsk.“ Að- spurður segir Egill Tinnu vera expertinn í eldamennskunni en veit þó að í öndinni er fylling, gjarnan með engifer. Þetta rím- ar svo ágætlega við mína jólasiði sem voru líka danskir. Móðir mín var í Danmörku og tók með sér heim danska matar- gerð.“ Hann segir danska siðinn að borða möndlugraut einnig hafðan í heiðri og oft hafi verið hart barist um möndluna. „Það var nú reyndar meiri handa- gangur í öskjunni þegar margir voru til borðs, nú eru synir okk- ar í útlöndum þannig að færri eru um hituna.“ ■ JÓLAMATURINN minn EGILL ÓLAFSSON „Móðir mín var í Danmörku og tók með sér heim danska matargerð.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.