Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 44
44 16. desember 2002 MÁNUDAGUR Allir svo dæma- laust glaðir Jólasveinar ganga um gólf með...hljómar þegar inn í Kringluna er komið. Lítil börn og foreldrar þeirra taka undir og allir skemmta sér. Alls staðar er fólk sem röltir um og skoðar í glugga og allir virð- ast svo dæmalaust glaðir. Enda að- eins tíu dagar til jóla og ekki seinna vænna að hefja innkaupin. „Verslunin hefur gengið alveg ótrúlega vel, mun betur en við átt- um von á,“ segir Una Gunnarsdótt- ir, verslunareigandi í „Borð fyrir tvo“. Hún segir að reynslan sýni að í hönd fari aðalsölutíminn og því sé ekki vafi á að salan sé meiri en mörg undanfarin ár. Í sama streng taka afgreiðslustúlkurnar í Kello en þar hefur verið mikið að gera. Hjón með tvö börn eru að velta fyrir sér innkaupum og snáðinn þeirra er yfir sig spenntur í öllum mannfjöldanum. „Við reynum ekki að kaupa gjafir þegar börnin eru með okkur. Hér erum við bara að sýna okkur og sjá aðra. Börnin hafa líka svo gaman af að sjá alla jólasveinana og fylgjast með öll- um þeim fígúrum sem hér eru á ferð,“ segir móðirin, Salóme Birg- isdóttir. Þau segjast þurfa að kaupa gjafir fyrir minnst 30 manns en margar þeirra þurfi ekki að vera dýrar. Í Pennanum er Bryndís Schram að kaupa fyllingar í penna. „Nei, ég ætla ekki að gefa neinum þetta. Ég kom bara við til að ná í Jón sem er hér að árita og mundi þá eftir að mig vantaði fyllingu í Lamy-penn- ann minn.“ Jón er önnum kafinn að árita bók sína. „Ég er nú ekki orðinn handlama enn. Frægust var ferð mín til Ísafjarðar til að árita bæk- ur sem löngu voru uppseldar, en það var í lagi því ég skrifaði sendibréf í staðinn. Hann vill ekki viðurkenna að hafa átt von á svo mikilli sölu. „Nei, ég var óvinsæl- asti stjórnmálamaður þjóðarinnar í áratug. Af hverju er bókin svona vinsæl? Ætli skýringuna megi ekki finna í því að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla.“ Jón bætir við að það sé ekki ólíklegt að vinunum eigi eitthvað eftir að fækka með síðari bindinu. „Menn hafa verið að spá því,“ segir Jón kíminn um leið hann snýr sér að því að árita næstu bók fyrir eldri dömu. ■ BRYNDÍS KEYPTI FYLLINGU Í PENNA... Finnst leitt að yfirgefa landið svona skömmu fyrir jól. 8 DAGAR TIL JÓLA Pondus eftir Frode Øverli Á BEKKNUM! JÆJA... MARGIR GÓÐIR LEIKMENN ÞURFA AÐ SITJA Á BEKKNUM... BARA EKKI Á ÞESSUM BEKK! Laugavegur • Kringlan • Smáralind • Hafnarfjörður • Keflavík • Akureyri • Húsavík • Mosfellsbær frá kr. 98-1.998,- Mikið úrval af leikföngum og gjafavöru EI N N , T VE IR O G Þ R ÍR 2 42 .0 17 Höfum opnað á nýjum og betri stað í Smáralind! Glæsileg vasaúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Það er mannfjöldi í Kringlunni, alls kyns fígúrur og jólasveinar á hverju strái. Jón Baldvin áritar bók sína og litlir guttar kunna sér ekki læti. Foreldrar vagga sér í takt við tónlistina og þúsundkallarnir fljúga. ...MEÐAN JÓN BALDVIN ÁRITAÐI BÓK SÍNA Ekki orðinn handlama enn. GUNNAR EYMARSSON OG SALÓME BIRGISDÓTTIR ÁSAMT ÖLDU KRISTÍNU OG HERMANNI KARLI Þau skemmtu sér vel í Kringlunni en leggja ekki í að versla mikið þegar börnin eru með í för. Sá fimmti, Veggjaníður Þá er fimmti jólasveinninn kom-inn til byggða og gefur hinum alræmdu veggjakroturum ekkert eftir í vandalismanum. Sá fimmti, Veggjaníður, er veruleikafirrtur. Yngstur af öllum sveinum og oftast illa girtur. Hann spreyjar alla fleti með speki sinni og visku. Trúir með skemmdaverkum tolli hann í tísku. Eftir Ragnar Eyþórsson (með fullri virðingu fyrir Jóhannesi úr Kötlum) JÓLASVEINAR 2002 Nú er aðeins rétt rúm vika tiljóla og sjálfsagt margir farn- ir að sjá fram á að ná ekki að ljúka öllum verkum í tæka tíð. Í dag er því góð hugmynd að fara yfir listann og forgangsraða því sem á honum er. Það borgar sig þó alltaf að halda ró sinni og gefa sér tíma til að slaka á og njóta lífsins. Þeir sem eru að hugsa um að fara nýjar leiðir hvað varðar jólamatinn geta notað kvöldið til að glugga í matreiðslubækur í leit að ferskum hugmyndum og góðum ráðum. ■ TEIKN IN G : IN G I SÖ LVI AR N AR SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.